Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Jónatan Magnússon: Töpum þessu stigi

    „Ég er drullu svekktur og fúll,“ sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA eftir 25-25 jafntefli á móti Aftureldingu í KA heimilinu í dag. KA var að vinna með tveimur þegar skammt var eftir af leiknum en fór afskaplega illa að ráði sínu á lokametrunum og náði ekki skoti í lokasókninni. 

    Sport
    Fréttamynd

    „Rosalega gaman að fá tvær svona góðar fréttir með stuttu millibili“

    Í stað þess að selja frosna þorskhnakka á Íslandi til að safna fé fyrir félagið sitt getur Darri Aronsson gætt sér á hvítvínslegnum sniglum við bakka Signu í borg ástarinnar, París, sem atvinnumaður í handbolta frá og með næstu leiktíð. Hann er afar spenntur fyrir því að spila í einni albestu deild heims en staðráðinn í að kveðja Hauka með titli og helst titlum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Stríð er það versta sem til er“

    Eins og aðrir Úkraínumenn hefur Igor Kopyshynskyi, handboltamaður í Haukum, miklar áhyggjur af stöðunni þar í landi. Hann hefur hafið söfnun til styrktar börnum í Úkraínu. Ef ekki hefði verið fyrir símtal frá Haukum hefði hann mögulega verið í Úkraínu þegar stríðið þar braust út.

    Handbolti