Þúsundir lítra af kjötsúpu á Hvolsvelli Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring, ásamt gestum munu torga í sig einhverjum þúsundum lítra af kjötsúpu um helgina á sérstakri kjötsúpuhátíð. Bændur undir Eyjafjöllum tóku reyndar forskot á sæluna í gærkvöldi og buðu upp á gómsæta súpu. Lífið 28. ágúst 2024 20:06
Að skilja eða skilja ekki erlenda gesti? Sumir myndu kannski segja sem svo: „Það fer í taugarnar á mér þegar fólk alhæfir um menningu þjóða. Það er ekki hægt að alhæfa svona um margar milljónir manna sem eiga það eitt sameiginlegt að lifa á sama stað. Það er fordómafullt.” Ef þetta er skoðun þín þá má velta því fyrir sér hvort að hún feli ekki einmitt í sér alhæfingu! Skoðun 28. ágúst 2024 17:30
Styttur af Bakkabræðrum afhjúpaðar á Dalvík Styttur af Bakkabræðrunum þeim Gísla, Eiríki og Helga voru afhjúpaðar í morgun á göngustíg ofan Dalvíkur af nemendum Dalvíkurskóla. Ástæðan er sú að bræðurnir voru frá bænum Bakka í Svarfaðardal en skemmtilegu sögurnar af þeim bræðrum þekkja flestir. Innlent 28. ágúst 2024 17:06
Fjörutíu blaðamönnum boðið en enginn mætti Emmsjé Gauti hyggst snúa aftur heim í Breiðholt með árlega jólatónleika sína Julevenner. Tónleikarnir munu fara fram í glænýju ÍR heimili í ár og flytjast því frá Háskólabíó þar sem þeir hafa farið fram undanfarin ár. Tónlistarmaðurinn hélt blaðamannafund af þessu tilefni þar sem mæting var dræmari en hann átti von á. Tónlist 28. ágúst 2024 15:12
Bjöllutromma og krikketkylfa: Erjurnar sem bundu enda á Oasis Líklega eru frægustu erjur veraldar nú að baki, erjurnar á milli Oasis bræðranna Liam og Noel Gallagher sem hafa nú ákveðið að snúa aftur á sviðið fimmtán árum eftir að bræðurnir héldu hvor í sína áttina. Fáar erjur eru eins skrautlegar þar sem bjöllutrommur, krikketkylfur og óhófleg áfengisdrykkja koma við sögu. Lífið 28. ágúst 2024 11:12
Stormaði út með látum en gafst svo upp á skrifstofustarfinu Tónlistarmaðurinn Atli Sigþórsson, betur þekktur sem Kött Grá Pje, var orðinn þreyttur á hversdagsleika skrifstofustarfsins var í tilefni af því nýverið að senda frá sér sína fyrstu plötu sem nefnist Dulræn atferlismeðferð. Tónlist 28. ágúst 2024 07:01
Myndaveisla: Rauður dregill og troðfullt hús á Ljósbroti Það var líf og fjör í Egilshöllinni í gærkvöldi þegar kvikmyndin Ljósbrot var frumsýnd. Rauður dregill tók á móti gestum, margt var um manninn og fólk úr menningarlífi landsins lét sig ekki vanta. Bíó og sjónvarp 27. ágúst 2024 17:03
Einlægt augnablik GDRN og Flóna Mikil stemning var á Menningarnæturtónleikum Bylgjunnar sem fóru fram í Hljómskálagarðinum liðna helgi. Úrval tónlistarfólks steig á stokk og virtust gestir skemmta sér vel þrátt fyrir að kalt væri í veðri. Lífið 27. ágúst 2024 15:01
Dásamar Charlie XCX þrátt fyrir orðróminn Tónlistarkonan og nýkrýnda popp prinsessan Charlie XCX hefur sjaldan verið vinsælli og platan hennar Brat var að mati margra stærsta popp plata sumarsins. Hún er því á margra vörum og hafa meðal annars komið upp slúðursagnir að eitt lag af plötunni sé um Taylor Swift. Tónlist 27. ágúst 2024 13:32
Snerting hlaut eftirsótt verðlaun Leikstjórinn Baltasar Kormákur hefur hlotið hin eftirsóttu Roger Ebert Golden Thumb verðlaun fyrir kvikmyndina Snertingu. Bíó og sjónvarp 27. ágúst 2024 12:40
Slíðra sverðin og boða endurkomu sveitarinnar Liam og Noel Gallagher hafa boðað endurkomu sveitarinnar Oasis. Bræðurnir, sem hafa lengi eldað grátt silfur, virðast hafa slíðrað sverðin og tilkynntu opinberlega að þeir muni koma saman og halda fjórtán tónleika í Bretlandi og Írlandi næsta sumar. Tónlist 27. ágúst 2024 07:53
Snorri valinn á lista 20 undir 30 hjá tímaritinu IQ Plötusnúðurinn og tónleikahaldarinn Snorri Ástráðsson hefur verið að gera góða hluti í tónleikaheiminum að undanförnu. Tónlistartímaritið IQ Magazine valdi hann á 20 undir 30 lista yfir þá sem þykja skara fram úr. Blaðamaður ræddi við Snorra um spennandi vegferð hans. Tónlist 27. ágúst 2024 07:00
Ríflega þúsund manns skemmtu sér í bílakjallara Það var gríðarlegt fjör í bílakjallara Grósku á Menningarnótt á viðburðinum Rvk X. Samanlagt mættu um 1100 gestir. Tíska og hönnun 26. ágúst 2024 20:02
Valin á lista efstu tuttugu hjá Norðurlöndunum Í síðastliðinni viku birtu útflutningsskrifstofur Norðurlandanna lista yfir þau 20 undir þrítugu sem skara fram úr í tónlistariðnaðinum. Gabríel Ólafsson og Klaudia Gawryluk hljóta þessa viðurkenningu frá Íslandi í ár. Tónlist 26. ágúst 2024 16:51
Helgi Björns með splunkunýtt tónlistarmyndband Tónlistarmaðurinn sívinsæli Helgi Björnsson var að senda frá sér lagið Í faðmi fjallanna ásamt tónlistarmyndbandi sem má sjá hér í pistlinum. Lagið er úr nýju íslensku kvikmyndinni Ljósvíkingar en Helgi fer einmitt með hlutverk í henni. Tónlist 26. ágúst 2024 14:46
Chappell Roan biður um frið: „Konur skulda ykkur ekki skít“ Tónlistarkonan og rísandi stjarnan Chappell Roan hefur átt viðburðaríkt sumar og er í dag ein vinsælasta tónlistarkona í heimi með smelli á borð við Good luck babe og Hot to go. Velgengnin og frægðin sem henni fylgir er þó ekki alltaf tekin út með sældinni. Tónlist 26. ágúst 2024 14:02
Þriggja daga ævintýralegt brúðkaup á Amalfi Breski leikarinn Ed Westwick og leikkonan Amy Jackson giftu sig við glæsilega athöfn á ítölsku eyjunni Amalfi um helgina. Brúðkaupið stóð yfir í þrjá daga og var ævintýri líkast. Lífið 26. ágúst 2024 13:01
Aron Can með stóra tónleika erlendis Rapparinn Aron Can kemur fram í Pumpehuset í Kaupmannahöfn í október. Tónleikarnir voru tilkynntir af alþjóðlega tónleikafyrirtækinu All Things Live sem hefur sett upp tónleika með heimsfrægu tónlistarfólki. Tónlist 26. ágúst 2024 10:25
Alien Romulus: Ungmenna Alien Þrátt fyrir misjafnar viðtökur áhorfenda á síðustu tveimur Alien-myndum eru þau hjá 20th Century (Fox) hvergi að baki dottin og hafa nú sent frá sér nýja mynd í Alien-bálknum, Alien: Romulus. Endurnýjunin er töluverð; nýr leikstjóri, leikarar og höfundar. Gagnrýni 25. ágúst 2024 10:43
Birgitta, Bjartmar, Patrik og fleiri fóru á kostum Menningarnæturtónleikar Bylgjunnar fóru fram í Hljómskálagarðinum í gær. Tónleikarnir voru í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi en horfa má á klippur af tónleikunum hér fyrir neðan. Lífið 25. ágúst 2024 09:03
Harmonikkan er alls staðar að slá í gegn Vinsældir harmonikkunnar, sem hljóðfæris eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um ungt fólk, sem lærir á harmonikku og þá hefur eldri kynslóðin ekki síður gaman af hljóðfærinu. Fréttamaður hitti nokkra flotta hljóðfæraleikara, sem stofnuðu nýlega hljómsveit þar sem harmonikkan er í aðalhlutverki. Lífið 24. ágúst 2024 20:07
„Vonum að þetta sé ekki síðasti sumardagurinn“ Dagskrá Menningarnætur var sett af stað með pompi og prakt í hádeginu þar sem Einar Þorsteinsson borgarstjóri opnaði hátíðina formlega. Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg segir dagskránna í dag vera þá veglegustu og hvetur fólk til að vera ekkert að bíða eftir kvöldinu og drífa sig niður í miðbæ. Innlent 24. ágúst 2024 12:18
Þarf ekkert að þvælast fyrir sjálfri sér „Ég er að ögra mér á margan hátt til að taka breytingum, því ég finn að það er eitthvað tímabil í mínu lífi núna sem er að klárast, það er búið,“ segir myndlistarmaðurinn Anna Rún Tryggvadóttir sem er með þrjár stórar sýningar í gangi um þessar mundir og sýnir verk sín bæði hérlendis og erlendis. Blaðamaður ræddi við Önnu Rún um listina og lífið. Menning 24. ágúst 2024 07:02
Hafþór ekki lengur vinsælasti Íslendingurinn á Instagram Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hefur tekið fram úr aflraunamanninum Hafþóri Júlíusi Björnssyni sem vinsælasti Íslendingurinn á samfélagsmiðlinum Instagram. Laufey er nú með rétt rúmlega 4,4 milljónir fylgjenda en Hafþór er með 4,3 milljónir. Lífið 23. ágúst 2024 14:02
Myndaveisla: Suðræn stemning og hlátrasköll Íslenska gamanþáttaröðin Flamingo bar var frumsýnd í Bíó Paradís í gærkvöldi. Húsfyllir var á frumsýningunni og góð stemning meðal gesta sem voru hvattir til að mæta í sumarlegum klæðnaði. Lífið 23. ágúst 2024 12:34
Jökull leikur sjálfan sig í Glæstum vonum: „Þetta er kannski meira í gríni gert“ Jökull Júlíusson söngvari hljómsveitarinnar Kaleo segir það hafi verið skemmtilegt ævintýri að leika sjálfan sig í sápuóperunni Glæstum vonum. Hann fékk boð um hlutverkið í þáttunum eftir að hafa komið fram í veislu hjá Andrea Bocelli. Lífið 22. ágúst 2024 13:17
Haustinu fagnað með tónleikum á Kaffi Flóru Önnur tónleikaröð Kaffi Flóru í Laugardalnum í tilefni haustsins hefst í dag þegar Hipsumhaps stígur á svið. Eigandi kaffihússins segir Kaffi Flóru bjóða upp á einstaka stemningu þar sem blóm umlykja tónleikagesti á meðan tónleikum stendur. Tónlist 22. ágúst 2024 07:02
Kaleo sló í gegn hjá Jimmy Kimmel Stórhljómsveitin Kaleo steig á svið í spjallþætti Jimmy Kimmel í gærkvöldi. Sveitin flutti þar lag sitt Rock N Roller, sem kom út fyrr á þessu ári. Lífið 21. ágúst 2024 14:54
Segir fitubúninginn hafa bjargað Breski stórleikarinn Ian McKellen segir að fitubúningur, sem hann klæddist til að leika Shakespeare-persónuna Falstaff, hafi bjargað honum þegar hann datt af leiksviði í Lundúnum í júní. Áverkarnir hefðu verið mun verri hefði hann ekki klæðst búningnum. Lífið 21. ágúst 2024 07:36
Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Leikkonan Ásthildur Úa Sigurðardóttir bætist í hóp glæsilegra einhleypra kvenna. Nýverið slitnaði upp úr sambandi Ásthildar og iðnmeistarans Þóris Hlyns Ríkharðssonar. Saman eiga þau eina dóttur. Lífið 20. ágúst 2024 16:42