Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Í fullum rétti til að setja stórt spurninga­merki við hug­mynd Guð­rúnar

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, fé­lags-og vinnu­markaðs­ráð­herra, sagðist heyra skila­boðin sem honum bárust vegna mála flótta­fólks sem svipt hefur verið þjónustu. Ráð­herrann á­varpaði fund sem haldinn var af 28 fé­laga­sam­tökum í gær vegna málsins og sagðist meðal annars setja stórt spurninga­merki við hug­myndir dóms­mála­ráð­herra um lokað bú­setu­úr­ræði fyrir fólk í ó­lög­mætri dvöl hér­lendis.

Innlent
Fréttamynd

Egg­heimta vegna krabba­meins­með­ferðar verði niður­greidd

Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram frumvarp um að eggheimta sem sé komin til vegna krabbameinsmeðferðar verði tekin inn í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga. Þetta kom fram í Leggönguboði 66°Norður á Hafnartorgi í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

María Rut snýr aftur til Þorgerðar

María Rut Kristinsdóttir mun snúa aftur sem aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. Síðasta ár hefur hún starfað sem kynningarstýra UN Women, en þar á undan var hún aðstoðarmaður Þorgerðar í fjögur ár.

Innlent
Fréttamynd

Jöfnum leikinn

Vax­andi ójöfn­uð­ur á Ís­landi er stað­reynd. Póli­tískar ákvarð­anir ýta undir þá þróun. Það er hægt að snúa þessari þróun við ef pólitískur vilji leyfir. Ástæðurnar blasa við fólki sem skilur hvernig gott og öruggt samfélag virkar best fyrir flesta og sér á hvaða sviðum er brýnt að grípa til aðgerða.

Skoðun
Fréttamynd

Svan­dís svarar um­boðs­manni: Ekki unnt að ná mark­miðum með öðru en frestun

Svan­dís Svavars­dóttir, mat­væla­ráð­herra, hefur svarað bréfi um­boðs­manns Al­þingis þar sem óskað er eftir svörum vegna á­kvörðunar ráð­herra um að banna hval­veiðar tíma­bundið. Í svörunum segir meðal annars að ekki hafi verið talið unnt að ná mark­miðum um dýra­vel­ferð með öðrum hætti en frestun upp­hafs veiði­tíma­bils.

Innlent
Fréttamynd

Við erum að bregðast bændum!

Verði nýjar gjaldskrárbreytingar Matvælastofnunar (MAST) innleiddar mun það vera byrjunin að endalokum landbúnaðar á Íslandi eins og við þekkjum hann í dag.

Skoðun
Fréttamynd

Lög eða ólög?

„Með lögum skal land vort byggja, en eigi með ólögum eyða.“ Þessi fleygu orð Norðurlandabúa komu upp í hugann þegar afleiðingar mannvonskulaga fyrrum dómsmálaráðherra komu í ljós á dögunum. Hann og þingheimur höfðu verið vöruð við, en eru nú farin að bregðast við eigin afglöpum með því að íhuga „búsetuúrræði með takmörkunum“ eftir að hafa reynt að vísa Svarta-Pétri til sveitarfélaganna án árangurs.

Skoðun
Fréttamynd

„Hvers vegna ætti annað að gilda um útlendinga?“

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur svarað gagnrýni á vinnubrögð stjórnvalda í útlendingamálum í aðsendri grein á Vísi. Nánar tiltekið tekur hún pistil Láru Pálsdóttur í Heimildinni fyrir og kallar innlegg hennar í umræðuna „lofsöng um lygina“ því hún styðjist ekki við staðreyndir.

Innlent
Fréttamynd

Lof­söngur um lygina

Í Heimildinni birtist á dögunum grein undir fyrirsögninni „Lágkúra illskunnar“ eftir Láru Pálsdóttur, félagsráðgjafa. Greinin er dæmigerð fyrir málflutning margra þeirra sem ekki vilja una niðurstöðu Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála (og í sumum tilvikum einnig dómstóla).

Skoðun
Fréttamynd

Lögbrotin hafi verið ásetningur en ekki mistök

Bankastjóri Íslandsbanka ætlar að gera sitt besta til að endurnýja traust hjá þeim viðskiptavinum sem snúið hafa baki við bankanum. Ekki sé þó að vænta frekari breytinga á næstunni á stjórn eða starfsmannahaldi. Forseti ASÍ segir lögbrot bankans hafa verið alvarlegur ásetningur og því hafi samtökin ákveðið að hætta viðskiptum við hann.

Innlent
Fréttamynd

Er Ísland þriðja heims ríki?

Þegar við hugsum um þriðja heims ríki dettur mönnum líklega Ísland alls ekki í hug. Líklega myndi fæstum láta sér detta til hugar að setja Ísland í þann hóp ríkja.

Skoðun
Fréttamynd

Soffía Svan­hvít kjörin for­seti Hall­veigar

Soffía Svanhvít Árnadóttir var kjörin forseti Hallveigar – Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík á föstudag. Hún tekur við af Pétri Marteini Urbancic Tómassyni sem hefur gengt stöðunni undanfarin tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Dagur B og blaðafulltrúarnir

Smjörklípa er vel þekkt aðferð í stjórnmálum. Í henni felst að í stað þess að ræða um lausnir á óþægilegu máli á opinberum vettvangi þyrlar valdhafi upp moldviðri um önnur mál í fjölmiðlum í því skyni að draga athygli almennings frá því máli sem valdhafanum er þungt í skauti.

Skoðun
Fréttamynd

„Kross­brá“ þegar krafa Isavia barst í sumar

Borgarstjóri segir ekki halla á borgina, sem hafi uppfyllt sína samninga og átt í góðu samstarfi við Isavia undanfarin ár. Honum hafi því krossbrugðið þegar krafa barst um að fella tæplega þrjú þúsund tré í Öskjuhlíð vegna flugöryggis. Málið verði ekki notað sem tól í baráttunni um að fá flugvöllinn burt úr Reykjavík.

Innlent