„Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Spjót hafa beinst að KKÍ vegna dómaramála innan sambandsins og gagnrýna bræðurnir Helgi og Sigurður Jónssynir starfsumhverfið sem þeim var boðið upp á. Báðir upplifðu sem svo að þeim hefði verið ýtt til hliðar úr dómarastéttinni. Körfubolti 30.9.2025 08:00
Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Íslandsmeistarar Stjörnunnar lögðu bikarmeistara Vals að velli þegar liðin mættust í Meistarakeppni KKÍ í körfubolta karla í ÞG Verk-höllinni í Ásgarði í Garðabænum í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 90-89 Stjörnunni í vil eftir æsispennandi leik þar sem úrslitin réðust á lokasekúndunni. Körfubolti 28.9.2025 18:31
Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Tindastóll mun enda í efsta sæti Bónus-deildar karla í körfubolta og Njarðvík efst í Bónus-deild kvenna, ef spár þjálfara, fyrirliða og formanna ganga eftir. Nýliðum er spáð falli aftur niður í 1. deild. Körfubolti 26.9.2025 12:49
Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Jóni Guðmundssyni fannst svörin sem hann fékk frá dómaranefnd KKÍ þegar hann ætlaði að snúa aftur í dómgæslu ekki merkileg. Körfubolti 23. september 2025 11:59
Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Davíð Tómas Tómasson, alþjóðadómari í körfubolta, hefur lagt dómaraflautuna á hilluna þrátt fyrir ungan aldur. Þetta segist hann ekki gera af sjálfdáðum, en hann hefur verið útilokaður frá dómgæsluverkefnum síðastliðið hálft ár. Tilraunir til sátta við dómaranefnd KKÍ hafi ekki skilað árangri og starfskrafta hans ekki óskað á komandi vetri. Hann sé ekki fyrsti dómarinn sem hrökklist úr starfi með þessum hætti en vonast til að vera sá síðasti. Körfubolti 23. september 2025 08:00
„Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Bandaríkjamaðurinn Ade Murkey kom til móts við sitt nýja lið, Álftanes, í Lissabon í gær og þreytir frumraun sína með Álftnesingum í kvöld. Körfubolti 12. september 2025 16:14
Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfuboltamaðurinn Pablo Bertone er á leið til Íslandsmeistara Stjörnunnar. Hann byrjar tímabilið í fimm leikja banni. Körfubolti 11. september 2025 13:33
Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Ade Murkey, fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings í NBA-deildinni, hefur samið við Álftanes og mun leika með liðinu í Bónus deild karla í vetur. Körfubolti 11. september 2025 12:57
Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Njarðvík hefur samið við Brandon Averette, 28 ára gamlan leikstjórnanda frá Bandaríkjunum, fyrir komandi átök í Bónus deild karla í körfubolta. Þjálfarinn Rúnar Ingi Erlingsson segist hafa verið í leit að öðruvísi leikmanni en í fyrra. Körfubolti 8. september 2025 13:42
Valsmenn búnir að finna Kana Bandaríski körfuboltamaðurinn LaDarien Griffin mun leika með Val í Bónus deild karla á næsta tímabili. Körfubolti 5. september 2025 15:22
Hilmar Smári til Litáens Íslenski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Hilmar Smári Henningsson, hefur samið við Jonava í Litáen. Hann kemur til liðsins frá Íslandsmeisturum Stjörnunnar. Körfubolti 4. september 2025 15:19
Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Keflvíkingar hafa styrkt sig fyrir komandi tímabil í Bónus deild karla í körfubolta. Körfubolti 3. september 2025 10:03
Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Darryl Morsell verður Bandaríkjamaður Keflvíkinga í Bónus deild karla í körfubolta á komandi vetri. Körfubolti 3. september 2025 09:17
ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Gríski körfuboltamaðurinn Dimitrios Klonaras ætlar ekki að yfirgefa íslenska körfuboltann því hann hefur náð samkomulagi um að spila með ÍR í Bónus deild karla í körfubolta á komandi vetri. Körfubolti 21. ágúst 2025 21:32
Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa samið við körfuboltamanninn Giannis Agravanis um að leika með liðinu á næsta tímabili. Körfubolti 21. ágúst 2025 15:47
Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Keflvíkingar eru búnir að styrkja sig inn í teig fyrir komandi tímabil í Bónus deild karla í körfubolta. Körfubolti 18. ágúst 2025 22:51
Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Tindastóll skráði sig til leiks í Norður-Evrópudeildinni í körfubolta í vetur og mun spila að minnsta kosti átta auka leiki ofan á álagið í deildar- og bikarkeppninni heima fyrir. Nú er ljóst hvaða liðum Stólarnir mæta, hvert þeir ferðast og hvaða lið heimsækja Síkið. Körfubolti 18. ágúst 2025 15:17
Khalil Shabazz til Grindavíkur Bandaríski leikstjórnandinn Khalil Shabazz er genginn í raðir Grindavíkur og leikur með liðinu í Bónus deild karla á næsta tímabili. Körfubolti 15. ágúst 2025 09:44
Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Serbneski kraftframherjinn Ivan Gavrilovic mun spila með Tindastól í Bónus deild karla í körfubolta á komandi vetri. Körfubolti 10. ágúst 2025 11:01
KR sækir ungan bakvörð Körfuknattleiksdeild KR hefur samið við Reyni Róbertsson um að leika með Vesturbæingum í Bónus deild karla á næstu leiktíð. Körfubolti 1. ágúst 2025 22:30
Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Hinn bandaríski David Cohn hefur samið við Álftanes um að leika með liðinu á næstu leiktíð í Bónus deild karla. Hann er 188 sentimetra hár bakvörður sem hefur lengst af leikið í Þýskalandi. Körfubolti 1. ágúst 2025 15:49
Callum Lawson aftur til Valsmanna Callum Lawson mætir aftur á Hlíðarenda í haust og mun spila með karlaliði Vals í Bónus deildinni á komandi leiktíð. Körfubolti 31. júlí 2025 14:18
Semple til Grindavíkur Grindavík hefur samið við franska framherjann Jordan Semple um að leika með liðinu í Bónus-deild karla í vetur. Semple hefur leikið hér á landi síðan árið 2021. Körfubolti 30. júlí 2025 20:01
Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Finnski framherjinn Shawn Hopkins hefur samið við Álftanes um að spila með liðinu í Bónus deild karla í körfubolta næsta vetur. Körfubolti 30. júlí 2025 13:03