
Ráðuneytið þurfi að tryggja fullnægjandi kerfi eða fella niður samræmd próf
Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir óásættanlegt að samræmd próf séu ítrekað lögð fyrir í prófakerfi sem sé metið „algjörlega ófullnægjandi“ af skipuleggjendum þeirra. Menntamálaráðuneytið þurfi annað hvort að tryggja fullnægjandi prófakerfi eða fella alfarið niður samræmd próf.