NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

NBA: Memphis vann Miami og San Antonio búið að vinna tíu í röð

Miami Heat tapaði fimmta leiknum sínum á tímbilinu í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið heimsótti Memphis Grizzlies. Oklahoma City Thunder vann hinsvegar aftur án Kevin Durant, San Antonio Spurs vann sinn tíunda leik í röð og Utah Jazz kom í sjötta sinn til baka í fjórða leikhluta á tímabilinu.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Oklahoma vann í Boston án Kevin Durant

Oklahoma City Thunder liðið er allt að koma til eftir erfiða byrjun og í nótt vann liðið 89-84 sigur á Boston í Boston í NBA-deildinni í körfubolta. San Antonio Spurs vann sinn níunda leik í röð og er með besta sigurhlutfallið í deildinni ásamt New Orleans Hornets sem hefur líka unnið 10 af fyrstu 11 leikjum sínum. Miami og Lakers unnu líka sína leiki í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Oden meiddur á ný - sorgarsagan endurtekur sig í Portland

Meiðslasaga miðherjans Greg Oden hjá NBA liðinu Portland TrailBlazers ætlar engan endi að taka. Í gær greindu forráðamenn liðsins frá því að Oden yrði ekki meira með á tímabilinu vegna hnémeiðsla en Oden hefur aðeins leikið 82 leiki af 328 mögulegum frá því hann var valinn fyrstur í háskólavalinu sumarið 2007.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Lakers aftur á sigurbraut en New York tapar og tapar

Los Angeles Lakers endaði tveggja leikja taphrinu sína með því að vinna útisigur á Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. New York Knicks tapaði sínum sjötta leik í röð en Chicago Bulls er að sama skapi búið að vinna fjóra síðustu leiki sína.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Lakers tapaði fyrsta heimaleiknum - sjö í röð hjá Spurs

Phoenix Suns skoraði 22 þriggja stiga körfur og varð fyrsta liðið til þess að vinna NBA-meistara Los Angeles Lakers á heimavelli þeirra í Staples Center í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. San Antonio Spurs vann jafnframt sinn sjöunda leik í röð með útisigri í Oklahoma City.

Körfubolti
Fréttamynd

Nelson tryggði Orlando sigur

Jameer Nelson tryggði Orlando Magic sigur gegn New Jersey Nets í NBA deildinni í körfuknattleik. Leikstjórnandinn skoraði 4 sekúndum fyrir leikslok og kom í veg fyrir að Orlando tapaði sínum þriðja leik í röð. Lokatölur 91-90.

Körfubolti
Fréttamynd

Boston með gott tak á Miami

Stjörnulið Miami Heat mátti sætta sig við tap á heimavelli gegn Boston Celtics í nótt. Þetta var annað tap Miami í vetur fyrir Celtics en liðin mættust einnig í fyrstu umferð.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Utah skellti Orlando

Fjöldi leikja fór fram í NBA-deildinni í nótt og þar bar helst til tíðindi að Utah Jazz skellti Orlando og er þar með búið að leggja bæði Flórídaliðin á tveimur dögum.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Sigur hjá Lakers en tap hjá Miami

LA Lakers er enn með fullt hús stiga í NBA-deildinni eftir sigur á Minnesota Timberwolves í nótt. Úlfarnir eru þar með búnir að tapa öllum átta leikjum sínum í vetur en það gerðist síðast leiktíðina 1997-98.

Körfubolti
Fréttamynd

Fjórði sigur Miami í röð

Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami vann sinn fjórða sigur í röð á tímabilinu er liðið vann Minnesota, 129-97.

Körfubolti