Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Skýra þarf betur hvernig til­boðs­bók fyrir stærri fjár­festa styður við verð­myndun

Sú ákvörðun um að bæta við sérstakri tilboðsbók C í fyrirhuguðu hlutafjárútboði á eftirstandandi hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka, ætluð stórum innlendum og erlendum fagfjárfestum, þarf að skýra betur með tilliti til framkvæmdar og tilgangs, að mati Kauphallarinnar, meðal annars hvernig hún að eigi að hjálpa til við verðmyndun í útboðinu. Stjórnvöld telja að fyrsti mögulegi gluggi til að halda áfram með söluferlið verði fyrri hluta maímánaðar.

Innherji

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Arf­taki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing

Boeing-verksmiðjurnar hættu smíði 757-þotunnar árið 2004, þeirrar flugvélartegundar sem byggði upp Icelandair. Boeing hefur til þessa ekki getað boðið flugfélögum upp á annan valkost sem getur algerlega komið í staðinn fyrir 757-vélina.

Innlent
Fréttamynd

„Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir lagið Blindsker alltaf koma sér í ákveðinn gír. Enda búinn að syngja með laginu frá því að hann var unglingur. Bogi átti mjög svo stuttan feril sem hljómsveitargaur og viðurkennir að hann væri alveg til í að vera betri söngvari.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Fram­legð Alvotech aukist hratt sam­hliða því að tekjurnar fari í um 200 milljarða

Mikill vöxtur í sölutekjum þýddi að heildarvelta Alvotech á síðasta ársfjórðungi 2024 var nokkuð umfram spár greinenda, enda þótt rekstrarafkoman hafi verið lakari, en á sama tíma hefur félagið fært lítillega niður tekjuspá sína fyrir yfirstandandi ár þar sem verðlækkanir á hliðstæðum við Stelara hafa áhrif. Útlit er hins vegar fyrir að EBITDA-framlegðin aukist talsvert og þá hefur Alvotech gefið út nýja afkomuáætlun til meðallangs tíma sem gerir ráð fyrir að tekjurnar liðlega þrefaldist á næstu árum ásamt því rekstrarhagnaðurinn muni nema yfir 600 milljónum dala.

Innherji
Fréttamynd

LIVE selt um þriðjunginn af öllum bréfum sínum í Eik á fá­einum vikum

Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem var þangað til fyrir skemmstu einn allra stærsti hluthafinn í Eik, hefur að undanförnu haldið áfram að selja hratt niður stöðu sína í fasteignafélaginu og á innan við tveimur mánuðum er sjóðurinn búinn að losa um þriðjunginn af eignarhlut sínum. Fjárfestingafélag í eigu eins umsvifamesta verktaka landsins heldur hins vegar á sama tíma áfram að stækka stöðuna í Eik en nýr forstjóri tekur við fyrirtækinu eftir aðalfund í næsta mánuði.

Innherji
Fréttamynd

Vogunar­sjóðurinn Al­gildi selur allar hluta­bréfastöður og hættir starf­semi

Eftir afar krefjandi aðstæður á innlendum hlutabréfamarkaði nánast samfellt undanfarin þrjú ár hefur vogunarsjóðurinn Algildi, sem fjárfestir einkum í hlutabréfum, losað um allar skráðar verðbréfastöður sínar og tilkynnt sjóðsfélögum að hann sé hættur starfsemi. Algildi var um tíma á meðal umsvifameiri vogunarsjóða á markaði en hefur minnkað mikið að stærð á allra síðustu árum samtímis umtalsverði gengislækkun.

Innherji
Fréttamynd

Arion lækkar vexti

Arion Banki hefur tilkynnt um breytingar á inn- og útlánsvöxtum bankans í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans á miðvikudaginn. Breytingarnar taka gildi fimmtudaginn 27. mars næstkomandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða

Reitir fasteignafélag hefur fest kaup á félaginu L1100 ehf., sem á tæplega 3.900 fermetra hótel við Hlíðarsmára 5-7 í Kópavogi. Heildarvirði eru 1.990 milljónir króna, og eru kaupin að fullu fjármögnuð með handfæru fé og lánsfé.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gildi einn stærsti hlut­hafinn í Ocu­lis með um fimm milljarða stöðu

Lífeyrissjóðurinn Gildi var í byrjun ársins í hópi allra stærstu hluthafa Oculis, með eignarhlut sem er núna verðmetinn á um fimm milljarða, en eftir að framtakssjóðurinn Brunnur afhenti nýlega alla hlutafjáreign sína til sjóðsfélaga er enginn íslenskur fjárfestir með yfir fimm prósenta hlut í augnlyfjaþróunarfyrirtækinu. Hlutabréfaverð Oculis hefur lækkað um liðlega fjórðung á undanförnum vikum en erlendir greinendur telja félagið verulega undirverðlagt og hækkuðu sumir verðmat sitt eftir ársuppgjör.

Innherji
Fréttamynd

Hersir til Símans

Hersir Aron Ólafsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, og Steindór Emil Sigurðsson hafa verið ráðnir til Símans. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Símanum

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkis­stjórn

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir Flokk fólksins ekki hafa breytt afstöðu sinni til sölunnar á Íslandsbanka, þó svo að fjármálaráðherra hafi í vikunni mælt fyrir frumvarpi þess efnis í vikunni. Það sem hafi hins vegar breyst sé að flokkurinn sé kominn í ríkisstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Al­vot­ech kaupir þróunar­starf­semi Xbra­ne og stefnir að skráningu í Sví­þjóð

Alvotech hefur haslað sér völl innan sænska líftæknigeirans, sem er einn sá stærsti á heimsvísu, með kaupum á allri þróunarstarfsemi Xbrane Biopharma ásamt fyrirhugaðri hliðstæðu félagsins fyrir nærri fjóra milljarða. Þá segist Alvotech, sem er fyrir skráð á markað á Íslandi og í Bandaríkjunum, ætla að skoða þann möguleika að skrá félagið í kauphöllina í Stokkhólmi innan fárra ára.

Innherji