Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar 13. nóvember 2024 13:15 Þegar við hófum sameiginlega vegferð í þágu barna á Íslandi, var markmiðið skýrt: Að tryggja öllum börnum og fjölskyldum þeirra þann stuðning og þjónustu sem aðstæður þeirra kalla á. Niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2024, sem birtar voru í gær, sýna svart á hvítu að þessi vegferð er þegar að skila árangri. Öflugt stuðningsnet og ný úrræði Við höfum stigið mikilvæg skref í að bæta þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, meðal annars með stofnun farsældarráða um allt land, sem efla samstarf milli stofnana til að tryggja að börn fái heildstæða og samhæfða þjónustu. Þá höfum við komið á fót skólaþjónustustofnun sem veitir skólasamfélaginu ráðgjöf og stuðning í málum er snúa að velferð og menntun barna. Einnig hafa verið stofnuð þjónustutorg fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir, sem auðvelda aðgengi að þeim úrræðum sem best henta hverju barni. Með innleiðingu gjaldfrjálsra skólamáltíða fyrir öll börn hefur jafnframt verið stuðlað að aukinni vellíðan og betri einbeitingu í námi. Auk þess hafa framlög til þróunar og útgáfu námsefnis verið aukin, með áherslu á að nýta stafrænar lausnir og gervigreind til að mæta betur þörfum og áhugasviði nemenda. Þá hafa einnig verið sett á fót úrræði sem tryggja að börn af erlendum uppruna fái markvissan stuðning í aðlögun að íslensku samfélagi og skólaumhverfi. Þessi úrræði eru aðeins örfá dæmi um þau verkefni sem fjárfest hefur verið í til að styrkja umgjörð barna og gera stuðningskerfi okkar skilvirkari og betri. Jákvæð þróun í líðan barna og ungmenna Nýjustu niðurstöður æskulýðsrannsóknarinnar gefa skýra vísbendingu um árangur þessarar stefnu. Andleg heilsa barna hefur batnað tvö ár í röð. Í dag segjast aðeins 35% barna í 6. bekk upplifa kvíða, sem er mikil lækkun frá fyrri árum. Um 98% barna segjast eiga vini, félagsfærni er að aukast, þátttaka í íþróttum og tómstundum er vaxandi, og 90% barna í 6.-7. bekk meta heilsu sína góða. Einelti mælist nú einungis hjá 4% í 10. bekk. Þessar tölur staðfesta að breytingarnar sem við höfum innleitt stuðla að betri líðan og sterkari félagsfærni barna. Árangur og áskoranir Þrátt fyrir þessar jákvæðu niðurstöður er umræðan ekki alltaf í takt við þann árangur sem náðst hefur. Sumir vilja halda því fram að neyðarástand ríki í málefnum barna á Íslandi. Ég mótmæli því staðfastlega. Vissulega stöndum við frammi fyrir áskorunum, einkum hvað varðar viðkvæma hópa, og við eigum enn verk fyrir höndum. En það er ekki hægt að horfa fram hjá þeim árangri sem hefur náðst – árangri sem er afrakstur þrotlausrar vinnu fagfólks, foreldra og samfélagsins alls. Framundan er að styrkja enn frekar umgjörð barna og ungmenna Næstu skref á vegferð okkar eru að ná enn betur utan um viðkvæma hópa barna, útrýma biðlistum eftir þjónustu við börn og tryggja betri stuðning og samhæfingu. Með farsældarlögunum höfum við byggt traustan grunn að þessari vegferð, en til þess að halda áfram þurfum við fjárfestingu, þolinmæði og gott samstarf. Ég vil þakka öllum sem hafa lagt sitt af mörkum til þessara jákvæðu breytinga. Það þarf þorp til að ala upp barn, og íslenskt samfélag, með foreldra og fagfólk í fararbroddi, sýnir metnað, hugsjón og eldmóð að leiðarljósi – fyrir börnin okkar. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra og skipar 1. sæti fyrir Framsókn í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar við hófum sameiginlega vegferð í þágu barna á Íslandi, var markmiðið skýrt: Að tryggja öllum börnum og fjölskyldum þeirra þann stuðning og þjónustu sem aðstæður þeirra kalla á. Niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2024, sem birtar voru í gær, sýna svart á hvítu að þessi vegferð er þegar að skila árangri. Öflugt stuðningsnet og ný úrræði Við höfum stigið mikilvæg skref í að bæta þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, meðal annars með stofnun farsældarráða um allt land, sem efla samstarf milli stofnana til að tryggja að börn fái heildstæða og samhæfða þjónustu. Þá höfum við komið á fót skólaþjónustustofnun sem veitir skólasamfélaginu ráðgjöf og stuðning í málum er snúa að velferð og menntun barna. Einnig hafa verið stofnuð þjónustutorg fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir, sem auðvelda aðgengi að þeim úrræðum sem best henta hverju barni. Með innleiðingu gjaldfrjálsra skólamáltíða fyrir öll börn hefur jafnframt verið stuðlað að aukinni vellíðan og betri einbeitingu í námi. Auk þess hafa framlög til þróunar og útgáfu námsefnis verið aukin, með áherslu á að nýta stafrænar lausnir og gervigreind til að mæta betur þörfum og áhugasviði nemenda. Þá hafa einnig verið sett á fót úrræði sem tryggja að börn af erlendum uppruna fái markvissan stuðning í aðlögun að íslensku samfélagi og skólaumhverfi. Þessi úrræði eru aðeins örfá dæmi um þau verkefni sem fjárfest hefur verið í til að styrkja umgjörð barna og gera stuðningskerfi okkar skilvirkari og betri. Jákvæð þróun í líðan barna og ungmenna Nýjustu niðurstöður æskulýðsrannsóknarinnar gefa skýra vísbendingu um árangur þessarar stefnu. Andleg heilsa barna hefur batnað tvö ár í röð. Í dag segjast aðeins 35% barna í 6. bekk upplifa kvíða, sem er mikil lækkun frá fyrri árum. Um 98% barna segjast eiga vini, félagsfærni er að aukast, þátttaka í íþróttum og tómstundum er vaxandi, og 90% barna í 6.-7. bekk meta heilsu sína góða. Einelti mælist nú einungis hjá 4% í 10. bekk. Þessar tölur staðfesta að breytingarnar sem við höfum innleitt stuðla að betri líðan og sterkari félagsfærni barna. Árangur og áskoranir Þrátt fyrir þessar jákvæðu niðurstöður er umræðan ekki alltaf í takt við þann árangur sem náðst hefur. Sumir vilja halda því fram að neyðarástand ríki í málefnum barna á Íslandi. Ég mótmæli því staðfastlega. Vissulega stöndum við frammi fyrir áskorunum, einkum hvað varðar viðkvæma hópa, og við eigum enn verk fyrir höndum. En það er ekki hægt að horfa fram hjá þeim árangri sem hefur náðst – árangri sem er afrakstur þrotlausrar vinnu fagfólks, foreldra og samfélagsins alls. Framundan er að styrkja enn frekar umgjörð barna og ungmenna Næstu skref á vegferð okkar eru að ná enn betur utan um viðkvæma hópa barna, útrýma biðlistum eftir þjónustu við börn og tryggja betri stuðning og samhæfingu. Með farsældarlögunum höfum við byggt traustan grunn að þessari vegferð, en til þess að halda áfram þurfum við fjárfestingu, þolinmæði og gott samstarf. Ég vil þakka öllum sem hafa lagt sitt af mörkum til þessara jákvæðu breytinga. Það þarf þorp til að ala upp barn, og íslenskt samfélag, með foreldra og fagfólk í fararbroddi, sýnir metnað, hugsjón og eldmóð að leiðarljósi – fyrir börnin okkar. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra og skipar 1. sæti fyrir Framsókn í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun