

Subway-deild karla
Leikirnir

Leikjaniðurröðun fyrir Subway deildirnar klár
Búið er að birta leikjaniðurröðun fyrir næsta körfuknattleikstímabil. Subway deild kvenna fer af stað í september á meðan Subway deild karla fer af stað í byrjun október.

Ægir Þór: Þarf ekki að vera feluleikur
Ægir Þór Steinarsson, landsliðsmaður í körfubolta, stefnir á að vera áfram í atvinnumennsku en er þó opin fyrir því að koma aftur til Íslands.

Ken-Jah Bosley leggur skóna á hilluna
Bandaríkjamaðurinn Ken-Jah Bosley, leikmaður Vestra, hefur sagt skilið við liðið og lagt körfuboltaskóna á hilluna.

Hetjan Hjálmar framlengir á Hlíðarenda
Hjálmar Stefánsson verður áfram á mála hjá Íslandsmeisturum Vals í körfubolta. Hann framlengdi samning sitt við félagið til tveggja ára. Frá þessu var greint á samfélagsmiðlum Vals.

Kanadískur framherji til Þorlákshafnar
Þór Þorlákshöfn barst liðsstyrkur í dag fyrir komandi átök í Subway deild karla í körfubolta. Liðið samdi við Kanadamanninn Alonzo Walker.

Penninn á lofti í Grindavík | Þrír framlengja og einn snýr til baka
Fjórir leikmenn skrifuðu í dag undir samninga við Grindavík um að leika með liðinu á næsta tímabili í Subway-deild karla í körfubolta.

Þurfti að rifta samningnum til þess að fá læknisaðstoð á Íslandi
Dagur Kár Jónsson varð að rifta samningi sínum við spænskt körfuboltafélag til að fá viðeigandi læknisaðstoð hér á landi.

Tindastóll fær drjúgan liðsstyrk
Karlalið Tindastóls í körfubolta hefur bætt við sig öflugum leikmanni fyrir næsta keppnistímabil.

Yfirlýsing frá KR: Harma að formaður KKÍ „ræði einkamál félaganna og sambandsins“
Körfuknattleiksdeild KR sendi í dag frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings af skuld félagsins við KKÍ. Þar er nafntogun félagsins af hálfu formanns KKÍ hörmuð.

„Ef hann vill spila þá er hann meira en velkominn“
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals í Subway-deild karla í körfubolta, býst ekki við því að Pavel Ermolinskij muni leika með liðinu á næstu leiktíð. Finnur Freyr tekur þó fram að Pavel, sem var aðstoðarþjálfari liðsins í vetur, sé velkomið að halda áfram óski hans þess.

Seinagangur KR kostaði tæplega hálfa milljón
Öll lið hafa gengið frá skráningargjaldi til Körfuknattleikssambands Íslands fyrir þátttöku í deildum sambandsins í vetur. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ staðfestir að KR var of seint að borga, sem kostaði Vesturbæinga skildinginn.

Keflavík semur við unglingalandsliðsmann frá Fjölni
Ólafur Ingi Styrmisson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Keflavík í Subway deild karla í körfubolta. Hann kemur frá uppeldisfélagi sínu Fjölni.

Fotios semur við Þór Þorlákshöfn
Fotios Lampropolus er nýjasti leikmaður Þórs frá Þorlákshöfn samkvæmt tilkynningu liðsins á facebook í kvöld.

Fertugur Hlynur framlengir um ár
Körfuknattleiksmaðurinn Hlynur Bæringsson hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna og mun taka slaginn með liðinu í Subway deildinni á næstu leiktíð.

„Betra að vera stóri fiskurinn í lítilli tjörn“
Besti leikmaður nýliðins tímabils, Valsarinn Kristófer Acox, er ekki á leiðinni út í atvinnumennsku strax. Kristófer er með samning við Val til ársins 2024.

Lykilpersónur og leikendur áfram á Króknum
Silfurlið Tindastóls hefur samið við þrjá af helstu lykilleikmönnum sínum sem og þjálfarann Baldur Þór Ragnarsson um að gera aðra atlögu að Íslandsmeistaratitlinum.

Jóhann Þór tekur við Grindavík á nýjan leik
Jóhann Þór Ólafsson hefur verið ráðinn þjálfari Grindavíkur í Subway-deild karla. Staðfesti körfuknattleiks félagsins þetta í gærkvöld. Hann var aðstoðarþjálfari liðsins á síðustu leiktíð.

Sverrir hjálpar arftaka sínum og Grindavík án þjálfara
Körfuboltaþjálfarinn Sverrir Þór Sverrisson er snúinn aftur til Keflavíkur og verður aðstoðarþjálfari karlaliðs félagsins á næstu leiktíð.

Kristó: Pavel var bara í Angry Birds
Eins og flestum er kunnugt er Valur Íslandsmeistari karla í körfubolta eftir æsispennandi úrslitaeinvígi við Tindastól. Kristófer Acox, leikmaður Vals, rifjaði upp eftirminnileg atvik úr úrslitaeinvíginu í hlaðvarpsþætti.

Þórsarar fá besta unga leikmann fyrstu deildarinnar
Daníel Ágúst Halldórsson, besti ungi leikmaður 1. deildar karla í körfubolta á síðasta tímabili, er genginn í raðir Þórs í Þorlákshöfn frá Fjölni. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Þórsara.

Annar Þórsari í gegnum Þrengsli
Ragnar Örn Bragason hefur skrifað undir samning þess efnis að hann spili fyrir ÍR á næstu leiktíð.

Hissa og pirraður en fljótur að sættast við nýja stjórn
„Þetta kom mér sjálfum mjög á óvart,“ segir körfuboltamaðurinn Dominykas Milka um það þegar hann var rekinn frá Keflavík um síðustu mánaðamót. Þeirri ákvörðun var snúið í vikunni og Milka spilar því sína fjórðu leiktíð með Keflavík næsta vetur.

Biðjast afsökunar á því að hafa rekið Milka og semja við hann aftur
Dominykas Milka verur áfram í Keflavík þegar flautað verður til leiks í Subway deildinni í körfubolta næsta haust.

Daniel Mortensen semur við Hauka
Besti erlendi leikmaður Subway-deildarinnar á síðasta tímabili, Daniel Mortensen, er búinn að ná samkomulagi við nýliða Hauka um að spila með þeim í deildinni á næsta leiktímabili.

Kristófer valinn sá besti i þriðja sinn en Dagný Lísa í fyrsta skiptið
Kristófer Acox og Dagný Lísa Davíðsdóttir voru í dag valin bestu leikmenn ársins í Subway deildum karla og kvenna í körfubolta. Þorvaldur Orri Árnason hjá KR og Tinna Guðrún Alexandersdóttir hjá Haukum voru kosin bestu ungu leikmenn ársins.

Bjórinn kláraðist á Hlíðarenda: „Langstærsti dagur í sögu Fjóssins“
„Þetta var í rauninni alveg ótrúlegt,“ segir Gunnar Kristjánsson, vertinn í Fjósinu á Hlíðarenda, sem aldrei hefur verið nálægt því að selja eins mikið af bjór eins og á miðvikudagskvöld.

Daníel verður aðstoðarþjálfari Njarðvíkur næstu tvö árin
Daníel Guðni Guðmundsson hefur samið við Njarðvíkinga og mun verða Benedikt Guðmundssyni, þjálfara liðsins, innan handar næstu tvö árin í Subway-deild karla í körfubolta.

Baneitraðar skeytasendingar milli KR-inga og Valsara
Valur sigraði Tindastól í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla í gærkvöldi. Sigurreifir Valsmenn fá þó ekkert ókeypis frá stuðningsmönnum KR-inga sem þykir sitthvað bogið við tilurð þessa sigurs. Nefnilega peningar.

Valsarar fóru meistarahringinn á þremur árum
Valsarar hafa landað Íslandsmeistaratitlum í öllum þremur stóru boltagreinunum á síðustu þremur árum, bæði í karla- og kvennaflokki.

Finnur Freyr tók fram úr Sigga Ingimundar í gærkvöldi
Finnur Freyr Stefánsson varð í gærkvöldi fyrsti þjálfarinn í sögunni sem nær að vinna sex Íslandsmeistaratitla í úrslitakeppni karlakörfuboltans.