Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Arion banki hefur verið dæmdur til að greiða tveimur fyrrverandi starfsmönnum sínum samtals tíu milljónir króna í vangoldin laun vegna ólögmætrar riftunar ráðningarsamnings eftir að starfsmennirnir luku störfum hjá Verði, dótturfélagi bankans, og hófu eigin rekstur. Innlent 20.1.2026 19:46
Spyr hvaðan á peningurinn eigi að koma til að greiða hærri auðlindaskatta Í annað sinn á skömmum tíma er verðmat á Kaldvík lækkað talsvert, meðal annars vegna ytri áfalla og mun minni framleiðslu í ár en áður var búist við, enda þótt félagið sé enn sagt vera undirverðlagt á markaði. Í nýrri greiningu segir að miðað við rekstrarafkomuna sé erfitt að sjá hvaðan peningurinn eigi að koma til að standa undir boðaðri hækkun á auðlindaskatti. Innherjamolar 20.1.2026 16:42
Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Loðnuvertíðin er hafin en fyrsta loðnan veiddist í dag út af Austfjörðum og er stefnt að því að henni verði landað á Norðfirði á morgun. Þá héldu fimm skip á miðin í dag til loðnumælinga á vegum Hafrannsóknastofnunar en niðurstöðurnar ráða miklu um það hversu stór loðnukvótinn verður. Innlent 19.1.2026 22:20
Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent 16.1.2026 14:17
Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Erla Björg Gunnarsdóttir hefur sagt upp störfum sem ritstjóri fréttastofu Sýnar en hún hefur gegnt stöðunni í hálft fimmta ár. Formleg starfslok hafa ekki farið fram en Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri mun taka við stjórnartaumunum á fréttastofunni frá og með deginum í dag. Innlent 16. janúar 2026 10:07
Búast við enn betri rekstrarafkomu og hækka verðmatið á Amaroq Amaroq fer inn í nýtt ár í sterkri stöðu eftir að hafa náð markmiðum sínum um gullframleiðslu og birt borniðurstöður í Nanoq-verkefninu sem voru umfram væntingar, að sögn erlendra greinenda, og útlit er fyrir að afkoma félagsins verði betri en áður var spáð. Af þeim sökum hefur verðmat á félaginu verið hækkað um fjórðung. Innherjamolar 15. janúar 2026 11:55
Sögulega hátt gullverð ýtir upp verðmati á Amaroq um nærri þrjátíu prósent Á meðan gullverð helst sögulega hátt og framleiðslan er að aukast þá ætti sjóðstreymið hjá Amaroq, að sögn greinenda bresks fjárfestingabanka, að batna mjög hratt á næstunni en þeir hafa hækkað verulega verðmat sitt á félaginu og ráðleggja fjárfestum að bæta við sig hlutum. Innherji 14. janúar 2026 16:22
Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Tilnefningarnefnd Íslandsbanka hefur tilnefnt sjö í stjórn bankans, sem kjörin verður á hluthafafundi þann 19. janúar. Fimm þeirra eru þegar í stjórn bankans en lagt er til að Heiðar Guðjónsson, sem er stærsti einkafjárfestirinn í bankanum, og Margrét Pétursdóttir komi ný inn. Þá leggur tilnefningarnefndin jafnframt til að Heiðar verði kjörinn formaður stjórnar. Heiðar fór fyrir hópi fjárfesta sem kröfðust þess að hluthafafundur yrði haldinn og ný stjórn kjörin. Viðskipti innlent 14. janúar 2026 13:44
Styrkás stefnir að skráningu um vorið 2027 og er núna metið á 30 milljarða Stjórn Styrkás, leiðandi þjónustufyrirtæki á fyrirtækjamarkaði með árlega veltu upp á liðlega sjötíu milljarða, hefur tekið ákvörðun um að hefja formlega undirbúning að skráningu félagsins í Kauphöllina og er markmiðið að hún fari fram á öðrum fjórðungi næsta árs. Innherjamolar 14. janúar 2026 13:35
Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Stjórn Styrkáss hf. hefur samþykkt að hefja undirbúning skráningar félagsins í Nasdaq OMX kauphöllina á Íslandi með það að markmiði að félagið verði skráð á öðrum ársfjórðungi 2027. Umsjónaraðilar með skráningu félagsins í kauphöll verða ráðnir fyrir lok þessa ársfjórðungs. Viðskipti innlent 14. janúar 2026 13:03
Óvissan „alltumlykjandi“ og verðbólgan gæti teygt sig í fimm prósent Útlit er fyrir mun verri niðurstöðu í verðbólgumælingunni á fyrsta mánuði ársins en áður var spáð, einkum vegna „hrærigrautar“ í boði hins opinbera, og að árstakturinn muni hækka í fimm prósent, að mati hagfræðinga Arion banka. Gangi það eftir er afar ósennilegt að vextir Seðlabankans lækki í næsta mánuði, nema þá mögulega ef tölur af vinnumarkaði gefa til kynna „snöggkólnun“ í hagkerfinu. Innherji 14. janúar 2026 11:56
Hækka verðmatið á Brim sem er samt talsvert undir markaðsgengi Mikill viðsnúningur í afkomu Brims á þriðja ársfjórðungi í fyrra, einkum vegna frábærrar makrílvertíðar og hækkunar á verði sjávarafurða, hefur leitt til þess að sumir greinendur hafa hækkað verðmat sitt á sjávarútvegsfélaginu enda þótt það sé enn nokkuð undir núverandi markaðsgengi. Innherjamolar 12. janúar 2026 16:30
Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innviðaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Samgöngustofu um að vísa frá kvörtun fjögurra farþega sem ýmist var vísað úr eða yfirgáfu flugvél Play í Danmörku haustið 2024. Farþegarnir kröfðust þess að brottvísunin yrði metin ólögmæt og að þeim yrðu dæmdar skaða- og miskabætur. Neytendur 12. janúar 2026 12:41
„Óttast“ að næsti gluggi fyrir vaxtalækkun verði ekki fyrr en í maí Verðbólguálagið á skuldabréfamarkaði hefur hækkað skarpt undanfarnar vikur eftir röð neikvæðra verðbólgutíðinda, sem virðist að mestu „heimasmíðað af hinu opinbera“, og búið er að slá verulega á væntingar um vaxtalækkun á næsta fundi peningastefnunefndar. Sérfræðingur á skuldabréfamarkaði segist „óttast“ að næsti gluggi fyrir lækkun vaxta verði ekki fyrr en í vor. Innherji 9. janúar 2026 17:44
Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Eldur Ólafsson, forstjóri námafyrirtækisins Amaroq á Grænlandi, segir stjórnvöld í Bandaríkjunum íhuga fjárfestingu í starfsemi félagsins. Í fyrstu viðskiptum í morgun hækkaði gengi félagsins um 10,7 prósent. Á mörkuðum erlendis hækkaði gengið um 19 prósent í gær. Viðskipti innlent 9. janúar 2026 10:10
Vísaði frá máli flugmanna gegn Icelandair vegna starfslokagreiðslna Máli sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna höfðaði gegn Icelandair þar sem deilt var um rétt flugmanna til sérstakra starfslokagreiðslna við sextugt hefur verið vísað frá en vegna málsins hafði stéttarfélagið gert hlé á kjaraviðræðum við flugfélagið síðasta haust. Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að starfslokaákvæðið, sem flugmenn byggðu kröfur sínar á, teldist ekki hluti af gildandi kjarasamningi og félli ágreiningurinn því utan valdsviðs dómsins. Innherji 8. janúar 2026 15:52
Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Eldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Amaroq, er áberandi í stórum erlendum fjölmiðlum í dag, en hann hefur meðal annars verið á skjánum í sjónvarpsviðtölum hjá Bloomberg og CNBC. Hann segir að umræðan um Grænland hafi haft jákvæð áhrif á fyrirtækið en segja má að ákveðin stigmögnun hafi orðið í umræðunni um vilja Trump-stjórnarinnar um að eignast Grænland í vikunni. Amaroq er stærsta námufyrirtækið með starfsemi á Grænlandi þar sem það grefur bæði eftir gulli og öðrum fágætum málmum, sem stundum eru kallaðir þjóðaröryggismálmar. Viðskipti innlent 8. janúar 2026 14:27
Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Þorsteinn Svanur Jónsson tekur við starfi forstjóra hugbúnaðarfyrirtækisins Klappa, sem hann tók þátt í að stofna, á föstudag. Fráfarandi forstjóri, faðir Þorsteins, er sagður vinna áfram að vexti og þróun félagsins. Viðskipti innlent 7. janúar 2026 08:52
Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Forstöðumaður hjá Icelandair segir flugfélagið hafa greitt fjóra milljarða í kolefnisgjald fyrir árið 2025. Hún óttast að undanþága Íslands frá reglugerð Evrópusambandsins falli úr gildi í árslok og verði gjöldin þar af leiðandi mun hærri. Staðsetning Íslands skekkir samkeppnisstöðu íslenskra flugfélaga. Viðskipti innlent 6. janúar 2026 23:22
Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Róbert Wessman kveðst spenntur og brattur yfir framtíð Alvotech en hann lætur senn af starfi forstjóra félagsins. Hann verður áfram stjórnarformaður félagsins í fullu starfi og segist munu slappa af síðar. Hann hafi samþykkt að taka stöðu forstjóra að sér árið 2023 með því skilyrði að ráðstöfunin yrði tímabundin. Viðskipti innlent 6. janúar 2026 17:03
Hampiðjan ætti að styrkja stöðu sína í fiskeldi með frekari yfirtökum Hampiðjan ætti að horfa til þess að styrkja enn stöðu sína í fiskeldi og á heimasvæðinu í Norður-Atlantshafi með frekari yfirtökum, að mati hlutabréfagreinenda sem telja að félagið sé verulega undirverðlagt á markaði, og þar væri meðal annars veiðarfæraframleiðandinn Egersund tilvalið skotmark. Þá eru stjórnendur hvattir til að skoða tvískráningu Hampiðjunnar í Noregi í því skyni að laða erlenda fjárfesta að félaginu og bæta verðmyndun. Innherji 6. janúar 2026 15:22
Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Í lok fyrsta ársfjórðungs ársins mun Róbert Wessman láta af störfum sem forstjóri Alvotech. Hann mun þó starfa áfram sem stjórnarformaður félagsins í fullu starfi. Viðskipti innlent 6. janúar 2026 12:23
Icelandair setur nokkur met Icelandair hefur aldrei flutt fleiri farþega en á síðasta ári en í heildina var fjöldinn um 5,1 milljónu og er það átta prósentum meira en árið 2024. Þá var desember stærsti desembermánuðurinn í sögu Icelandair en þá flutti flugfélagið 344 þúsund farþega. Viðskipti innlent 6. janúar 2026 09:05
Fjárfestar halda áfram að færa sig yfir í skuldabréfasjóði Talsvert var um innlausnir fjárfesta úr bæði hlutabréfasjóðum og blönduðum sjóðum í nóvember á sama tíma og hreint innflæði í skuldabréfasjóði jókst um milljarða. Innherjamolar 5. janúar 2026 17:09
Raunhagnaður félaga í Úrvalsvísitölunni jókst í fyrra og verðlagning þeirra lækkaði Mismunurinn á CAPE-hlutföllum OMXI15 og S&P 500 er talsverður, sérstaklega í ljósi þess að nafnávöxtunarkrafa bandarískra ríkisskuldabréfa til lengri tíma er um 3,8% samkvæmt Bloomberg en um 6,6% hér á landi. Umræðan 5. janúar 2026 10:03