Reynsluakstur í fyrra en nú er Matthías með lyklavöldin hjá KR Matthías Orri Sigurðarson stýrði sóknarleik KR framúrskarandi vel í 91-84 sigrinum gegn ÍR í Dominos-deildinni í körfubolta á sunnudag. Sérfræðingarnir í Dominos Körfuboltakvöldi hrósuðu honum í hástert í þætti gærkvöldsins. Körfubolti 3. mars 2021 13:01
„Ég veit alveg hvaða umbi þetta er og hann hefur mikið af vafasömum leikmönnum“ Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur Domino´s Körfuboltakvölds, þekkir til umboðsmannsins sem er að gera Tindastólsmönnum lífið leitt með því að reyna að selja stjörnuleikmanninn þeirra til annars liðs á miðju tímabili. Körfubolti 3. mars 2021 11:30
Stærsta höllin rúmar 372 áhorfendur – Aðeins níutíu leyfðir í Njarðvík Áhorfendur fóru í síðustu viku að sjást aftur á kappleikjum í íþróttahúsum landsins eftir að hafa verið bannaðir frá því í október. Þó er mismunandi hve margir mega vera í hverju húsi. Sport 3. mars 2021 09:01
Lakers enn eitt liðið sem brennir sig á sjóðheitu liði Phoenix Suns Besti leikmaður Phoenix Suns var rekinn út úr húsi en það dugði ekki Los Angeles Lakers til að stoppa heitasta lið NBA-deildarinnar. Körfubolti 3. mars 2021 07:32
Tryggvi Snær og félagar áfram á sigurbraut í Meistaradeildinni Casademont Zaragoza vann góðan tólf stiga sigur á Sassari frá Ítalíu er liðin mættust í Meistaradeild Evrópu í körfubolta í kvöld. Lokatölur á Ítalíu í kvöld 83-95 en þetta var fyrsti leikur liðanna í milliriðli keppninnar. Körfubolti 2. mars 2021 22:00
Valencia tapaði í Tyrklandi | Litlar líkur á að liðið komist í útsláttarkeppnina Martin Hermannsson og félagar í Valencia töpuðu með 16 stiga mun gegn Anadolu Efes Istanbul í EuroLeague í kvöld, lokatölur 99-83. Körfubolti 2. mars 2021 19:21
NBA dagsins: NBA hefur aldrei séð svona „tandurhreinan“ þrennuleik áður James Harden náði sinni sjöundu þrennu í búningi Brooklyn Nets í nótt þegar Brooklyn Nets vann 124-113 sigur á San Antonio Spurs í framlengdum leik. Það var þó eitt mjög sögulegt við þessa þrennu. Körfubolti 2. mars 2021 15:01
„Héldu að við værum bara litlar stelpur með engan sjálfstæðan vilja“ „Ég hélt fyrst að hann væri bara algjör fáviti. Ég horfði á hann og bara; Hvað er hann að gera? Svo fékk ég að kynnast honum og stelpunum og fannst þetta geggjað. Ef hann hefði aldrei byrjað að þjálfa okkur þá væri ég ekki í körfubolta.“ Þetta segir Eybjört Torfadóttir liðsmaður körfuboltaliðsins Aþenu í viðtali við Ísland í dag. Lífið 2. mars 2021 10:40
Kosið um það hvort stelpna- og strákalið geti mæst Stelpnalið og strákalið í körfubolta gætu spilað í sama flokki á Íslandsmóti allt fram til 14 ára aldurs yrði tillaga þess efnis samþykkt á ársþingi KKÍ 13. mars. Körfubolti 2. mars 2021 09:00
Harden með þrennu og það vantaði bara pínulítið upp á hjá þeim Doncic og Jokic Brooklyn Nets og Dallas Mavericks eru bæði að komast í gírinn í NBA-deildinni í körfubolta en topplið deildarinnar Utah Jazz fór ekki í góða ferð suður til Louisiana. Körfubolti 2. mars 2021 07:31
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Tindastóll 98-93 | Breiddin skilaði Stjörnumönnum sigri í stórleiknum Stjarnan sigraði Tindastól, 98-93, í stórleik 11. umferðar Domino‘s deildar karla í Ásgarði í kvöld. Körfubolti 1. mars 2021 22:40
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Valur 97-85 | Valsmenn höfðu ekki erindi sem erfiði í Grindavík Grindvíkingar unnu góðan sigur á liði Vals í Domino´s deild karla í körfuknattleik í kvöld. Heimamenn leiddu allan leikinn og unnu að lokum 97-85 sigur. Körfubolti 1. mars 2021 22:15
„Við værum í stór hættu hér með nötrandi jörð, bullandi eldgosahættu“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var óánægður með heimsóknina á Reykjanesskaga í kvöld eftir tuttugu stiga tap gegn Keflavík. Körfubolti 1. mars 2021 22:00
Kristófer: Enginn að spila vörn og enginn á sömu blaðsíðu Kristófer Acox var ekki ánægður með leik Vals sem tapaði gegn Grindavík í Domino´s deildinni í kvöld. Körfubolti 1. mars 2021 21:29
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Höttur 93-73 | Toppliðið afgreiddi nýliðana Keflvíkingar fengu rúmar tvær vikur til að hugsa um tapið á móti Val og mættu grimmir til leiks á heimavelli á móti nýliðum Hattar. Körfubolti 1. mars 2021 20:52
„Klukkan gengur hérna í tvær mínútur og við vitum ekki hvernig staðan er“ Einar Árni Jóhannsson var, eins og gefur að skilja, virkilega svekktur eftir tap gegn Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial Höllinni í kvöld. Lokatölur 91-89, en heimamenn höfðu leitt með 10-15 stigum nánast allan leikinn. Körfubolti 1. mars 2021 20:42
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Njarðvík 91-89 | Naumur sigur Þórs Þór Þorlákshöfn vann í kvöld nauman sigur gegn Njarðvík í Icelandic Glacial Höllinni, lokatölur 91-89. Heimamenn leiddu með 10-15 stigum nánast allan leikinn, en gestirnir hleyptu spennu í leikinn á lokakaflanum. Á endanum lönduðu Þórsarar þó naumum sigri og tilla sér upp að hlið Keflavíkur á toppi deildarinnar, allavega tímabundið. Körfubolti 1. mars 2021 19:59
Stjörnumenn hafa ekki tapað tveimur leikjum í röð í sextán mánuði Stjarnan tekur í kvöld á móti Tindastól í Domino´s deild karla í körfubolta en Garðbæingar hafa fengið að hugsa um tapleik sinn á móti KR í átján daga. Körfubolti 1. mars 2021 17:01
Landsliðskona í Fjölni Körfuboltakonan Sigrún Björg Ólafsdóttir gengur í raðir Fjölnis þegar hún lýkur keppni með Chattanooga Mocs í bandaríska háskólaboltanum. Körfubolti 1. mars 2021 16:30
NBA dagsins: Magnaðir endasprettir hjá liðum Bucks og Hornets Milwaukee Bucks og Charlotte Hornets buðu bæði upp á geggjaðan endasprett í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og sýndu að margt getur breyst á lokamínútum leikjanna. Körfubolti 1. mars 2021 15:01
Gengur mjög illa að vinna gömlu þjálfarana sína Þórsarar úr Þorlákshöfn hafa verið að gera frábæra hluti í Domino´s deild karla í körfubolta í vetur og eru í öðru sæti deildarinnar þegar keppni hefst á ný eftir landsleikjahlé. Körfubolti 1. mars 2021 14:01
Var á undan Steph Curry í þúsund þrista Stephen Curry hefur verið duglegur að safna að sér NBA-metum tengdum þriggja stiga körfum en hann missti eitt slíkt met aftur í nótt. Körfubolti 1. mars 2021 12:01
Þjálfari brá fæti fyrir ungan leikmann ÍR Szymon Eugieniusz Nabakowski, yngri flokka þjálfari hjá Skallagrími í Borgarnesi, segist munu læra af mistökum sínum þegar hann brá fæti fyrir leikmann ÍR í síðustu viku. Gestirnir í Breiðholti voru með mikla yfirburði gegn Borgnesingum og lét þjálfarinn skapið hlaupa með sig í gönur. Sport 1. mars 2021 11:21
Jeremy Lin segist hafa verið kallaður kórónuvírus í miðjum leik Íslandsvinurinn Jeremy Lin henti fram sprengju í færslu á samfélagsmiðlum um helgina og þjálfari Golden State Warriors vill frekari rannsókn á málinu. Körfubolti 1. mars 2021 10:00
Það besta við leikinn var hvað hann þurfti að spila LeBron James lítið Los Angeles Lakers er aðeins að rétta úr kútnum eftir slæman kafla og átti ekki í miklum vandræðum með Golden State Warriors í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 1. mars 2021 07:31
Darri Freyr: Undir Þóri komið hvar hann spilar næst Dominos deildin hófst á nýjan leik í kvöld og stóð leikur kvöldsins undir öllum væntingum. KR vann leikinn að lokum með sjö stigum 84-91. Körfubolti 28. febrúar 2021 22:40
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 84-91 | KR-ingar sóttu sigur í Seljaskóla KR vann góðan útisigur á ÍR í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 28. febrúar 2021 21:49
Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Keflavík 67-71 | Keflavík rétt náði að halda sigurgöngunni á lofti Sigurganga Keflavíkur í Domino's deild kvenna hélt áfram í dag þegar þær mörðu sigur á heimakonum í Skallagrími í Borgarnesi, 67-71. Körfubolti 28. febrúar 2021 18:40
Haukur hafði betur gegn Martin - Tryggvi í sigurliði Þrír Íslendingar komu við sögu í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Körfubolti 28. febrúar 2021 18:09
Keflavík kláraði Skallagrím í fjórða leikhluta Keflavík heimsótti Skallagrím í Dominos deild kvenna í körfubolta í dag og úr varð hörkuleikur þar sem gestirnir höfðu að lokum betur eftir góða frammistöðu í síðasta leikhlutanum. Körfubolti 28. febrúar 2021 17:53