Pamela Anderson gekk í það heilaga á jóladag Leikkonan og fyrirsætan Pamela Anderson og lífvörður hennar Dan Hayhurst gengu í það heilaga á jóladag en tímaritið People greinir frá. Lífið 28. janúar 2021 14:30
Áslaug Arna mun ræða við Ashley Graham Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur farið sjálf af stað með lið á Instagram-síðu sinni sem ber heitið Fimmtán mínútur með framúrskarandi fólki. Lífið 28. janúar 2021 12:31
Page og Portner skilja Leikarinn Elliot Page og Emma Portner hafa ákveðið að skilja og fara í sitthvora áttina. Lífið 27. janúar 2021 11:30
Neitar að leika í nektarsenum undir leikstjórn karla Breska leikkonan Keira Knightley segist ekki koma nakin fram í kvikmyndum þar sem karlmenn fara með leikstjórn. Þá vill hún ekki leika í kynlífssenum, sérstaklega ekki eftir að hafa gengið með tvö börn. Lífið 25. janúar 2021 18:59
JoJo Siwa kemur út úr skápnum Samfélagsmiðlastjarnan og söngkonan JoJo Siwa segist himinlifandi eftir að hafa tilkynnt að hún skilgreini sig hinsegin. Siwa, sem er sautján ára gömul, hafði gefið þetta í skyn á samfélagsmiðlum undanfarna daga en staðfesti það svo í löngu myndbandi sem hún birti í gær. Lífið 24. janúar 2021 19:05
Búið spil hjá parinu sem varð ástfangið eftir aðeins nokkra daga í The Bachelorette Clare Crawley og Dale Moss eru hætt saman en þau trúlofuðu sig eftir aðeins nokkra daga í raunveruleikaþáttunum The Bachelorette. Lífið 20. janúar 2021 15:30
Búið spil hjá Ben Affleck og Ana de Armas Leikarinn Ben Affleck og leikkonan Ana de Armas hafa ákveðið að fara í sitthvora áttina en þau höfðu verið í ástarsambandi í um eitt ár. Lífið 19. janúar 2021 14:39
Justin Timberlake og Jessica Biel eignuðust annan son Söngvarinn Justin Timberlake og leikkonan Jessica Biel eignuðust son síðasta sumar. Er þetta annað barn þeirra hjóna, en fyrir áttu þau soninn Silas sem er fimm ára. Lífið 18. janúar 2021 21:41
Election-stjarnan Jessica Campbell er látin Bandaríska leikkonan Jessica Campbell, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í gamanmyndinni Election frá árinu 1999, er látin, 38 ára að aldri. Hún er sögð hafa hnigið niður á heimili sínu og hafi ekki tekist að bjarga lífi hennar. Ekki liggur fyrir hvað dró Campbell til dauða. Lífið 14. janúar 2021 07:28
Rihanna, rautt latex og blúndur í nýrri nærfatalínu Sönkonan Rihanna er heldur betur byrjuð að hita upp fyrir Valentínusardaginn með nýrri nærfatalínu fyrir merkið Savage X Fenty. Línan er tileinkuð Valentínusardeginum og sendi söngkonan sterk skilaboð með línunni sem kemur út á á morgun 14. janúar. Lífið 13. janúar 2021 21:54
„Hann vill helst að ég eigi fjögur börn og öll með eyrnabólgu“ Árið 2021 mun fara af stað með hvelli hjá fjölmiðlamanninum Auðunni Blöndal en hann fór af stað með þættina Tónlistamennirnir okkar á Stöð 2 í gær, verður tveggja barna faðir síðar á árinu og önnur þáttaröðin af Eurogarðinum fer í loftið. Lífið 11. janúar 2021 10:30
Staðfesta að Sex and the City snúi aftur Til stendur að framleiða nýja þáttaröð af Sex and the City. Í nýju þáttaröðinni verða tíu hálftíma langir þættir sem framleiddir eru fyrir streymisveituna HBO Max. Bíó og sjónvarp 11. janúar 2021 07:23
Jeffree Star hafnar því alfarið að eiga í ástarsambandi við Kanye West Fyrr í vikunni fóru miðlar um heim allan að greina frá því að stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West væri að ganga í gegnum skilnað. Hjónin eiga fjögur börn saman og gengu í það heilaga árið 2014. Lífið 8. janúar 2021 14:31
Lífvörður forsetans fer yfir hvað Hollywood gerir rangt Jonathan Wackrow starfaði í um fimmtán ár hjá bandarísku leyniþjónustunni og í fjögur og hálft ár sem lífvörður forseta Bandaríkjanna og þá aðallega fyrir Barack Obama. Lífið 8. janúar 2021 12:30
Sjokk, vonleysi og nánast ómögulegt að halda úti skemmtiþætti á þessum tímum Jimmy Kimmel, Seth Meyers, James Corden og Jimmy Fallon eru með þeim vinsælustu spjallþáttastjórnendum heims og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. Lífið 7. janúar 2021 12:30
Stefnir í einn dýrasta skilnaðinn í Hollywood Skilnaður Kim Kardashian og Kanye West er yfirvofandi eins og miðlar um heim allan greina frá. Lífið 6. janúar 2021 15:30
Dr. Dre á sjúkrahúsi Bandaríski rapparinn og framleiðandinn Dr. Dre hefur verið lagður inn á sjúkrahús en verður brátt sendur aftur heim. Hinn 55 ára Dr. Dre segir frá þessu á Instagram-síðu sinni þó að hann taki ekki fram ástæður þess að hann hafi verið lagður inn. Lífið 6. janúar 2021 08:17
Kim Kardashian og Kanye West sögð leggja drög að skilnaði Skilnaður Kim Kardashian og Kanye West er yfirvofandi, ef marka má slúðurmiðla vestanhafs. „Hún er hætt,“ hefur Page Six eftir heimildarmanni en TMZ segir parið enn í hjónabandsráðgjöf. Lífið 6. janúar 2021 06:16
Tanya Roberts látin Bandaríska leikkonan og fyrirsætan Tanya Roberts er látin, 65 ára að aldri. Frá þessu greinir TMZ í dag. Þetta er í annað sinn sem tilkynnt er um andlát Roberts á tveimur dögum en fyrri tilkynningin reyndist á misskilningi byggð. Lífið 5. janúar 2021 16:07
Harry Styles og Olivia Wilde rugla saman reytum Tónlistarmaðurinn Harry Styles og leikkonan Olivia Wilde eru sögð nýjasta parið í Hollywood en þau mættu saman í brúðkaup um helgina þar sem þau sáust haldast í hendur. Lífið 4. janúar 2021 19:07
Bond-stúlkan Tanya Roberts er látin Uppfært: Samkvæmt nýrri frétt á vef TMZ var Roberts ranglega sögð látin.Bandaríska leikkonan og fyrirsætan Tanya Roberts lést í gær, 65 ára aldri. Frá þessu er greint á vef TMZ. Erlent 4. janúar 2021 10:12
Eminem sakar Snoop Dogg um virðingarleysi Bandaríski rapparinn Eminem hefur nú brugðist við ummælum sem samlandi hans og starfsbróðir, Snoop Dogg, lét falla um hann á síðasta ári. Þá sagði Snoop Dogg að Eminem kæmist í hans huga ekki á lista yfir tíu bestu rappara sögunnar. Lífið 2. janúar 2021 22:24
Ariana Grande trúlofuð Bandaríska söngkonan Ariana Grande og fasteignasalinn Dalton Gomez eru trúlofuð. Frá þessu greindi söngkonan á Instagram fyrr í dag. Lífið 20. desember 2020 21:28
Eminem biður Rihönnu afsökunar Rapparinn Eminem hefur beðið söngkonuna Rihönnu afsökunar á því að hafa tekið afstöðu með fyrrverandi kærasta hennar, Chris Brown, í kjölfar heimilisofbeldis sem hann beitti hana. Afsökunarbeiðnin kemur í laginu Zeus þar sem hann segist ekki hafa ætlað að særa hana. Lífið 19. desember 2020 09:41
Birta hljóðupptöku af því þegar Tom Cruise sturlaðist á tökustað Stórstjarnan Tom Cruise var allt annað en sáttur við einstaklingsbundnar sóttvarnir samstarfsfólk síns á setti við tökur á sjöundu Mission: Impossible myndinni í London á dögunum. Lífið 16. desember 2020 12:30
Erfitt að meðtaka að hún væri í ofbeldissambandi Tónlistarkonan FKA twigs segist aldrei hafa búist við því að hún myndi enda í ofbeldissambandi. Hún hafi ákveðið að stíga fram í þeirri von um að það gæti hjálpað öðrum í sömu stöðu, enda hefði heimilisofbeldi aukist til muna eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst. Erlent 13. desember 2020 09:36
FKA twigs kærir Shia LaBeouf fyrir heimilisofbeldi Tónlistarkonan FKA twigs hefur kært fyrrverandi kærasta sinn leikarann Shia LaBeouf fyrir að hafa beitt hana „ótæpilegu ofbeldi“ á meðan á sambandi þeirra stóð. Hollywood Reporter greinir frá þessu. Erlent 11. desember 2020 22:28
Ellen DeGeneres greindist með kórónuveiruna Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta tilkynnir hún í Instagram-færslu sem birt var í dag. Lífið 10. desember 2020 18:38
Yara Shahidi svarar 73 spurningum Leikkonan Yara Shahidi tók á dögunum þátt í reglulegum lið á YouTube-síðu tímaritsins Vogue. Lífið 9. desember 2020 15:31
Kvikmyndir Warner Bros. frumsýndar í kvikmyndahúsum og á streymisveitum samtímis Allar 17 kvikmyndirnar sem kvikmyndaframleiðandinn Warner Bros. ætlar að frumsýna á næsta ári verða frumsýndar samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitunni HBO Max. Bíó og sjónvarp 3. desember 2020 19:51