Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

„Jafnvel við stjórnmálamenn getum verið skapandi“

Í seinasta mánuði kom út glæpasagan Reykjavík en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skrifaði bókina Ragnari Jónassyni rithöfundi. Bókin hefur hlotið verðskuldaða athygli enda ekki á hverjum degi sem stjórnmálamaður sendir frá skáldsögu á meðan setið er í embætti.

Menning
Fréttamynd

Syngur íslenskt lag í erlendri Netflix seríu

Söngkonan, lagahöfundurinn og píanóleikarinn Anna Gréta flytur íslenska lagið „Hafið syngur“ í japönsku sjónvarpsseríunni First Love sem var frumsýnd á streymisveitunni Netflix í nóvember. Blaðamaður heyrði í henni og fékk að heyra nánar frá verkefninu.

Tónlist
Fréttamynd

Einar Kárason segist núll og nix í augum Rannís-fólks

Einar Kárason rithöfundur fékk við síðustu úthlutun listamannalauna, fyrir árið 2023, sex mánuði eða hálft ár. Einar telur það skítt fyrir mann sem hefur gert ritstörf að ævistarfi sínu. Og hann liggur ekki á þeirri skoðun sinni heldur lætur þá sem standa að úthlutuninni heyra það.

Menning
Fréttamynd

„Alltaf svo gaman að sjá hvað fólki finnst eiga við mann“

Leikarinn Villi Neto hefur verið áberandi í íslensku grínsenunni síðustu ár og sló eftirminnilega í gegn í áramótaskaupinu. Á þessu ári gekk hann svo til liðs við Borgarleikhúsið og hefur farið með hlutverk í sýningunum Emil í Kattholti og Bara smástund. Villi Neto er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Gefur út bók sem hann skrifaði tíu ára gamall

Fyrrverandi upplýsingafulltrúi Strætó gefur nú út bók sem hann skrifaði fyrir tuttugu og fjórum árum - þegar hann var tíu ára. Sagan lá í rykföllnum pappakassa allt þar til nú og er fyrsta bók höfundarins.

Menning
Fréttamynd

Börnin sem slógu í gegn í jóla­myndum: Hvar eru þau nú?

Í dag er fjórði í aðventu og eiga því eflaust einhverjir eftir að setja jólamynd í tækið. Jólin eru oft nefnd hátíð barnanna og eru það oft börn sem fara með lykilhlutverk í jólamyndunum. Vísir tók saman lista yfir tíu barnastjörnur sem birtast okkur á skjánum hver einustu jól.

Jól
Fréttamynd

Smíðuðu plexi kassa sem flaug óvart á vörubíl

Ljósmyndarinn, leikstjórinn og listakonan Anna Maggý hefur leikstýrt ýmsum myndböndum í gegnum tíðina og má þar nefna tónlistarmyndband fyrir tónlistarkonuna Eydísi Evensen við lagið Brotin. Anna Maggý er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst en þar deildi hún meðal annars vægast sagt eftirminnilegri reynslusögu.

Menning
Fréttamynd

Vinir Daníels gleymdu aldeilis ekki fimm ára gömlu loforði

Það er óhætt að segja að Daníel Óskar Jóhannesson hafi staðið við stóru orðin sem hann lét falla í góðra vina hópi árið 2017. Þá sagðist hann ætla að mæta blár í bíó þegar framhaldsmynd af Avatar kæmi út. Myndin var frumsýnd í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

DJ Sóley og Birna bankastjóri fögnuðu Fröken Reykjavík

Nýjasti veitingastaðurinn í fjölbreyttri flóru Reykjavíkur opnaði í gærkvöldi en það er staðurinn Fröken Reykjavík sem staðsettur er í hjarta miðborgarinnar við Lækjargötu 12. Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór mætti og tók að sjálfsögðu lagið Fröken Reykjavík.

Lífið
Fréttamynd

Þessi fá listamannalaunin 2023

Tilkynningar hafa verið sendar út til þeirra listamanna sem sóttu um starfslaun fyrir árið 2023 og hafa beðið milli vonar og ótta. Nú liggur fyrir hverjir fá listamannalaun og hverjir ekki.

Menning
Fréttamynd

Fjölbreyttur hópur íslenskra tónlistarkvenna í uppáhaldi

Tónlistarárið 2022 var viðburðaríkt og fjölbreytt og eflaust voru ótal margir sem nutu þess til hins ítrasta að geta upplifað tónleika í margmenni á ný. Lífið á Vísi tók púlsinn á nokkrum þekktum einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á tónlist og báðum við þá að segja hvað stóð upp úr hjá þeim í tónlistinni í ár.

Tónlist
Fréttamynd

Skandar og einhyrningaþjófurinn heillar unga lesendur

Ný ævintýrhetja hefur litið dagsins ljós! Sjaldan hefur sést bók sem hefur fengið hefur annan eins meðbyr og Skandar – sem bóksalar veittu í gærkvöldi verðlaun og völdu eina af þremur bestu þýddu barnabókunum í ár! Bókin var einnig valin barnabók ársins 2022 hjá bresku bókakeðjunni Waterstones.

Lífið samstarf