Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    Davíð hættur: „Dreginn á asna­eyrunum“

    Davíð Tómas Tómasson, alþjóðadómari í körfubolta, hefur lagt dómaraflautuna á hilluna þrátt fyrir ungan aldur. Þetta segist hann ekki gera af sjálfdáðum, en hann hefur verið útilokaður frá dómgæsluverkefnum síðastliðið hálft ár. Tilraunir til sátta við dómaranefnd KKÍ hafi ekki skilað árangri og starfskrafta hans ekki óskað á komandi vetri. Hann sé ekki fyrsti dómarinn sem hrökklist úr starfi með þessum hætti en vonast til að vera sá síðasti.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Njarð­víkingar semja við öðru­vísi Kana

    Njarðvík hefur samið við Brandon Averette, 28 ára gamlan leikstjórnanda frá Bandaríkjunum, fyrir komandi átök í Bónus deild karla í körfubolta. Þjálfarinn Rúnar Ingi Erlingsson segist hafa verið í leit að öðruvísi leikmanni en í fyrra. 

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hilmar Smári til Litáens

    Íslenski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Hilmar Smári Henningsson, hefur samið við Jonava í Litáen. Hann kemur til liðsins frá Íslandsmeisturum Stjörnunnar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Semple til Grinda­víkur

    Grindavík hefur samið við franska framherjann Jordan Semple um að leika með liðinu í Bónus-deild karla í vetur. Semple hefur leikið hér á landi síðan árið 2021.

    Körfubolti