Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Báðir kunna þeir að rappa?…

Söngfuglarnir og skemmtikraftarnir Laddi og Króli hittust í fyrsta sinn fyrir stuttu í viðtali við helgarblaðið. Senn þenja þeir raddbönd sín á sviðinu í Háskólabíói en þeir fara báðir með hlutverk í söngleiknum We will rock you.

Menning
Fréttamynd

Stál og hnífur komst næstum ekki með

Bubbi Morthens og Sigurður Árnason upptökumaður rifja upp upptökuferli plötunnar Ísbjarnarblús í nýjum þætti hlaðvarpsins Sögur af plötum. Bubbi segir Sigurð lykilþátt í velgengni plötunnar.

Lífið
Fréttamynd

Persónuleg lög í poppbúning

Í dag kemur út EP-platan Intuition með tónlistarkonunni Hildi Kristínu Stefánsdóttur, eða bara Hildur eins og hún er oftast nefnd. Á plötunni eru fimm lög sem hafa komið út jafnt og þétt síðustu misseri, en í dag fylgir þeim svo síðasta lagið, Work.

Lífið
Fréttamynd

Sterk orka í Glastonbury

Íslenska kvennahljómsveitin Grúska Babúska kemur fram á bresku tónlistarhátíðinni í Glastonbury í fyrsta skipti nú um helgina. Hún er þó hagvön á svæðinu og hrifin af því.

Lífið
Fréttamynd

Emma Stone sögð hafa axlarbrotnað á Spice Girls tónleikum

Gleðin virðist hafa farið úr böndunum hjá bandarísku leikkonunni Emmu Stone á nýlegum Spice Girls tónleikum. Fjölmiðjar í Bretlandi greina frá því að hún hafi axlarbrotnað er hún féll eftir að hafa setið á öxlum vinar síns á tónleikunum.

Lífið
Fréttamynd

Rigndi á Vök

Hljómsveitin Vök hitaði upp fyrir Patti Smith og Duran Duran. Það kom þeim ekki á óvart að vera valin til verksins þar sem þau eiga aðdáendur á öllum aldri og eru ólíkar týpur.

Lífið
Fréttamynd

Hatarabarn komið í heiminn

Parið greindi frá fæðingu dóttur sinnar á Instagram en fyrir eiga þau saman aðra dóttur, Valkyrju, sem verður tveggja ára á þessu ári.

Lífið