
Aldrei aftur einnota
Margverðlaunuðu, umhverfisvænu, fjölnota hreinlætisvörurnar frá LastObject fást nú á Íslandi.
Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat
Margverðlaunuðu, umhverfisvænu, fjölnota hreinlætisvörurnar frá LastObject fást nú á Íslandi.
Óhætt er að segja að Jóhanna Elínborg Sveinsdóttir sé lífsglöð og geislandi. Hún hefur alla tíð verið að dugleg að hreyfa sig og lætur aldurinn ekki draga úr þeirri löngun. Sem fyrr nýtur hún þess að synda, dansa og stunda golf og ræktar innri anda með að syngja í kór. Hún er í góðu formi og þakkar reglubundnum æfingum hjá Osteostrong fyrir aukinn styrk, betri vöðvamassa, bætta líkamsstöðu og síðast en ekki síst verkjaleysi í stoðkerfi.
Íþróttafrömuðurinn Gerður, þekkt sem Gerða-In Shape eða Jane Fonda Íslands, hefur ákveðið að hætta þjálfun á námskeiðinu, In Shape, í Worlds Class í nóvember. Námskeiðin hafa notið gríðarlegra vinsælda síðastliðin ár, sérstaklega hjá samfélagsmiðlastjörnum landsins.
Nefúði getur verið ávanabindandi og notkun hans getur orðið að ákveðnum vítahring. Lyfja gaf nýlega út bækling þar sem þeir, sem nota úðann of mikið, er varaðir við og hjálpað að hætta. Lyfjafræðingur segir að ofnotkun geti orðið að krónísku vandamáli.
Elín Atim, klæðskeri og starfandi jafningi á geðdeild segir að í nauðungarvistun á bráðageðdeild hafi ekki verið í boði að vera mennsk. Hún hafi örsjaldan fengið að fara út að hreyfa sig og rödd hennar verið tekin af henni.
Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur og áhrifavaldur, hvetur konur sem eiga erfitt með að sætta sig við útlit líkamans eftir barnsburð til að bera sig ekki saman við kynsystur sínar heldur einblína á sjálfa sig.
Sigrún Lilja Guðjónsdóttir er konan á bak við líkamsmeðferðarstofuna The House of Beauty. „Það skemmtilegasta sem við gerum er að hjálpa fólki við að bæta heilsuna og auka sjálfstraustið,“ segir hún.
Að greinast með krabbamein er ein stærsta áskorunin í lífi fólks.
Eva Katrín Sigurðardóttir læknir og Wim hof þjálfari segist hafa verið farin að greina sjálfa sig með Parkinson eða MND þegar hún örmagnaðist á líkama og sál árið 2020. Hún var hreinlega farin að vona að hún væri með MS.
Líf hárgreiðslukonunnar og vöruhönnuðarins Theodóru Mjallar Skúladóttu, breyttist til frambúðar eftir að hún veiktist af Covid-19 fyrir þremur árum. Hún greindist með taugasjúkdóm í kjölfarið sem lýsir sér meðal annars í tíðum flogaköstum.
Sigríður Gísladóttir, formaður Geðhjálpar og framkvæmdastjóri Okkar heims, segist hafa skammast sín fyrir andleg veikindi móður sinnar þegar hún var lítil. Hún segir börn upplifa sig ein í slíkum aðstæðum þó rannsóknir sýni að fimmta hvert barn sé í slíkum aðstæðum.
Mörgum finnst skemmtilegt að kíkja í útivistar- og íþróttaverslunina Hlaupár í Fákafeni þessa dagana en verslunin er full af nýjum og fallegum vörum frá franska vörumerkinu MILLET.
Matarbloggarinn, viðskiptafræðingurinn og flugfreyjan Hanna Þóra Helgadóttir lét setja upp ótrúlega einfalt útieldhús hjá sér á pallinn sem hún notar allt árið.
„Heilt yfir eru jákvæð teikn á vinnumarkaði því að kulnun mælist nú átta prósent í samanburði við ellefu prósent í fyrra,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents um niðurstöður nýrrar könnunar Prósents.
Jóladagatalið frá Hermosa er ótrúlega veglegt unaðsdagatal sem inniheldur 28 vörur í 24 gluggum. Andvirði varanna er yfir 150.000 kr. sem gerir dagatalið að einu veglegasta unaðsdagatali á markaðnum.
Helga Gabríela matreiðslumaður og þriggja barna móðir deildi hollri uppskrift af hinu sígilda döðlugotti á samfélagsmiðli sínum. Döðlugotteríið, eins og hún kallar það, inniheldur aðeins sex innihaldsefni.
Hreyfing hefur opnað nýjan 200 fermetra æfingasal á annarri hæð í Álfheimum. Þar eru kenndir SkillX hóptímar en salurinn er búinn nýjasta og fullkomnasta æfingabúnaði frá Technogym.
Flosi Þorgeirsson, sjúkraliði, sagnfræðingur og tónlistarmaður segir mikinn mun vera á rétti sjúklinga á geðdeildum á Íslandi og í Danmörku þar sem hann hefur starfað. Flosi er fyrsti viðmælandi Landssamtaka Geðhjálpar í októbermánuði þar sem samtökin standa fyrir vitundarvakningu um geðheilbrigðismál.
Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Lyfjastofnunar um stöðvun á sölu sleipiefnisins Astroglide Personal Lubricant og innköllun þess. Ráðuneytið telur rétt hjá Lyfjastofnun að sleipiefnið beri að flokka sem lækningatæki. Því sé ætlað til notkunar þegar þurrkur í leggöngum veldur óþægindum og flokkist því ekki sem snyrtivara.
Daníel Sæberg Hrólfsson segist reyna að gera sitt allra besta til þess að vera þakklátur fyrir litlu stundirnar í lífinu og lifa í núinu eftir að hafa misst fjögurra ára gamlan son sinn af slysförum fyrir tveimur árum. Hann sé gott dæmi um að hægt sé að lifa mjög góðu lífi þrátt fyrir slíka lífsreynslu.
„Konur falla auðvitað fyrir allskonar skilaboðum, eins og taktu þessa töflu og líf þitt breytist. Eða eins og ég sá fyrir skömmu, ef þú tekur þetta inn þá færðu flatan maga,“ segir Sigríður Svöludóttir í hlaðvarpsþættinum Spegilmyndinni sem er í umsjón Marínar Möndu Magnúsdóttur.
Hrafn Davíð Hrafnsson hefur verið að glíma við svefnleysi til lengri tíma en með tilkomu magnesíum Optinerve frá Cure Support hefur svefninn bæst til muna.
ADHD er taugaþroskaröskun sem má að langstærstum hluta rekja til erfða. Greinileg frávik má finna á heilastarfi sem veldur umtalsverðum einkennum á sviði einbeitingar, virkni og hvatastjórnunar. Í meirihluta tilfella halda einkennin velli fram á fullorðinsár og koma niður á flestum sviðum lífsins; náms- og starfsgetu, samskiptum, barnauppeldi, fjárhag, akstri og heilsufari.
Aldrei hafa færri verið hamingjusamir hér á landi og og andlegri heilsu þjóðarinnar hrakar stöðugt. Þá er ungt fólk kvíðnara og meira einmana en áður. Sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu segir samfélagið hafa einblínt um of á hagvöxt og tekjur, í stað velsældar og félagslegra tengsla.
Sagt er að menn hafir fimm skilningarvit eða skynfæri: Sjón, heyrn, lyktarskyn, snertiskyn og bragðskyn. Öll eru þau jafn mikilvæg. Þeir sem fæðast með heyrn reiða sig mikið á hana og vilja halda í hana sem lengst. Með snemmtækri íhlutun og forvörnum er hægt að kortleggja og bregðast við ef svo sé ekki raunin. Fólk á öllum aldri býr við skerta heyrn og með hækkandi aldri minnkar heyrnin, um eftirlaunaaldur má búast við tvöföldum fjölda heyrnarskertra einstaklinga. Einn af hverjum sex Íslendingum með skerta heyrn.
Afmælisveisla Bergsins Headspace fór fram í gær með pomp og prakt. Yfir þrjú hundruð ungmenni mættu til að fagna tímamótunum. Fagnar Bergið fimm ára afmæli.
Í Noregi eru lýðheilsulög, fallegasti lagabálkur sem ég hef lesið. Þau tóku gildi fyrir tæpum 11 árum eftir nokkura ára undirbúning og í fyrradag var ég á ráðstefnu þar sem fólk sem vinnur við að framkvæma lögin, á öllum stjórnsýslustigum, ræddi hvað mætti betur fara í lögunum þar sem núverandi ríkisstjórn vill upfæra og bæta lögin.
Félagsleg einangrun spyr ekki um aldur, kyn né þjóðerni og það eitt að tilheyra hóp er ein af grunnþörfum manneskjunnar. Félagsleg þátttaka er ekki bara skemmtileg viðbót við líf okkar, heldur hreint út sagt nauðsynleg fyrir almenna vellíðan og góða heilsu.
Notkun einnota rafretta hefur aukist verulega síðustu ár og sífellt fleiri skilja þær eftir í náttúrunni eftir notkun. Einn helsti plokkari landsins segir retturnar hafa áhrif á umhverfið sem og þá sem finna þær á víðavangi.
Nú er komin í verslanir Body Shop ný og endurbætt Tea Tree hreinsandi andlitslína fyrir olíuríka húð og húð sem fær bólur. Tea Tree hjálpar húðinni að berjast við of mikla olíuframleiðslu og heldur henni hreinni og kemur í veg fyrir bólumyndun.