Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Fjármálaráðherra þurfi að gera meira: „Ásgeir er með þriðju vaktina“

Þingmaður Viðreisnar segir seðlabankastjóra sinna þriðju vaktinni í sambandi með fjármálaráðherra, sé litið til verkskiptingar á heimilinu. Ráðherrann þurfi að gera meira en að treysta bara á Seðlabankann og sýna aðhald í ríkisfjármálum. Viðskiptaráðherra segir alla í ríkisstjórn sammála um að ná þurfi verðbólgu, og ekki síður verðbólguvæntingum, niður sem fyrst þar sem ýmsar aðgerðir koma til greina.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Guð­laugur Þór telur sig van­hæfan og stígur til hliðar

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun víkja sæti þegar fjallað verður um kæru dótturfélags bandarísks loftlagsfyrirtækis á hendur Umhverfisstofnun innan ráðuneytisins. Bjarni Benediktsson mun hlaupa í skarðið fyrir hann.

Innlent
Fréttamynd

Skiptir máli að finna á­hugann þegar erfið mál skekja hreyfinguna

Breytingar urðu á stjórn Vinstri grænna á Landsfundi flokksins í dag. Forsætisráðherra og formaður flokksins segir áhuga Landsfundargesta ákveðna vítamínsprautu fyrir hreyfinguna sem hefur glímt við erfið mál að undanförnu. Nýjar stefnur í málefnum fatlaðs fólks og orkumálum voru meðal annars afgreiddar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Jana Salóme og Steinar höfðu betur á lands­fundi VG

Jana Salóme Ingibjargar og Jósepsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, var rétt í þessu kjörin ritari Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og hafði með því betur gegn Sigríði Gísladóttur, formanni VG á Vestfjörðum. Þá skákaði Steinar Harðarson, vinnuverndarráðgjafi og athafnastjóri, Líf Magneudóttur borgarfulltrúa í baráttunni um stöðu gjaldkera.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar stefnur kynntar og ný stjórn kjörin í dag

Landsfundur Vinstri grænna fer nú fram á Akureyri í skugga úrsagna á fjórða tug félagsmanna og voru líflegar umræður í gærkvöldi. Bæjarfulltrúi á Akureyri segir landsfundargesti virða ólíkar skoðanir en enn sé fólk í flokknum sem sé ósátt. Ný orkustefna og stefna um málefni fatlaðra voru kynntar í hádeginu og ný stjórn verður kjörin síðar í dag. 

Innlent
Fréttamynd

„Skrípaleikur“ Sigmars

Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar hefur lýst yfir mikilli furðu yfir beiðni meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að fá á fund nefndarinnar þá ríkisendurskoðendur sem komu að gerð skýrslu embættisins um Lindarhvol þrátt fyrir tilvist trúnaðarskjals í málinu. Furða þingmannsins yfir beiðninni er reyndar svo gríðarleg að hann kallar hana „einhvers konar heimsmet í skrípaleik“ og farsa sem sé „með þeim lélegri á dagskrá Alþingis í manna minnum“

Skoðun
Fréttamynd

Undanþágur á reglum aðeins hugsaðar til skamms tíma

Barnamálaráðherra segir að það eigi að vera undantekning en ekki regla að sveitarfélög nýti sér heimild til að víkja frá reglu um lágmarksfjölda íbúa í umdæmi hverrar barnaverndarþjónustu. Faðir stúlku sem hefur slæma reynslu af barnaverndarnefnd í litlum bæ segir lögin ekki virka sem skyldi en lögin eru sett til að tryggja faglega og óháða þjónustu við börn.

Innlent
Fréttamynd

„Alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórn­málum“

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, segir að það sé mjög leitt að sjá á eftir nokkrum félagsmönnum úr flokknum vegna óánægju með ný samþykkt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Hún telur þó að þingmenn flokksins hafi unnið að málinu af heilindum og í samræmi við stefnu flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Teitur Björn mun taka sæti Haraldar: „Nokkuð ó­vænt“

Teitur Björn Einarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, mun taka sæti Haraldar Benediktssonar á Alþingi eftir að sá síðarnefndi tekur við stöðu bæjarstjóra Akraness á næstu vikum. Teitur Björn segist spenntur fyrir verkefninu.

Innlent
Fréttamynd

Þing­maður ráðinn bæjar­stjóri Akra­ness

Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið ráðinn bæjarstjóri Akraneskaupstaðar. Hann tekur við stöðunni af Sævari Frey Þráinssyni sem nýverið var ráðinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Þarf að segja eitt­hvað meira?

Við vitum öll hversu mikilvæg mannréttindi eru. Ekki nokkurt okkar myndi vilja skerða eigin mannréttindi, eða ganga gegn jafnrétti. Við viljum öll geta leitað réttar okkar fyrir óvilhöllum dómstólum, því: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda, án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.“ – svo ég vitni í sjálfa Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.

Skoðun
Fréttamynd

Leik­skóla­kennari í inn­vistar­vanda

Hvað felst í titlinum? Kennari sem á í innri vanda eða er það húsnæðið sem kennarinn vinnur í sem er í vanda? Þó að seinni fullyrðingin sé skilgreiningin (innvistarvandi = rakaskemmdir/mygla í húsnæði á vegum borgarinnar) þá er í raun ekki hægt að aðgreina þessar tvær skilgreiningar. 

Skoðun
Fréttamynd

Leyndó í beinni út­sendingu

Nýjustu vendingar í málefnum Lindarhvols eru sennilega þær furðulegustu hingað til. Hjá ríkisstjórnarflokkunum hefur farið gríðarleg orka í að koma í veg fyrir að almenningur fái að sjá greinargerð sem einn ríkisendurskoðandi vann um Lindarhvol, en hún stangast í veigamiklum atriðum á við skýrslu sem annar ríkisendurskoðandi gerði um sama mál.

Skoðun
Fréttamynd

„Því miður er ekkert sér­stak­lega bjart yfir mér“

Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist vonsvikin yfir því að staðan í leikskólamálum sé jafnslæm og raun beri vitni. Hún vill fjölga leikskólaplássum og lagði fram tillögu í borgarráði í dag um daggæslu fyrir börn starfsmanna á stærri vinnustöðum.

Innlent
Fréttamynd

Elva Hrönn hættir í VG

Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, sagði sig úr flokknum fyrr í dag. Hún segist ekki geta kennt sig við hreyfingu „sem samþykkir þau mannréttindabrot sem nýsamþykkt útlendingafrumvarp felur í sér.“

Innlent
Fréttamynd

Enn aukast flækjur Lindarhvolsmálsins á Alþingi

Þingmenn eru enn að vandræðast með hvort opinbera eigi greinargerð frá fyrrverandi settum ríkisendurskoðanda um eignarhaldsfélag ríkisins utan um eignir sem það leysti til sín eftir hrun bankanna. Málið verður furðulegra með hverjum deginum sem líður

Innlent
Fréttamynd

Dólgslega góð Samfylking

Nýlega datt ég óvænt inn á þing sem varaþingmaður fyrir Eyjólf Ármannsson í Flokki fólksins. Það hefur að öllu leyti verið skemmtilegur tími, sérstaklega að vinna með frábærum þingflokki og framúrskarandi starfsfólki Flokks fólksins. Það hefur jafnframt verið ánægjulegt að rekast á gamla kunningja í þingliði og starfsfólk þingsins.

Skoðun
Fréttamynd

„Meiri­háttar trúnaðar­brestur“ innan ríkis­stjórnarinnar

Umboðsmaður Alþingis mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag vegna samráðsleysis dómsmálaráðherra um rafbyssur. Annar varaformaður nefndarinnar segir að um sé að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Barist um tvö embætti í VG

Barist verður um tvö embætti á landsfundi Vinstri grænna sem hefst í Hofi á Akureyri á morgun. Ekki hafa borist framboð til formanns og varaformanns. Á fundinum verður einnig kosnir fjörtíu fulltrúar í flokksráð.

Innlent
Fréttamynd

Mos­fells­bær tekur á móti átta­tíu flótta­mönnum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, undirrituðu í morgun samning um samræmda móttöku flóttafólks í Mosfellsbæ. Samningurinn kveður á um að Mosfellsbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að áttatíu flóttamönnum.

Innlent
Fréttamynd

Af grasa­fjalli stjórn­málanna

Undanfarin þrjú ár hafa verið viðburðarík og snúin, sama hvernig á það er litið. Þolinmæði almennings er misskipt og það ekki að ósekju, því verkefnin sem fólk fær í hendurnar í lífinu eru oft erfið. Fátækt barna er staðreynd, slæm staða flóttafólks sem kemur allslaust og brotið til landsins og þarf stuðning og öryggi er staðreynd, hnignandi andleg heilsa ungmenna er staðreynd.

Skoðun