Velferð barnanna í fyrsta sæti Nú styttist verulega í sveitarstjórnarkosningar og þá verða loforð um aukna þjónustu leikskóla ansi hávær. Við heyrum falleg fyrirheit um að öllum börnum, 12 mánaða og eldri, verði sannarlega tryggð leikskóladvöl. Þetta hljómar vissulega vel og það er akkúrat tilgangurinn, þau eiga að laða að. Skoðun 13. apríl 2022 13:00
Hvar er stuðningurinn? Íbúalistinn fór vítt og breitt um dreifbýli Ölfuss laugardaginn 7. apríl, hitti fólk og heimsótti bæði fyrirtæki og stofnanir. Það var aðdáunarvert að verða vitni að þeim krafti og eldmóði sem einkenndi allt fólkið sem við hittum. Það stakk þó mjög í augu ástandið í Garðyrkjuskólanum á Reykjum sem tilheyrir vissulega Sveitarfélaginu Ölfusi. Skoðun 13. apríl 2022 09:00
Góður skóli – góður vinnustaður Framundan eru sveitarstjórnarkosningar þar sem skipað verður í þær sveitir sem munu stjórna málefnum borgar, bæja og sveitarfélaga um land allt næstu fjögur árin. Reynsluboltar munu halda áfram sínum störfum en jafnframt munu nýir aðilar bætast í hópinn, taka við keflinu og móta áherslur til framtíðar. Skoðun 12. apríl 2022 07:00
„Þetta er bara ónýt hugmynd“ Fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafinn Ólafur Grétar Gunnarsson, gestur í hlaðvarpinu Kviknar hjá Andreu Eyland, ræðir skólakerfið og samfélagið sem foreldrar búa við á Íslandi. Kviknar samfélagið gefur sig út fyrir að vera rödd foreldra í barneignarferli. Lífið 11. apríl 2022 15:30
Þriðjungur grunnskóladrengja geti ekki lesið sér til gagns: „Þetta er hrópandi“ Kennarar segja að þriðjungur drengja geti ekki lesið sér til gagns við útskrift úr grunnskóla. Læsi og orðaforði grunnskóla- og leikskólabarna fari ört versnandi. Nauðsynlegt sé að grípa inn í. Innlent 10. apríl 2022 20:36
Sprengisandur: Íslandsbankamálið, kosningabaráttan í Reykjavík og skólamál Það verður ýmislegt rætt í Sprengisandsþætti dagsins en fulltrúar VG, Samfylkingarinnar, Pírata og Sjálfstæðisflokksins munu til að mynda ræða söluna á Íslandsbanka, borgarstjóraefni Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins rökræða um helstu baráttumálin, og lakt gengi drengja í grunn- og framhaldsskóla verður til umræðu. Innlent 10. apríl 2022 09:43
Stúdentar fagna stóru skrefi en segja enn áskoranir til staðar Háskóla-, vísinda- og nýsköpunarráðherra samþykkti nýjar úthlutunarreglur hjá Menntasjóði námsmanna fyrir næsta skólaár um mánaðarmótin en þar er kveðið á um átján prósent hækkun á grunnframfærslu. Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og varaforseti Sambands íslenskra nemenda erlendis fagna breytingunni og segja að um stórt skref sé að ræða þó baráttu stúdenta sé hvergi nærri lokið. Innlent 8. apríl 2022 22:30
Kosið um forystu í Félagi framhaldsskólakennara Í fyrstu viku maímánaðar fara fram kosningar í Félagi framhaldsskólakennara. Tveir eru í framboði til formanns og alls bjóða sig 13 manns fram til setu í stjórn félagsins. Skoðun 8. apríl 2022 14:30
Öflugt skólastarf - fyrir framtíðina Ég er grunnskólakennari og stolt af því. Í ólgusjó síðustu missera hafa kennarar sýnt og sannað hvað í þeim býr. Ég er stolt af því að tilheyra kennarahópnum sem hefur haldið íslensku skólastarfi gangandi í heimsfaraldri. Skoðun 8. apríl 2022 11:01
Vona að allir Hagskælingar geti verið í skólanum næsta vor Stór hluti nemenda við Hagaskóla verður við nám í bráðabirgðahúsnæði í Ármúla fram yfir næstu áramót. Stefnt er á stækkun skólans samhliða endurbótum vegna mygluvandamála. Áætlaður framkvæmdatími er þrjú ár. Innlent 7. apríl 2022 16:22
Lærum af aðlögun náms í heimsfaraldri Mennt er máttur er máltæki sem oft er notað þegar rætt er um menntun. Ýmsir sáttmálar hafa verið samþykktir á undanförnum árum til að tryggja borgurum menntun við hæfi. Skoðun 6. apríl 2022 11:31
Telja skrif Páls hafa svert ímynd skóla sem standi fyrir fjölbreytileika Um þrjátíu kennarar og starfsfólk við Fjölbrautarskólann í Garðabæ lýsa andstöðu við málflutning Páls Vilhjálmssonar, sögukennara við skólann, á bloggsíðu hans. Skólastjóri segir skrif hans valda skólanum tjóni og kennari segir skrifin hafa áhrif á andrúmsloftið á kennarastofunni. Innlent 5. apríl 2022 15:54
Áhyggjur meðal starfsmanna eftir ráðningu Leifs Starfsfólki Stapaskóla í Reykjanesbæ var tilkynnt fyrir helgi að búið væri að ráða Leif Sigfinn Garðarsson sem nýjan deildarstjóra á unglingasviði skólans. Gróa Axelsdóttir, skólastjóri Stapaskóla, segir í samtali við Vísi að ráðningin hafi vakið áhyggjur meðal starfsmanna. Innlent 5. apríl 2022 07:00
Landsréttur klofinn í bótamáli vegna blöðruboltaslyss leikskólakennara Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í máli leikskólakennara sem hlaut alvarlega áverka í september 2016 en ágreiningur var milli aðila málsins um hvort slysið hafi átt sér stað í vinnutíma eða frítíma. Tveir af þremur dómurum við Landsrétt töldu að ekki væri um vinnuslys að ræða en einn skilaði sératkvæði þar sem hann taldi að fallast ætti á kröfu konunnar. Innlent 4. apríl 2022 12:20
Bein útsending: „Er leikur að læra?“ – um tengsl kvíða og lestrarörðugleika í grunnskólum Félag lesblindra á Íslandi stendur fyrir vefstefnu nú í hádeginu sem ber heitið „Er leikur að læra?“ – um tengsl kvíða og lestrarörðugleika í grunnskólum. Innlent 4. apríl 2022 11:57
Tvisvar til þrisvar sinnum fleiri strákar en stelpur horft á klám Tæplega þrír af hverjum tíu nemendum í 8. bekk grunnskóla hafa horft á klám á netinu. Í 10. bekk hefur meirihluti nemenda horft á klám og í framhaldsskóla er hlutfallið sjö af hverjum tíu nemendum. Innlent 4. apríl 2022 07:51
37 ára vísitölumaður í Vesturbænum og með marga bolta á lofti Í dag fáum við innsýn í það í Atvinnulífinu, hvernig lífið gengur fyrir sig hjá mörgu kraftmiklu fjölskyldufólki sem er að gera margt í senn: Byggja upp heimili og fjölskyldu, mennta sig og byggja upp starfsframann. Atvinnulíf 4. apríl 2022 07:00
Emilía Hugrún úr FSu vann Söngkeppni framhaldsskólanna Emilía Hugrún Lárusdóttir, fulltrúi Fjölbrautarskóla Suðurlands, bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna ásamt hljómsveit núverandi og fyrrverandi nemenda skólans. Keppnin fór fram á Húsavík í kvöld. Lífið 4. apríl 2022 00:43
Framhaldsskólaleikarnir: Sjáðu Tækniskólann tryggja sér titilinn annað árið í röð Tækniskólinn tryggði sér sigur á Framhaldsskólaleikum Rafíþróttasamtaka Íslands með sigri gegn FVA í úrslitaviðureigninni síðastliðinn fimmtudag. Rafíþróttir 3. apríl 2022 23:00
COVID stærsta ógn sem börn hafa staðið frammi fyrir Á þriðja ári heimsfaraldurs kórónuveirunnar eru skólar í 23 löndum, með rúmlega 400 milljónir skólabarna, enn ekki starfandi að öllu leyti. Þegar er ljóst að fjölmörg börn snúa ekki aftur til náms. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, segir í nýrri skýrslu um afleiðingar COVID-19 að börn hafi ekki staðið frammi fyrir stærri ógn í heiminum í 75 ára sögu stofnunarinnar. Heimsmarkmiðin 1. apríl 2022 11:50
Nemandi réðst á kennara í Reykjavík Lögregla var kölluð að skóla í Reykjavík fyrr í dag eftir að nemandi réðst á kennara í skólanum og braut rúðu. Lögreglan segir að unnið verði að málinu í samráði við viðkomandi skóla og foreldra nemandans. Innlent 31. mars 2022 23:13
Við eigum öll rétt til náms! Ég sótti þá mögnuðu ráðstefnu Nám er fyrir okkur öll í vikunni. Þegar ég gekk í salinn fór um mig gleði og baráttutilfinning. Þetta var troðfullur salur af fólki sem á það sameiginlegt að hafa verið sett til hliðar í uppbyggingu íslenska menntakerfisins en segir nú: Hingað og ekki lengra! Skoðun 31. mars 2022 12:32
Hólmfríður nýr rektor á Hólum Hólmfríður Sverrisdóttir hefur verið skipuð rektor Háskólans á Hólum frá og með 1. júní 2022. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar, tilkynnti skipun nýs rektors á starfsmannafundi Háskólans á Hólum í dag. Innlent 31. mars 2022 10:27
Svipta Aaron Ísak sigrinum í Söngkeppni framhaldsskólanna Samband íslenskra framhaldsskólanema hefur ákveðið að svipta Aaron Ísak Berry sigurtitli Söngkeppni framhaldsskólanna 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að framkvæmdastjórn SÍF hafi tekið ákvörðunina í kjölfar dóms sem Aaron hlaut á dögunum. Innlent 31. mars 2022 08:09
Fréttamaður spreytti sig á prófinu sem krakkar vilja losna við Krökkum í Hagaskóla finnst hundleiðinlegt í píptesti og vilja leggja prófið niður. Íþróttafræðingur sem flutti þekkingu um prófið til landsins segir prófið góða og gilda leið til að meta þol barna. Hún spyr hvort leggja ætti stærðfræðipróf niður því mörgum líði illa í þeim. Innlent 31. mars 2022 07:00
Frían mat í grunnskóla Kópavogs Viðreisn í Kópvogi vill að börn fái frían mat í grunnskólum. Heitur matur í hádeginu, ávextir og grænmeti er mikilvægt lýðheilsumál og mikilvæg forgangsröðun í þágu velferða. Það kostar hins vegar peninga og hvar ætlum við að fá þá? Skoðun 29. mars 2022 07:31
Þykir flippuð í Noregi en ferköntuð á Íslandi Í spennandi vinnu, með þrjú börn, nýtt húsnæði og aðeins tvö ár síðan fjölskyldan flutti heim að utan. Atvinnulíf 28. mars 2022 07:01
Katrín vill gjaldfrjálsa leikskóla Forsætisráðherra telur að sveitarfélög ættu að fella niður leikskólagjöld og kveðst sjálf munu auka framlög til barna á komandi tímum. Talið er að allt að tíuþúsund börn séu fátæk á Íslandi. Innlent 26. mars 2022 22:34
Íþróttakennarar segja alveg óþarft að banna píptestin Íþróttakennari kveðst hissa á tilmælum Umboðsmanns barna sem vill banna svokölluð „píp-test“ í grunnskóla. Umboðsmaður vill helst banna prófin en íþróttakennarar segja bannið óþarft og telja áhyggjuefni að þeim sé ekki treyst fyrir íþróttakennslu. Innlent 25. mars 2022 18:17
Mátti ekki senda viðkvæmar upplýsingar um barn á aðra foreldra Grunnskóla var óheimilt að miðla viðkvæmum persónuupplýsingum um barn til foreldra tveggja annarra barna í skólanum. Þetta er niðurstaða Persónuverndar en tölvupóstsendingin varðaði eineltismál sem unnið var að hjá skólanum. Innlent 25. mars 2022 14:01