Instagram vikunnar – Birnir, Bríet, Kaleo O.fl… Instagram vikunnar er nýr liður á Albumm sem birtist alla mánudagsmorgna þar sem við skoðum hvað er að frétta! Albumm 30. maí 2022 20:31
„Listsköpun er mjög eðlileg tilfinningaleg losun hjá mér, alveg eins og að kúka“ Listakonan Sitian Quan(全是钱/全思甜) opnaði á dögunum sýninguna Playground í Café Pysju í Hverafold. Sitian er fædd árið 1995 í Kína og útskrifaðist með Bakkalárgráðu 2017 í kínversku tilrauna-teiknimynda prógrammi. Blaðamaður hafði samband við hana og fékk að heyra nánar frá hennar innblæstri. Menning 30. maí 2022 20:02
Stærsta frumsýningarhelgi á ferli Tom Cruise Top Gun var ekki aðeins vinsæl í bíóhúsum hér á landi um helgina heldur um allan heim. Í Bandaríkjunum var miðasalan yfir 134 milljónir dollara en myndin var sýnd í 4.732 kvikmyndahúsum í Norður-Ameríku. Bíó og sjónvarp 30. maí 2022 17:31
Vísur Vatnsenda-Rósu í Flamenco kjól Ný útgáfa af Vísum Vatnsenda-Rósu er að vekja athygli. Reynir Hauksson, íslenskur Flamenco gítarleikari búsettur í Madríd, tók upp myndband við lagið þekkta ásamt einum af fremstu Flamenco-gítarleikurum heims. Tónlist 30. maí 2022 14:31
Kastaði tertu í Monu Lisu Lögregla í Frakklandi handtók í gær karlmann sem hafði kastað tertu sem hafnaði á glerinu sem ver Monu Lisu, málverk Leonardo da Vinci, sem hangir uppi á vegg á listasafninu Louvre í París. Erlent 30. maí 2022 13:57
Top Gun Maverick: Geggjaður í loftinu, vonlaus á jörðu niðri Top Gun: Maverick er framhald Top Gun frá árinu 1986. Nokkrum skilnuðum og ansi mörgum hrukkum síðar er Tom Cruise hér mættur aftur í hlutverki orrustuflugmannsins óstýrláta Pete „Maverick“ Mitchell. Gagnrýni 30. maí 2022 07:24
Drengjakór Reykjavíkur með 30 ára afmælistónleika Það stendur mikið til hjá Drengjakór Reykjavíkur því kórinn er að fara að halda upp á 30 ára afmæli sitt með tónleikum. Tónleikarnir áttu reyndar að vera fyrir tveimur árum en út af Covid hefur ekki verið hægt að halda þá fyrr en nú. Sextán drengir á aldrinum átta til fimmtán ára syngja með kórnum í dag. Innlent 29. maí 2022 21:02
„Skapar magnaðan neista í fólki sem verður til þess að því finnst það hafa virkilegan tilgang í lífinu“ Sjónvarpsþátturinn Ég sé þig fjallar um skapandi tónlistarmiðlun þar sem fylgst er með Sigrúnu Sævarsdóttur-Griffiths, sem nýtir tónlist til að hjálpa fólki til virkni í samfélaginu. Anna Hildur Hildibrandsdóttir er leikstjóri en blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá þessu verkefni. Bíó og sjónvarp 29. maí 2022 12:00
Gullpálminn fyrir ádeilu með löngu æluatriði Kvikmyndin „Þríhyrningur depurðarinnar“ eftir sænska leikstjórann Ruben Östlund hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gærkvöldi. Henni er lýst sem meinhæðinni samfélagsádeilu með langdregnu æluatriði. Bíó og sjónvarp 29. maí 2022 11:24
„Ég er ekkert að grínast, það er algjör alvara í þessu“ Listamaðurinn og lífskúnstnerinn Snorri Ásmundsson er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Þar ræðir hann um lífið, listsköpunina, húmorinn, alvarleika lífsins og mikilvægi þess að fólk stimpli hann ekki sem einhvern grínista. Menning 29. maí 2022 10:36
George Shapiro látinn George Shapiro, umboðsmaður, framleiðandi og annar stofnanda umboðsskrifstofunnar Shapiro/West & Associates, er látinn 91 árs að aldri. Lífið 29. maí 2022 09:19
„Það er eins og það hafi geimfar lent þarna“ Þegar Ragnar Axelsson flýgur yfir Íslandi og sólin er lágt á lofti og skuggarnir teygja úr sér, þá líður honum stundum eins og geimfara. Menning 29. maí 2022 07:00
Stolna styttan komin aftur á sinn stað eftir mikið ferðalag Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur var sett aftur á sinn stall við hátíðlega athöfn á Laugarbrekku í Snæfellsbæ í dag. Styttunni var stolið í vor en listakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir komu henni fyrir í eldflaug á skotpalli fyrir utan Nýlistasafnið í Reykjavík og sögðu verkið vera rasískt. Innlent 28. maí 2022 20:59
Harry Styles nær toppnum og stefnir á tónleikaferðalag Harry Styles situr á toppi íslenska listans þessa vikuna með nýjasta lagið sitt As It Was. Lagið hefur verið á stöðugri siglingu upp á við undanfarnar vikur og hefur náð gríðarlegum vinsældum víða um heiminn. Tónlist 28. maí 2022 16:01
Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn Ívar Örn Hansen er að fara af stað með matreiðsluþættina Helvítis kokkurinn hér á Vísi og á Stöð 2+ þar sem hann eldar bragðgóðan mat á mannamáli og sleppir öllu kjaftæðinu. Sjálfur er hann mikill matarunnandi sem elskar að gleðja aðra með góðum mat. Matur 28. maí 2022 12:31
Þurfa ekki að taka ábyrgð á skuld við Slayer - í bili Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknaði aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice af kröfu umboðsfyrirtækis bandarísku þungarokkssveitarinnar Slayer um greiðslu á þóknun. Innlent 28. maí 2022 11:13
Sjoppulegur hversdagsleiki með litríkri upphafningu og húmor Listamaðurinn Prins Póló opnar einkasýninguna Hvernig ertu? Í Borgarbókasafninu og menningarhúsinu Gerðubergi í dag. Sýningin er opin frá klukkan 14:00-17:00 og stendur til 28. ágúst næstkomandi. Menning 28. maí 2022 09:31
Elli Egilsson gerði sérpöntun fyrir The Weeknd: „Hangir uppi í 70 milljón dollara glæsihýsinu hans“ Listamaðurinn Elli Egilsson opnar myndlistarsýninguna NEVADA í Gallerí Þulu í dag klukkan 14:00. Listaverk Ella sýna landslagið eins og það verður til í hans hugarheimi, raunverulegt en ímyndun í bland, og er náttúran honum hugleikin. Blaðamaður tók púlsinn á Ella og fékk nánari innsýn í hans listræna hugarheim. Menning 28. maí 2022 07:00
Framleiðendur segja tímasetningu ákæra óheppilega Framleiðendur kvikmyndar sem Kevin Spacey leikur í segja tímasetningu fjögurra ákæra, sem gefnar voru út á hendur leikaranum í gær, vera óheppilega. Erlent 27. maí 2022 23:26
Alvöru rave fyrir fullorðna – „Við bjuggum til þessa senu“ Snemma á tíunda áratugnum var RAVE menningin að hasla sér völl í “öndergrándinu” hér á landi. Agnar Agnarsson eða Agzilla eins og hann er oft kallaður opnaði streetwear og plötubúðina Undirgöngin sem var einskonar miðpunktur senunnar á þessum tíma. Albumm 27. maí 2022 18:00
Írafár fær tvöfalda platínuplötu Fyrsta plata hljómsveitarinnar Írafár hlaut viðurkenningu fyrir sölu á yfir 20.000 eintök. Platan „Allt sem ég sé“ kom út árið 2002 og hafa lögin á henni notið gríðarlegra vinsælda í gegnum tíðina. Lífið 27. maí 2022 17:31
Lady Zadude krýnd dragdrottning Íslands Dragdrottningin Lady Zadude, eða öðru nafni Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, söng sig inn í hug og hjörtu áhorfenda og dómara í Tjarnarbíó í gær og hlaut titilinn dragdrottning Íslands. Lífið 27. maí 2022 16:31
Mamma mia! ABBA heldur tónleika í fyrsta skipti í fjörutíu ár ABBA stimplar sig inn í framtíðina og heldur sína fyrstu tónleika í rúmlega fjörutíu ár með aðstoð tækninnar í formi sýndarveruleikatónleika. Meðlimir hljómsveitarinnar þau Agnetha, Anni-Frid, Benny og Björn komu öll saman opinberlega við frumsýningu tónleikanna. Lífið 27. maí 2022 15:31
Næsta þáttaröð True Detective tekin á Íslandi með Jodie Foster í aðalhlutverki Bandaríska stórleikkonan og leikstjórinn Jodie Foster mun snúa aftur á sjónvarpsskjáinn í fjórðu þáttaröðinni af HBO-seríunni True Detective. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að taka þættina upp á Íslandi næsta vetur en þeir gerast í Alaska í Bandaríkjunum. Viðskipti innlent 27. maí 2022 15:00
Styttan aftur á stall við hátíðlega athöfn á morgun Styttan af Guðríði Þorbjarnardóttur verður sett aftur á sinn stall við hátíðlega athöfn á morgun. Henni var stolið í vor og komið fyrir í öðru listaverki. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ segir gjörninginn hafa vakið meiri áhuga á sögu Guðríðar. Innlent 27. maí 2022 13:35
„Bless“ Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres hefur nú kvatt þáttinn sinn í síðasta skipti eftir nítján þáttaraðir. Hún bauð Jennifer Aniston velkomna sem síðasta gest þáttarins en hún var einnig fyrsti gesturinn þegar þættirnir hófu göngu sína árið 2003. Lífið 27. maí 2022 13:31
Hundraðasta sýningin á Kardemommubænum um helgina Laugardaginn 28. maí stíga leikarar í Þjóðleikhúsinu á svið í hundraðasta sinn í hlutverkum sínum í Kardemommubænum. Nú eru tæp tvö ár frá frumsýningu og á þeim tíma hafa ríflega 40.000 gestir komið að sjá sýninguna. En allt tekur enda og nú er komið að leiðarlokum að sinni. Þetta var sjötta uppsetning Þjóðleikhússins á Kardemommubænum, en sýningar Torbjörns Egners hafa notið ótrúlegra vinsælda frá árinu 1960 þegar Kardemommubærinn var settur upp í fyrsta sinn. Samstarf 27. maí 2022 12:17
Frumsýning á tónlistarmyndbandi Reykjavíkurdætra Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á nýju tónlistarmyndbandi frá hljómsveitinni Reykjavíkurdætrum. Tónlist 27. maí 2022 12:00
„Þá opnaði ég bara orðabók undir M og leitaði að einhverju sniðugu“ Tónlistarmaðurinn Magnús Thorlacius hefur gert garðinn frægann undir listamannanafninu Myrkvi og einnig með hljómsveitinni Vio en nú er komið nýtt lag frá honum sem heitir Villt fræ. Lífið 27. maí 2022 10:31
Trommari Yes er fallinn frá Breski tónlistarmaðurinn Alan White, sem var trommari í rokksveitinni Yes, er látinn, 72 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu í Bandaríkjunum í gær eftir glímu við veikindi. Lífið 27. maí 2022 10:12