Húsnæðismál

Húsnæðismál

Fréttamynd

Rang­færslur Við­skiptaráðs

Viðskiptaráð hélt áfram sókn sinni gegn húsnæðisöryggi og viðráðanlegum húsnæðiskostnaði nýlega þegar framkvæmdastjóri ráðsins mætti í Kastljós.

Skoðun
Fréttamynd

Um helmingur sérbýla kostar meira en 150 milljónir

Tæpur helmingur sérbýla sem eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu kostar meira en 150 milljónir. Verð á sérbýlum hefur hækkað um átta prósent á milli ára á sama tíma og fjölbýli hefur hækkað um fimm prósent. Aldrei hefur verið jafn lítið byggt af sérbýlum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hús­næðis­öryggi – Sam­eigin­leg á­byrgð

Ein af grundvallarþörfum hverrar manneskju er að eiga öruggt húsnæði fyrir sig og sína. Húsnæðisöryggi telst jafnframt til mikilvægustu réttinda fólks og raunar nýtur sá réttur verndar í alþjóðasamningum sem Ísland hefur fullgilt.

Skoðun
Fréttamynd

Vind­högg Við­skipta­ráðs

Nærri áratugi eftir að lög um almennar íbúðir tóku gildi virðist Viðskiptaráð hafa uppgötvað að komið sé úrræði sem geri líf tekjulægri leigjenda ögn bærilegra. Eins og ráðinu sæmir grípur það til aðgerða til að koma í veg fyrir að markmið laganna um húsnæðisöryggi og viðráðanlegan húsnæðiskostnað nái fram að ganga, í þessu tilfelli með kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna meints ólögmæts ríkisstuðnings við almenn íbúðafélög sem starfa skv. lögum nr. 52/2006.

Skoðun
Fréttamynd

Raunir ríka fólksins og bænir þess

Viðskiptaráð Íslands er furðulegt fyrirbæri. Því er stjórnað af einstaklingum sem ekki hafa þurft að deila kjörum með almenning á Íslandi í fjölda ára og sumir frá fæðingu. Það hefur enga beina aðkomu að nokkrum hagsmunum en er sett á stofn sem hugveita frjálshyggju og peningaafla í landinu gegn hugsjónum um jöfnuð og réttlæti.

Skoðun
Fréttamynd

Vond stjórn­sýsla að teikna bara ein­hverja reiti á kort

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur miklar áhyggjur af hugmyndum um uppbyggingu 300 íbúða á svokölluðum framtíðarreit við 27. holu á golfvellinum við Korpúlfsstaði í Grafarvogi. Hann gagnrýnir skort á samráði við Golfklúbb Reykjavíkur en samkvæmt upplýsingagátt borgarinnar er ekkert fast í hendi. 

Innlent
Fréttamynd

Þétting á 27. brautinni

Uppfærð húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar til næstu níu ára var samþykkt á borgarstjórnarfundi í vikunni sem leið. Þar kemur fram að markmið borgarinnar sé að byggja allt að 16.000 íbúðir á næstu tíu árum, sem er metnaðarfullt markmið, sérstaklega í ljósi þess að síðustu þrjú ár hefur fjöldi byggðra íbúða á ári ekki farið yfir eitt þúsund. Meðaltal síðustu tíu ára er 884 íbúðir á ári.

Skoðun
Fréttamynd

Fór ekki út úr húsi eftir af­sögnina

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingkona Flokks fólksins og fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra, segir afsögn sína úr embætti ráðherra hafa verið erfiðustu ákvörðun lífs síns. Eftir afsögnina hafi hún ekki farið úr húsi dögum saman.

Innlent
Fréttamynd

56.000 krónur í vasa Kópa­vogs­búa

Eitt brýnasta hags­muna­mál heim­ila á Íslandi er að tryggt sé nægjanlegt framboð af húsnæði sem mætir þörfum fjölskyldna. Á höfuðborgarsvæðinu hefur skortur á slíku húsnæði valdið verðhækkunum sem hafa hrint af stað keðjuverkun: hærra fasteignaverð, aukin verðbólga og hærri vextir. Allt bitnar þetta á heimilunum – ekki bara í formi hærri vaxtakostnaðar.

Skoðun
Fréttamynd

„Grindavíkuráhrifin“ leiða til tals­verðrar hækkunar hjá ná­grönnum

Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti fasteignamat fyrir árið 2026 á fundi stofnunarinnar nú í morgun. Hin svokölluðu „Grindavíkuráhrif“ vega þungt en eftirspurnarþrýstingur í nágrannasveitarfélögum Grindavíkur leiðir til þess að fasteignamat svæðisins hækkar á milli 12-17 prósent en fasteignamatið í Grindavík stendur í stað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stað­festa byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit

Bæjarstjórn Kópavogs hefur staðfest að byggingaráform á Fannborgarreit og Traðarreit séu í samræmi við deiliskipulag miðbæjar Kópavogs. Í tilkynningu segir að uppbygging á reitunum marki fyrstu áfangana í uppbyggingu á svæðinu og sé liður í að skapa lifandi og fjölbreyttan miðbæ fyrir íbúa, gesti og atvinnulíf í miðbæ Kópavogs. Undirbúningur hefur staðið yfir frá árinu 2017.

Innlent
Fréttamynd

Kallið þið þetta fjöl­breytni?

Það vekur furðu að í nýsamþykktri húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar sé gert ráð fyrir að 95,4% allra íbúða sem á að byggja fram til ársins 2033 verði í fjölbýli. Já, þú last rétt lesandi góður, nánast allar íbúðirnar verða í blokkum. Ég veit ekki í hvaða Cheerios-pakka vinstrimeirihlutinn í Reykjanesbæ fann þessa framtíðarsýn, en ég hvet hann þó til að skila vörunni.

Skoðun
Fréttamynd

At­lagan að al­menna íbúðakerfinu

Það er ráðlagt að leggja við hlustir þegar einn ákveðinn kór hefur upp raust sína, nánar tiltekið kór hinna íslensku sérhagsmunaafla. Vorsmellur kórsins í ár gæti borið heitið: „niður með almenna íbúðakerfið“ og er laglínan nokkuð taktföst, þótt hver syngi með sínu nefi og bæti við tónum að eigin vali.

Skoðun
Fréttamynd

Í­búða­verð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum

Á fasteignamarkaði voru umsvif á fyrsta ársfjórðungi áþekk því sem þau voru á sama tíma í fyrra samkvæmt nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Íbúðaverð hefur hækkað mikið síðustu tvö ár og merki eru um að fasteignamarkaði sé haldið uppi af efnameiri kaupendum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sam­hjálp í kapp­hlaupi við tímann

Leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefur verið sagt upp og rýma þarf húsnæðið fyrir mánaðamót september október. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, hefur áhyggjur af því að ekki finnist nýtt húsnæði fyrir Kaffistofuna í tæka tíð.

Innlent
Fréttamynd

Ráðu­neytið ó­gilti lóða­út­hlutun fyrir milljarða

Bæjarráð Kópavogs hefur falið bæjarstjóra að undirbúa málshöfðun til ógildingar úrskurðar innviðaráðuneytisins, sem úrskurðaði á dögunum að lóðaúthlutun bæjarins hefði verið ólögmæt. Væntar tekjur af úthlutuninni voru 2,7 milljarðar króna. Fulltrúi minnihlutans segir fjárhag bæjarins í verulegu uppnámi vegna málsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Erfitt að flytja tíma­bundið heim í tóm hús

Grindvíkingar, sem ætla að búa í bænum í sumar segja tilraunaverkefni um búsetu þar jákvætt. Mörgum gæti þó reynst erfitt að snúa aftur vegna töluverðar óvissu og kostnaðar, þar sem margir þyrftu þá að reka tvö heimili.

Innlent