Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

The Vivienne er látin

James Lee Williams, betur þekkt sem The Vivienne, er látin 32 ára að aldri. Williams vann það sér til frægðar að sigra fyrstu seríuna af dragkeppninni RuPaul's Drag Race UK árið 2019.

Erlent
Fréttamynd

Brenton Wood er látinn

Sálarsöngvarinn Brenton Wood er látinn, 83 ára að aldri. Tónlistarmaðurinn, sem hét Alfred Jesse Smith, var þekktastur fyrir smellinn The Oogum Boogum Song sem kom út árið 1967.

Lífið
Fréttamynd

Heimili Walter White til sölu eftir ára­langan á­gang að­dá­enda

Einbýlishús sem gerði garðinn frægan sem heimili efnafræðikennarans og fíkniefnabarónsins Walters White í sjónvarpsþáttunum Breaking Bad er nú komið á sölu. Eigendur hússins hafa um árabil þurft að sætta sig við þá miklu athygli sem húsið vekur meðal aðdáenda þáttanna, og þurft að gera ýmsar öryggisráðstafanir. 

Lífið
Fréttamynd

Árni Grétar Futuregrapher látinn

Árni Grétar Jóhannesson, einnig þekktur sem Futuregrapher, er látinn 41 árs að aldri eftir að bíll hans hafnaði í sjónum í Reykjavíkurhöfn á gamlársdag. Árni var raftónlistamaður og einn stofnenda plötufyrirtækisins Möller Records.

Innlent
Fréttamynd

Una Torfa og Jón Jóns­son frum­fluttu lag í beinni

Una Torfa hélt tónleika í Bæjarbíó í Hafnarfirði ásamt hljómsveit sinni í kvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við Unu fyrir tónleikana og fékk að heyra frumflutning á nýju lagi með leynigesti tónleikanna, Jóni Jónssyni.

Tónlist
Fréttamynd

Ekkert ein­vígi í Söngva­keppninni 2025

Ekkert einvígi verður í Söngvakeppninni 2025 heldur mun stigahæsta lagið í úrslitum bera sigur úr býtum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu þar sem fram kemur að keppnin fari fram þrjár helgar í febrúar.

Lífið
Fréttamynd

Barist um arfinn í Borgó

Köttur á heitu blikkþaki er magnþrungið leikverk eftir Tennessee Williams sem fjallar um fjölskyldu á krossgötum, valdabaráttu, lygar og sannleika. Verkið er einnig umdeilt þar sem það snertir á viðkvæmu efni um samkynhneigð og hefur leiktextanum verið breytt eða hann ritskoðaður í gegnum tíðina. 

Gagnrýni
Fréttamynd

Fár fyrsta ís­lenska stutt­myndin á Dis­n­ey+

Stuttmyndin Fár sem var seld til Disney+ á dögunum og er fyrsta íslenska stuttmyndin sem fer þangað inn. Stuttmyndin hefur síðan hún var frumsýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni, þar sem hún hlaut sérstaka viðurkenningu [e. Special mention] dómnefndar á Gullpálmanum, ferðast á yfir 130 kvikmyndahátíðir.

Lífið
Fréttamynd

John Capodice er látinn

Bandaríski leikarinn John Capodice er látinn 83 ára að aldri. Hann átti farsælan fjögurra áratuga feril sem karakterleikari í Hollywood.

Lífið
Fréttamynd

Ný­dönsk á toppnum 2024

Á hverju ári koma út nýir stórsmellir frá tónlistarfólki víða um heiminn. 2024 einkenndist af mikilli grósku í íslensku tónlistarlífi og endurspeglar árslisti Bylgjunnar það með sönnu. Hér má finna vinsælustu lög ársins hjá útvarpsstöðinni.

Tónlist
Fréttamynd

Herra Hnetu­smjör með stærsta lag ársins

Tónlistarárið 2024 var gjöfult og spennandi, sérstaklega hérlendis. Fjöldinn allur af ólíkum tónlistartegundum naut sín í úvarpi og víðar og íslenskt tónlistarfólk heldur áfram að fá gott pláss á útvarpsstöðinni FM957. Hér má finna stærstu lög ársins hjá stöðinni.

Tónlist
Fréttamynd

RÚV og litla vanda­málið

Ég man þegar að það var eftirvænting eftir því að sjónvarpsefni kæmi út, ég er ekki að segja að þessi eftirvænting sé ekki til staðar lengur en það er langt síðan að jafn lítið hefur verið talað um íslenskt sjónvarp og innlenda þáttagerð, hvað þá sérstaklega leikið efni.

Skoðun
Fréttamynd

Olivia Hussey er látin

Breska leikkonan Olivia Hussey er látin 73 ára að aldri. Hún öðlaðist heimsfrægð eftir að hafa leikið Júlíu í kvikmyndaaðlögun á Rómeu og Júlíu árið 1968.

Erlent
Fréttamynd

Kór­menn fastir um allan fjörð og upp­seldum tón­leikum frestað

Kuldakast sem nú gengur yfir landið mun að öllum líkindum vara langt inn í vikuna. Þrátt fyrir það verður víða hæglætisveður á gamlárskvöld, en aðra sögu var að segja í Skagafirði í gær þar sem fresta þurfti stórtónleikum vegna færðar. Kórmenn sátu fastir um allan fjörð og því reyna menn aftur í kvöld. 

Innlent
Fréttamynd

Sjónvarpskóngur allur

Bandaríski sjónvarpskóngurinn Charles Dolan, stofnandi Home Box Office, sem er betur þekkt undir skammstöfuninni HBO, og Cablevison, er látinn 98 ára að aldri.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Íslandsvinurinn OG Maco látinn

Bandaríski rapparinn OG Maco er látinn 32 ára að aldri. Hann hafði verið í dái á sjúkrahúsi frá 12. desember eftir að hafa veitt sjálfum sér skotáverka á höfði.

Erlent