
Mate svekktur: Ef einhverjum líkar það ekki þá þarf hann bara að spila í öðru landi
„Ég er svekktur, en ekki með að hafa tapað,“ sagði Mate Dalmay, þjálfari Hauka, eftir tap liðsins gegn Keflavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld.
„Ég er svekktur, en ekki með að hafa tapað,“ sagði Mate Dalmay, þjálfari Hauka, eftir tap liðsins gegn Keflavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld.
Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur í körfuboltanum, segir vel haldið utan um erlendu leikmennina í liðinu sem eru flestir að finna fyrir almennilegri jarðskjálftavirkni í fyrsta sinn á ævinni þessa dagana. Órói hefur gert vart um sig á svæðinu en Ólafur sjálfur er rólegur yfir stöðunni og svaf hann af sér skjálfta næturinnar.
Þór Þ. vann sterkan fimm stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Álftaness í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 84-79. Þórsarar bundu þar með enda á þriggja leikja sigurgöngu Álftaness, en eru nú sjálfir búnir að vinna fjóra deildarleiki í röð.
Hamar tók á móti Hetti í Subway-deild karla í kvöld. Heimamenn voru fyrir leik, og eru enn, í leit að sínum fyrsta sigri eftir sigur gestanna frá Egilsstöðum.
Íslandsmeistarar Tindastóls eru komnir aftur á sigurbraut eftir sigur á Breiðablik í Subway deild karla í körfubolta í kvöld.
Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var kampakátur þegar hann kom til tals við blaðamann eftir sigur Stjörnunnar gegn toppliði Vals í 5. umferð Subway deildar karla.
Jordan Semple var stigahæsti maður Þórsara er liðið vann nauman fimm stiga sigur gegn nýliðum Álftaness í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld.
Njarðvíkingar tóku á móti nágrönnum sínum í Grindavík þegar flautað var til leiks í fimmtu umferð Subway-deildarinnar í Ljónagryfjunni í kvöld. Fór það svo að Grindavík stóð uppi sem sigurvegari eftir magnaðan endasprett heimamanna.
Valur tók á móti Stjörnunni í 5. umferð Subway deildar karla í kvöld. Leiknum lauk með 77-86 gestasigri eftir sterkan seinni hálfleik hjá Stjörnunni. Valsmenn missa þar af leiðandi toppsætið í deildinni.
Í Subway Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið skapaðist umræða um bandarískan leikmann Keflvíkinga, Remy Martin en hann átti afleitan fjórða leikhluta gegn Stjörnunni í 4. umferð deildarinnar.
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var harðorður í viðtali eftir leik liðsins gegn Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta síðastliðinn fimmtudag. Teitur Örlygsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, var sammála ummælum Viðars um dómara leiksins.
Stjörnumaðurinn Ægir Þór Steinarsson hefur verið magnaður það sem af er tímabili í Subway-deild karla í körfubolta. Í síðasta þætti Körfuboltakvölds var rætt við Pétur Ingvarsson, þjálfara Keflavíkur, og farið yfir hvernig hann ætlaði að reyna stöðva Ægi Þór.
„Hann endaði með 29 stig, níu þriggja stiga körfur. Þetta er alvöru skotmaður,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, um Osku Simana Heinonen sem hóf óvænt leik Hauka og Hamars á varamannabekknum. Það og viðtal Maté Dalmay, þjálfara Hauka, var til umræðu í síðasta þætti.
Helgi Rafn Viggósson, leikmaður Íslandsmeistara Tindastóls, lagði skóna á hilluna á dögunum eftir 22 ára feril með Stólunum. Strákarnir í Körfuboltakvöldi ræddu um magnaðan feril Helga í síðasta þætti og Teitur Örlygsson fagnar því að fá loksins fersk svartfuglsegg á ný.
Valur hafði betur gegn Íslandsmeisturum Tindastóls í Síkinu á Sauðárkróki í stórleik helgarinnar í Subway-deild karla í körfubolta. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.
Fjórða umferð Subway deildar karla í körfubolta lýkur í kvöld með risaleik Íslandsmeistara Tindastóls og bikarmeistara Vals í Síkinu á Sauðárkróki. Það er óhætt að Valsmönnum hafi gengið vel í Síkinu síðustu tólf mánuði.
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, lýsti ánægju með margt í leik síns liðs þrátt fyrir 83-84 tap fyrir Þór Þorlákshöfn á Egilsstöðum í kvöld. Hann var hins vegar ósáttari við dómara leiksins.
Þór Þorlákshöfn hefur unnið þrjá leiki í röð úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Í kvöld var röðin komin að Hetti á Egilsstöðum sem Þór vann 83-84. Höttur gat jafnað með vítaskoti í lokin.
Það má svo sannarlega segja að Mate Dalmay, þjálfari Hauka, hafi verið hinn hressasti eftir sigur gegn sínum fyrrum lærisveinum í Hamri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld.
Eftir að hafa lent nítján stigum undir í fyrri hálfleik sneri Stjarnan taflinu við í seinni hálfleik og vann að lokum sex stiga sigur 87-81.
Eftir ágætan fyrsta leikhluta gegn Grindvíkingum fjaraði hratt undan leik Breiðabliks í kvöld og Blikar þurftu að lokum að sætta sig við 30 stiga tap, 115-85. Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur við hversu mörgum boltum hans menn töpuðu í kvöld.
Stjarnan vann endurkomusigur gegn Keflavík á heimavelli 87-81. Stjarnan var mest nítján stigum undir og Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með sigurinn.
Álftanes varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Njarðvík í Subway-deild karla í körfubolta er liðið vann góðan ellefu stiga sigur, 90-79.
Haukar unnu góðan sjö stiga sigur er liðið tók á móti Hamri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 98-91.
Karlalið Grindavíkur í körfubolta hefur fengið liðsstyrk fyrir átökin sem framundan eru.
Breiðablik hefur gert breytingu á leikmannahópi sínum eftir töp í þremur fyrstu leikjum liðsins.
Stjörnumenn hafa styrkt karlalið sitt og tefla fram mögulega nýjum leikmanni á móti Keflavík í kvöld.
Gestur Körfuboltakvölds Extra í gær var Helgi Sæmundur sem er meðlimur og annar stofnanda hljómsveitarinnar Úlfur Úlfur.
Ljósið og körfuknattleiksdeild Álftaness hafa framlengt samstarf sitt sem hófst á síðasta keppnistímabili. Markmið samstarfsins er að auka vitund á starfsemi samtakanna og fjölga svokölluðum Ljósavinum. Í því tilefni er boðað til góðgerðaleiks næstkomandi fimmtudag, þegar liðið tekur á móti Njarðvíkingum í Forsetahöllinni.
Úrslitakeppni karla í körfubolta var tekin upp árið 1984. Körfuboltakvöld ætlar að komast að því hvað er besta lið allra tíma. Að þessu sinni var viðureignin á milli Njarðvíkurliðsins 2002 og KR-liðsins 2016.