
Nýtt lag frá Bassi Maraj: „Heil plata á leiðinni sem verður algjör veisla“
Tónlistarmaðurinn og raunveruleikastjarnan Bassi Maraj var að gefa út lagið Kúreki ásamt Daniil og Joey Christ. Lagið er hluti af væntanlegri plötu og segist Bassi elska allt ferlið á bak við tónlistina. Blaðamaður tók púlsinn á Bassa Maraj.