Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

„Í dag veit ég hver ég er og hvernig ég vil að fólk komi fram við mig“

„Þetta er lag sem ég samdi þegar ég var að fara í gegnum mjög erfiða tíma og ég sleppti alveg tökunum í textasmíðinni. Þetta er í fyrsta skipti síðan ég byrjaði að semja tónlist þar sem ég er algjörlega að opna mig,“ segir hin nítján ára gamla tónlistarkona Guðlaug Sóley, Gugusar, um lagið Vonin sem hún var að senda frá sér. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá.

Tónlist
Fréttamynd

„Ég vona að ég muni deyja í miðju lagi“

Tónlistarkonan Dolly Parton hefur engan áhuga á því að setjast í helgan stein þrátt fyrir að vera orðin sjötíu og sjö ára gömul. Hún gaf nýlega út nýtt lag og von er á nýrri plötu frá henni á næstunni. 

Lífið
Fréttamynd

Vill ekki týna sjálfum sér í bransanum

Enski leikarinn Tom Holland, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Köngulóarmaðurinn, segist ekki vera mikið fyrir kvikmyndagerðarbransann. Hann vill frekar einbeita sér að því sem veitir honum hamingju. 

Lífið
Fréttamynd

Madonna á bata­vegi

Tónlistarkonan Madonna var flutt á gjörgæslu í lok síðasta mánaðar vegna alvarlegrar bakteríusýkingar. Hún er núna á batavegi og er strax byrjuð að endurskipuleggja tónleikaferðalagið sitt.

Lífið
Fréttamynd

Fátækt fólk aldrei notið meiri vinsælda

Æviminningar Tryggva Emilssonar, Fátækt fólk, sem lýsir misrétti sveitarómaga á 20. öld, nýtur enn mikilla vinsælda í bókabúðum. Bókmenntafræðingur segir bókina með þeim sérstæðustu sem skrifaðar hafa verið á íslenskri tungu.

Menning
Fréttamynd

Norah Jones deildi visku sinni með Laufeyju

„Ég hitti guð í dag,“ skrifaði tónlistarkonan Laufey við Instagram færslu hjá sér undir mynd af henni og tónlistargyðjunni Noruh Jones. Þær stöllur höfðu verið að spila á sömu tónlistarhátíð í Belgíu og áttu að sögn Laufeyjar góðar samræður eftir tónleikana.

Tónlist
Fréttamynd

Klæddu sig upp fyrir loka­tón­leika Elton John

Lokatónleikarnir í kveðjutónleikaröð tónlistarmannsins Elton John fóru fram í Stokkhólmi í gær. Tónleikaröðin hófst árið 2018 og er ein sú söluhæsta í sögunni. Íslensk hjón sem mættu á tónleikana í gær segja að þeir hafi verið frábærir. 

Lífið
Fréttamynd

Líður best með moldina á milli tánna

Leikkonan Ásthildur Úa Sigurðardóttir gerði fjórar tilraunir áður en hún komst inn í leiklistarnám. Bekkurinn hennar fór í gegnum húsnæðisbreytingar og me too byltinguna sem hafði mikil áhrif en ekki síður sú upplifun að ganga með sitt fyrsta barn í miðjum heimsfaraldri. Stuttu eftir útskrift hlaut Ásthildur tvær Grímuverðlauna tilnefningar fyrir leik sinn í aðal- og aukahlutverki. Hún segir frægð aldrei neitt markmið enda líði sér best í sveitinni með moldina á milli tánna.

Lífið
Fréttamynd

Erlingur leik­stýrði Juli­an Sands í hans síðustu mynd

Julian Sands var jarðbundinn, hlýr og rausnarlegur á sinn tíma. Þetta segir Erlingur Thoroddsen leikstjóri sem leikstýrði breska leikaranum í hans síðustu mynd sem ber nafnið The Piper. Leikarinn lést í fjallgöngu í Kaliforníu í janúar en lík hans fannst ekki fyrr en í þar síðustu viku.

Lífið
Fréttamynd

„Kol­brún fyrir ári hefði aldrei leyft sér að dreyma um þetta“

„Það var stór stökkpallur að fara úr Músíktilraunum yfir í tónlistarbransann á Íslandi. Ótal dyr sem opnuðust, fullt af möguleikum og skemmtilegum tækifærum,“ segir tónlistarkonan Kolbrún Óskarsdóttir, sem notast við listamannsnafnið KUSK. Hún var að senda frá sér lagið Áttir allt sem var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag.

Tónlist
Fréttamynd

Banna teiknimyndina um Bósa Ljósár

Nýr meirihluti hægri flokkanna á Spáni hefur bannað sýningu myndarinnar um Bósa ljósár í litlum bæ á Norður-Spáni. Í myndinni sjást tvær konur kyssast eitt augnablik.

Erlent
Fréttamynd

The Dial of Destiny: Enginn apabisness hjá öldungi

Eitt sinn sýndi Ríkissjónvarpið sjónvarpsþáttaröð um ævintýri hins unga Indiana Jones. Nú sýna íslensk kvikmyndahús ævintýri hins aldna Indiana Jones. Ber hún titilinn Indiana Jones: The Dial of Destiny og fjallar um leitina að skífu örlaganna.

Gagnrýni
Fréttamynd

Greip ekki í Wemb­an­y­am­a og var ekki sleg­in í gólfið

Tónlistarkonan Britney Spears greip ekki í körfuboltamanninn Victor Wembanyama, heldur potaði í hann til að ná athygli hans. Þá var hún ekki slegin í jörðina af öryggisverði hans, heldur sló hann í hendi hennar en í leiðinni fór hendi hans í andlit hennar eða hún sló sjálfa sig í andlitið.

Lífið
Fréttamynd

„Ég hef alltaf verið mjög góður drengur“

„Fólk misskilur mig alveg klárlega og þó það sé alltaf að gerast sjaldnar og sjaldnar þá gerist það enn. Mér fannst það ógeðslega erfitt, leiðinlegt og pirrandi en það hefur eiginlega engin áhrif á mig í dag. Maður venst því alveg, eins og flestu,“ segir rapparinn Birgir Hákon. Blaðamaður hitti hann í kaffi og ræddi við hann um lífið og tilveruna.

Tónlist
Fréttamynd

Fá sekt vegna dulinna auglýsinga

Fjölmiðlanefnd hefur sektað Sýn hf. vegna dulinna auglýsinga í innslögum í raunveruleikaþáttunum LXS sem sýndir voru á Stöð 2 og Stöð 2+. Dagskrárstjóri Stöðvar 2 segir fyrirtækið ekki hafa fengið greitt fyrir neinar auglýsingar sem sektað er fyrir. Raunveruleikasjónvarp sé þess eðlis að vörumerki birtist í þáttunum án þess að um kostaða auglýsingu sé að ræða.

Viðskipti innlent