Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Vísur Vatnsenda-Rósu í Flamenco kjól

Ný útgáfa af Vísum Vatnsenda-Rósu er að vekja athygli. Reynir Hauksson, íslenskur Flamenco gítarleikari búsettur í Madríd, tók upp myndband við lagið þekkta ásamt einum af fremstu Flamenco-gítarleikurum heims. 

Tónlist
Fréttamynd

Kastaði tertu í Monu Lisu

Lögregla í Frakklandi handtók í gær karlmann sem hafði kastað tertu sem hafnaði á glerinu sem ver Monu Lisu, málverk Leonardo da Vinci, sem hangir uppi á vegg á listasafninu Louvre í París.

Erlent
Fréttamynd

Drengjakór Reykjavíkur með 30 ára afmælistónleika

Það stendur mikið til hjá Drengjakór Reykjavíkur því kórinn er að fara að halda upp á 30 ára afmæli sitt með tónleikum. Tónleikarnir áttu reyndar að vera fyrir tveimur árum en út af Covid hefur ekki verið hægt að halda þá fyrr en nú. Sextán drengir á aldrinum átta til fimmtán ára syngja með kórnum í dag.

Innlent
Fréttamynd

George Shapiro látinn

George Shapiro, umboðsmaður, framleiðandi og annar stofnanda umboðsskrifstofunnar Shapiro/West & Associates, er látinn 91 árs að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Stolna styttan komin aftur á sinn stað eftir mikið ferða­lag

Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur var sett aftur á sinn stall við hátíðlega athöfn á Laugarbrekku í Snæfellsbæ í dag. Styttunni var stolið í vor en listakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir komu henni fyrir í eldflaug á skotpalli fyrir utan Nýlistasafnið í Reykjavík og sögðu verkið vera rasískt.

Innlent
Fréttamynd

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn

Ívar Örn Hansen er að fara af stað með matreiðsluþættina Helvítis kokkurinn hér á Vísi og á Stöð 2+ þar sem hann eldar bragðgóðan mat á mannamáli og sleppir öllu kjaftæðinu. Sjálfur er hann mikill matarunnandi sem elskar að gleðja aðra með góðum mat.

Matur
Fréttamynd

Írafár fær tvöfalda platínuplötu

Fyrsta plata hljómsveitarinnar Írafár hlaut viðurkenningu fyrir sölu á yfir 20.000 eintök. Platan „Allt sem ég sé“ kom út árið 2002 og hafa lögin á henni notið gríðarlegra vinsælda í gegnum tíðina.

Lífið
Fréttamynd

Lady Zadude krýnd dragdrottning Íslands

Dragdrottningin Lady Zadude, eða öðru nafni Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, söng sig inn í hug og hjörtu áhorfenda og dómara í Tjarnarbíó í gær og hlaut titilinn dragdrottning Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Mamma mia! ABBA heldur tónleika í fyrsta skipti í fjörutíu ár

ABBA stimplar sig inn í framtíðina og heldur sína fyrstu tónleika í rúmlega fjörutíu ár með aðstoð tækninnar í formi sýnd­ar­veru­leika­tón­leika. Meðlimir hljómsveitarinnar þau Agnetha, Anni-Frid, Benny og Björn komu öll sam­an op­in­ber­lega við frum­sýn­ingu tón­leik­anna.

Lífið
Fréttamynd

Styttan aftur á stall við hátíðlega athöfn á morgun

Styttan af Guðríði Þorbjarnardóttur verður sett aftur á sinn stall við hátíðlega athöfn á morgun. Henni var stolið í vor og komið fyrir í öðru listaverki. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ segir gjörninginn hafa vakið meiri áhuga á sögu Guðríðar.

Innlent
Fréttamynd

„Bless“

Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres hefur nú kvatt þáttinn sinn í síðasta skipti eftir nítján þáttaraðir. Hún bauð Jennifer Aniston velkomna sem síðasta gest þáttarins en hún var einnig fyrsti gesturinn þegar þættirnir hófu göngu sína árið 2003.

Lífið
Fréttamynd

Hundraðasta sýningin á Karde­mommu­bænum um helgina

Laugardaginn 28. maí stíga leikarar í Þjóðleikhúsinu á svið í hundraðasta sinn í hlutverkum sínum í Kardemommubænum. Nú eru tæp tvö ár frá frumsýningu og á þeim tíma hafa ríflega 40.000 gestir komið að sjá sýninguna. En allt tekur enda og nú er komið að leiðarlokum að sinni. Þetta var sjötta uppsetning Þjóðleikhússins á Kardemommubænum, en sýningar Torbjörns Egners hafa notið ótrúlegra vinsælda frá árinu 1960 þegar Kardemommubærinn var settur upp í fyrsta sinn.

Samstarf
Fréttamynd

Trommari Yes er fallinn frá

Breski tónlistarmaðurinn Alan White, sem var trommari í rokksveitinni Yes, er látinn, 72 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu í Bandaríkjunum í gær eftir glímu við veikindi.

Lífið