Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Íslensk verðbréf, ACRO verðbréf og Fossar fjárfestingabanki gerðust brotleg við lög í tengslum við söluferlið á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka árið 2022 og hafa fallist á að greiða sektir vegna þessa. Viðskipti innlent 5.9.2025 19:09
Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Sýn segir að niðurstaða úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála um að stytta verulega gildistíma bráðabirgðaákvörðunar Fjarskiptastofu í máli félagsins og Símans mikilvægan áfanga í málinu. Fallist var á kröfu félagsins að hluta og leggur Sýn áherslu á að pakkarnir sem Sýn býður upp á annars vegar og Síminn hins vegar séu langt frá því að vera sambærilegir. Viðskipti innlent 5.9.2025 14:37
Síminn má dreifa efni Sýnar Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur gert Sýn skylt að veita áskrifendum Símans aðgang að öllu sínu línulega efni, þar á meðal Enska boltanum. Taka þarf endanlega ákvörðun í málinu fyrir 1. desember. Viðskipti innlent 5.9.2025 12:39
Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent 4.9.2025 09:38
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna spáir því að rekstur flugfélagsins Play hér á landi sé feigur. Fjárfestar hafi verið lokkaðir að stofnun félagsins, meðal annars á þeim forsendum að til stæði að stunda félagslegt undirboð. Viðskipti innlent 2. september 2025 11:45
Miðað við arðsemi eru íslenskir bankar „á tilboði“ í samanburði við þá norrænu Verðlagning á íslenskum bönkum, einkum Arion, er nokkuð lág ef litið er til arðsemi þeirra í samanburði við norræna banka og má segja að þeir séu á „tilboði í Kauphöllinni,“ samkvæmt nýrri hlutabréfagreiningu. Gangi boðaður samruni Arion og Kviku eftir gæti hann skilað sér í um sjö milljarða samlegð og þá um leið verulegri hækkun til viðbótar á verðmati Arion banka. Innherji 2. september 2025 11:07
Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Hjördís Gulla Gylfadóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion banka. Viðskipti innlent 2. september 2025 09:57
Hækka verulega verðmatið á JBTM eftir að skýrari mynd fékkst á rekstrarumhverfið Útlitið í rekstri JBT Marel er betra en áður var óttast sem hefur leitt til talsverðar hækkunar á verðmati félagsins núna þegar skýrari mynd er komin á umhverfið eftir „tollaþeytivindu“ bandarískra stjórnvalda, samkvæmt nýrri greiningu. Innherjamolar 1. september 2025 16:00
Telur „afar líklegt“ að Síldarvinnslan muni ná að standa við afkomuspá sína Tekjur og afkoma Síldarvinnslunnar á öðrum fjórðungi var talsvert yfir væntingum en útistandandi spá félagsins um 78 til 84 milljóna dala rekstrarhagnað helst óbreytt. Greinandi telur „afar líklegt“ að Síldarvinnslan nái því markmiði, og jafnvel gott betur. Innherjamolar 1. september 2025 12:49
Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Hugrún Halldórsdóttir útvarpskona er hætt störfum hjá Bylgjunni þar sem hún hefur verið í hópi umsjónarmanna þáttarins Reykjavík síðdegis. Lífið 1. september 2025 11:11
Kaldbakur hagnast um 2,6 milljarða en segir „krefjandi aðstæður“ framundan Félagið Kaldbakur, sem heldur utan um fjárfestingareignir sem áður voru í eigu Samherja, skilaði um 2,3 milljarða króna hagnaði í fyrra, talsvert minna en árið áður. Forstjóri Kaldbaks segir „krefjandi aðstæður“ framundan hjá fyrirtækjum sem þjónusta sjávarútveginn og þess sjáist nú þegar merki í samdrætti í pöntunum þeirra. Innherji 1. september 2025 10:48
Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Eimskip hefur ráðið Erlu Maríu Árnadóttur sem mannauðsstjóra félagsins. Hún mun leiða mannauðsdeild Eimskips og samræma og þróa stefnu félagsins í mannauðsmálum á alþjóðavísu. Samhliða ráðningu Erlu tekur Vilhjálmur Kári Haraldsson, sem gegnt hefur stöðu mannauðsstjóra hjá félaginu undanfarin ár, við sem mannauðsstjóri á skrifstofu Eimskips í Rotterdam í Hollandi. Viðskipti innlent 1. september 2025 10:08
Verðlagning félaga í Úrvalsvísitölunni ekki verið lægri frá 2017 Þetta er í fyrsta sinn frá desember 2017 sem CAPE hefur farið niður fyrir 20 og stendur nú undir sögulegu meðaltali vísitölunnar. Umræðan 1. september 2025 09:38
Veikar hagvaxtartölur afhjúpa áhættuna við Ódysseifska leiðsögn Seðlabankans Tæplega tveggja prósenta samdráttur í landsframleiðslu á öðrum fjórðungi, sem er óravegu frá spá Seðlabankans, endurspeglar að áhrifa tollastríðs bandarískra yfirvalda er farið að gæta í tölunum og sennilegt að útflutningsgreinarnar muni áfram glíma við mótbyr. Aðalhagfræðingur Kviku segir tölurnar „afhjúpa“ áhættuna við skilyrta leiðsögn Seðlabankans hvað þurfi að gerast svo vextir verði lækkaðir frekar en telur sjálfur að auknar líkur séu núna á að vaxtalækkunarferlið fari af stað á nýjan leik snemma næsta árs. Innherji 31. ágúst 2025 12:24
Tuttugu manns sagt upp hjá Play Tuttugu starfsmönnum flugfélagsins Play hefur verið sagt upp. Uppsagnirnar taka til starfsmanna þvert á fyrirtækið. Viðskipti innlent 31. ágúst 2025 11:45
Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Ísfélagið í Vestmannaeyjum tapaði milljarði króna á fyrri helmingi ársins, helst vegna veikingar Bandaríkjadals, uppgjörsmynt félagsins. Forstjórinn segir ástæðu til þess að hafa áhyggjur af viðhorfi valdhafanna til sjávarútvegs. Greinilegt sé að þeir kæri sig kollótta um verri samkeppnisstöðu greinarinnar. Viðskipti innlent 29. ágúst 2025 16:57
Tólf sagt upp á Siglufirði Öllum tólf starfsmönnum SR-Vélarverkstæðis á Siglufirði var sagt upp störfum í gær. Viðskipti innlent 29. ágúst 2025 14:59
Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólga hjaðnaði þvert á spár viðskiptabanka. Hagfræðingur segir þetta ánægjuleg tíðindi en telur að stýrivextir verði samt sem áður ekki lækkaðir frekar á árinu. Viðskipti innlent 28. ágúst 2025 11:31
Hækka verðmatið á ISB sem hefur mikið svigrúm til að lækka eiginfjárhlutfallið Afkoma Íslandsbanka á öðrum fjórðungi var umfram væntingar og hafa sumir greinendur því núna uppfært verðmat sitt á bankanum, jafnframt því að ráðleggja fjárfestum að halda í bréfin. Bankinn hefur yfir að ráða miklu umfram eigin fé, sem hann er núna meðal annars að skila til hluthafa með endurkaupum, og ljóst að stjórnendur geta lækkað eiginfjárhlutfallið verulega á ýmsa vegu. Innherjamolar 28. ágúst 2025 11:31
Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Mál lögreglu um þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ telst upplýst. Karlmaður á fimmtugsaldri hefur játað sök en fleiri eru með réttarstöðu sakborninga en enginn situr í gæsluvarðhaldi. Hraðbankinn fannst lasakaður en enn voru milljónirnar 22 þar inni. Innlent 27. ágúst 2025 19:00
Hraðbankaþjófur játar sök Karlmaður á fimmtugsaldri, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í tengslum við þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ í síðustu viku, hefur játað sök og hefur hann verið úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu til 24. september að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 27. ágúst 2025 16:06
Fjármagn streymdi í blandaða fjárfestingasjóði í síðasta mánuði Á meðan áhugaleysi fjárfesta á því að beina fjármagni sínu í hlutabréfasjóði hélt áfram um mitt sumarið þá varð snarpur viðsnúningur í innflæði í blandaða sjóði. Innherjamolar 27. ágúst 2025 16:06
Festi á siglingu en lækkun á gengi krónunnar „gæti hægt á ferðinni“ Gott uppgjör hjá Festi á öðrum fjórðungi, þar sem félagið naut meðal annars góðs af sterku gengi krónunnar og lægra olíuverði, hefur leitt til þess að virðismat á smásölurisanum hefur verið hækkað nokkuð, samkvæmt nýrri greiningu. Innherjamolar 27. ágúst 2025 15:28
Afkoman undir væntingum en stjórnendur „nokkuð ánægðir“ vegna mikillar óvissu Tekjur og rekstrarhagnaður Eimskips voru nokkuð undir væntingum á öðrum fjórðungi en stjórnendur félagsins segjast samt vera ánægðir með afkomuna með hliðsjón af óvissu og sviptingum á alþjóðamörkuðum. Innherjamolar 27. ágúst 2025 14:55
Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Hraðbankinn sem hvarf úr verslunarkjarna í Mosfellsbæ á dögunum fannst við hitaveitutanka á Hólmsheiði síðdegis í gær samkvæmt heimildum fréttastofu. Peningarnir voru enn í honum; alls tuttugu og tvær milljónir króna. Innlent 26. ágúst 2025 19:03