

Handbolti
Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Stjarnan fær liðsstyrk úr Mosfellsbæ
Handboltalið Stjörnunnar hefur gengið frá þriggja ára samningi við markvörðinn Arnór Frey Stefánsson, sem kemur til liðsins frá Aftureldingu.

Alfreð ánægður að þurfa loksins ekki að heyra öll boltahljóðin
Alfreð Gíslason mun í kvöld loksins fá að stýra þýska landsliðinu í handbolta fyrir framan áhorfendur, í fyrsta sinn frá því að hann tók við liðinu.

Forsetinn klappar Patta bróður lof í lófa
Patrekur Jóhannesson var nýverið sæmdur silfurmerki Austurríkis á Bessastöðum.

Ólafur á leið til silfurliðs Montpellier
Ólafur Andrés Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands í handbolta, er á leið til Montpellier í Frakklandi og mun leika þar á næstu leiktíð. Ólafur yfirgefur Kristianstad í Svíþjóð eftir sex ára dvöl.

Elskar að hætta við að hætta og nú farin að gera það í fleiri íþróttum
Ef það er einhver íþróttakona sem elskar það að taka skóna af hillunni þá er það handboltakonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir.

Ómar Ingi í liði ársins
Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon var valinn í lið ársins í þýsku deildinni í vetur. Ómar var markahæsti leikmaður deildarinnar með 274 mörk.

„Ævintýri fyrir okkur fjölskylduna“
Anton Rúnarsson, leikmaður Íslandsmeistara Vals í handbolta, er á leið í atvinnumennsku þrátt fyrir að vera 33 ára gamall. Hann segist líkast til hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Val.

Alfreð ætlar sér að vinna til verðlauna í Tókýó
Alfreð Gíslason, þjálfara þýska landsliðsins í handbolta, segir ekkert annað koma til greina en að vinna til verðlauna á Ólympíuleikunum sem fram fara í Tókýó í sumar.

Staðfesta komu Nagy
Markvörðurinn Martin Nagy, sem lék með Val í Olís-deild karla í handbolta í vetur, mun leika með lærisveinum Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach í þýsku B-deildinni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti þýska félagið í dag.

Alfreð valdi sautján í ólympíuhóp en saknar öflugs tvíeykis
Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta, hefur valið 17 leikmenn til æfinga og undirbúnings fyrir Ólympíuleikana sem hefjast í Tókýó í næsta mánuði.

„Misskilningur að ég sé fáviti“
Björgvin Páll segir að sumir misskilji hann og haldi að hann sé fáviti, vegna hegðunar inni á handboltavellinum í gegnum árin. Hann viðurkennir að hafa ýkt þessa hegðun og jafnvel meitt leikmenn viljandi á yngri árum.

Ómar stóðst stóru áskorunina fullkomlega og fékk samning til fimm ára
Degi eftir að Ómar Ingi Magnússon tryggði sér markakóngstitilinn í þýska handboltanum tilkynnti félag hans, Magdeburg, að hann yrði áfram hjá félaginu til ársins 2026.

Þrír Íslendingar í sex efstu sætunum yfir markahæstu leikmenn þýska boltans
Þrír íslenskir landsliðsmenn enduðu í sex efstu sætunum yfir markahæstu leikmenn þýska handboltans.

Kiel þýskur meistari og Ómar endaði markahæstur í deildinni
Kiel er þýskur meistari í handbolta eftir jafntefli við Rhein Neckar Löwen í síðustu umferð þýska handboltans í dag. Lokatölur 25-25.

27 íslensk mörk í sama leiknum og Ómar mögulega markahæstur í deildinni
Það rigndi íslenskum mörkum í leik Lemgo og Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag en leikurinn var liður í síðustu umferð deildarinnar.

Viktor Gísli valinn besti ungi markmaður heims
Viktor Gísli Hallgrímsson var á dögunum kjörinn besti ungi markmaður heims í kjöri sem vefmiðillinn handball-planet stóð fyrir. Alls bárust yfir 31.000 atkvæði.

Guðjón Valur og Elliði Snær misstu af sæti í efstu deild
Elliði Snær Viðarsson og félagar hans í Gummersbach misstu af sæti í efstu deild í þýska handboltanum á næsta tímabili þrátt fyrir útisigur gegn Grosswallstadt í dag. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach sem sigraði 33-27.

Kría ekki áfram á Seltjarnarnesi: „Við erum heimilislausir“
Kría, nýliðar í Olís-deild karla í handbolta á næstu leiktíð, eru án heimilis eftir að félagið fékk þær fréttir að liðið gæti ekki lengur æft né spilað heimaleiki sína á Seltjarnarnesi.

Átta mörk Ómars Inga dugðu ekki til, Bjarki Már skoraði sjö og Ýmir Örn sá rautt
Ýmir Örn Gíslason var eini Íslendingurinn sem hrósaði sigri í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Hann sá hins vegar rautt í öruggum tíu marka sigri Rhein-Neckar Löwen á Essen.

Sú markahæsta í Íslandsmeistaraliðinu var sú efnilegasta: Ekki búið að vera auðvelt
Rakel Sara Elvarsdóttir úr KA/Þór var kosin efnilegasti leikmaður Olís deildar kvenna í handbolta í gær og Guðjón Guðmundsson talaði við hana á verðlaunahófi HSÍ.

„Stefnum á að vinna titla á næsta ári“
„Alla leið. Eins langt og ég get komist,“ segir hinn 19 ára gamli Blær Hinriksson, aðspurður hvert hann stefni. Blær var í gær útnefndur efnilegasti leikmaður Olís-deildarinnar í handbolta í vetur eftir að hafa stimplað sig vel inn á sinni fyrstu leiktíð með Aftureldingu.

Nagy verður ekki með Valsliðinu næsta vetur
Martin Nagy, markvörður Íslandsmeistara Vals, sem fór á kostum í úrslitakeppninni með Valsliðinu hefur samkvæmt heimildum íþróttadeildar samið við þýska b-deildarliðið Gummersbach.

Ævinlega þakklátur fyrir það hve vel var tekið á móti manni
Árni Bragi Eyjólfsson segist hafa notið sín í „frábæru umhverfi“ á Akureyri en það skilaði sér í því að hann var í dag valinn besti leikmaður Olís-deildarinnar í handbolta í vetur.

Rut valin best: Sterkar stelpur sem ég er að spila með
KA/Þórs leikmaðurinn Rut Arnfjörð Jónsdóttir var hlaðin verðlaunum eftir lokahóf HSÍ í dag en hún var kosin besti leikmaður Olís deildar kvenna af bæði leikmönnum og þjálfurum deildarinnar. Rut var einnig kosin besti sóknarmaðurinn.

Rut og Árni Bragi best og Rakel Sara og Blær efnilegust
Rut Jónsdóttir og Árni Bragi Eyjólfsson voru valin bestu leikmenn Olís-deildanna í handbolta á lokahófi HSÍ.

Lið Guðmundar svarar Hanning og segir ummæli hans fordæmalaus
Stjórnarmaður Melsungen segir að ásakanir Bobs Hannings, varaforseta þýska handknattleikssambandsins og framkvæmdastjóra Füchse Berlin, séu fordæmalausar.

Gagnrýnir Guðmund: Enginn af landsliðsmönnum Melsungen hefur bætt sig
Varaforseti þýska handboltasambandsins hefur áhyggjur af þýsku landsliðsmönnunum sem spila undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá MT Melsungen.

Kría tekur flugið í Olís-deildinni
Alls eru 32 karlalið og 20 kvennalið skráð til keppni á Íslandsmótum meistaraflokka á næstu leiktíð.

Ellefu mörk Bjarka Más dugðu skammt gegn lærisveinum Guðmundar
36. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta kláraðist í dag. Þrír Íslendingar voru í eldlínunni.

Mors-Thy bikarmeistari eftir spennutrylli
Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari Álaborgar, og hans lærisveinar þurftu að sætta sig við silfur í dönsku bikarkeppninni í handbolta eftir naumt tap, 32-31, fyrir Mors-Thy í úrslitaleik.