
FH styrkir sig degi fyrir mót
FH hefur styrkt lið sitt fyrir komandi leiktíð í Pepsi Max-deild kvenna en framherjinn Madison Gonzalez hefur skrifað undir samning við félagið.
Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.
FH hefur styrkt lið sitt fyrir komandi leiktíð í Pepsi Max-deild kvenna en framherjinn Madison Gonzalez hefur skrifað undir samning við félagið.
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar.
Það vakti undrun margra í vetur er Ólafur Jóhannesson var ráðinn inn í þjálfarateymi Stjörnunnar en hann þjálfar nú liðið með Rúnari Páli Sigmundssyni. Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur, segir að honum hafi fundist þetta brjálæðislega vitlaust fyrst.
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, segir að upphafið að því að hann réði Srdjan Tufegdzic sem aðstoðarþjálfara sinn hjá Val hafi verið SMS sem hann fékk frá Túfa, eins og hann er oftast kallaður.
Tómas Ingi Tómasson, einn af spekingum Pepsi Max-markanna, hefur enga trú á því að bikarmeistarar Víkings muni berjast við toppinn í Pepsi Max-deild karla í sumar.
Það gekk ekki þrautalaust hjá Guðmundi Steini Hafsteinssyni að komast með fjölskyldu sinni heim frá Þýskalandi til að spila fótbolta í sumar. Hann byrjaði þó að æfa með sínu nýja liði KA í vikunni, eftir að hafa rætt við tæpan helming liðanna í Pepsi Max-deildinni.
Hitað var upp fyrir tímabilið í Pepsi Max-deild kvenna í sérstökum upphitunarþætti af Pepsi Max-mörkunum í kvöld.
Vísir hefur tekið saman lista yfir unga og spennandi leikmenn sem vert er að fylgjast með í Pepsi Max-deild karla í sumar.
Norska knattspyrnufélagið Bodö/Glimt, sem varð í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, freistaði þess í vor að fá Hannes Þór Halldórsson til að snúa aftur til félagsins, án árangurs.
Heimir Guðjónsson gerir Val að Íslandsmeistara í fótbolta í fyrstu tilraun ef marka má spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna í Pepsi Max-deild karla.
Fylkir hefur fengið til sín ungan miðvörð frá Stjörnunni nú þegar Íslandsmótið í fótbolta er í þann mund að hefjast.
Tveir af sérfræðingum Pepsi Max-markanna í sumar, markahrókarnir Atli Viðar Björnsson og Tómas Ingi Tómasson, eru sammála því að Stjarnan hafi ekki þá burði til þess að verða Íslandsmeistari í sumar.
Í síðasta hluta spár Vísis fyrir Pepsi Max-deild kvenna er farið yfir liðin þrjú sem munu berjast um Íslandsmeistaratitilinn.
Valskonan Hlín Eiríksdóttir og Fylkiskonan Marija Radojicic gerði meira af því en allir leikmenn deildarinnar að skora mörk með skalla og langskotum.
Bologna hefur keypt framherjann unga og efnilega, Ara Sigurpálsson, frá HK. Hann leikur þó með Kópavogsliðinu í sumar.
Nýtt lag Pepsi Max deildanna var kynnt í dag og það er hægt að hlusta á það á Vísi.
Karlalið Vals og kvennalið Breiðabliks endurheimta Íslandsmeistaratitlana rætist spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Pepsi Max deildunum.
Skagamaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson á margfalda Íslandsmeistara fyrir foreldra og hann fæddist líka um eftirminnilega Íslandsmeistarahelgi á Akranesi.
Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur Pepsi Max-markanna og fyrrum markahrókur, segir að Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, þurfi að standa sig í sumar ef hann ætlar að eiga kost á að spila með Íslandi í umspilsleikjunum um sæti á EM 2021.
Höskuldur Gunnlaugsson er nýr fyrirliði Breiðabliks sem ætlar sér stóra hluti. Hann segir að Blikar séu búnir að ná tökum á nýjum leikstíl. Höskuldur kemur úr sterkum árgangi í Breiðabliki sem lítið var talað um. Hann hefur nóg fyrir stafni utan fótboltans.
Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið einn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar undanfarin ár en hann hefur lengst af spilað á vinstri kantinum hjá Stjörnunni.
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Breiðabliki 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar.
Tómas Ingi Tómasson, einn sparkspekingur Pepsi Max-markanna, segir að koma Arons Bjarnasonar í lið Vals muni ekki skipta sköpum í sumar en þetta sagði hann í fjórða og síðasta miðvikudags-upphitunarþætti Pepsi Max-markanna í gær.
Atli Viðar Björnsson, sparkspekingur Pepsi Max-markanna, segir ákvörðun Víkinga sorglega en þeir ákváðu að fresta leik sínum við Fjölni um einn dag þegar fjórir dagar voru í leikinn.
Hinn 18 ára gamli varnarmaður Arnór Gauti Jónsson er genginn í raðir Fylkis nú þegar tímabilið í Pepsi Max-deild karla í fótbolta er að hefjast.
Kristján Gauti Emilsson, fyrrverandi leikmaður unglingaliðs Liverpool, gæti verið að taka fram fótboltaskóna eftir að hafa ekki spilað fótbolta í fjögur ár.
Leikur Víkings R. og Fjölnis í 1. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta hefur verið færður til um einn dag og þar með gætu 1.000 fullorðnir mætt á leikinn í stað 400.
Stúkunni á Origo vellinum á Hlíðarenda verður skipt niður í fjögur hólf og hvert þeirra verður með sér inngang á stórleik Vals og KR á laugardagskvöldið.
Vísir er að spá fyrir um lokastöðuna í Pepsi Max deild kvenna og nú er komið að tveimur liðunum sem ættu að koma örugglega mjög bjartsýn og vongóð til leiks í sumar.
Pétur Pétursson afrekaði það í fyrrasumar sem aðeins einum öðrum þjálfara hefur tekist í sögu íslenskrar knattspyrnu.