Aldís ráðin verkefnastjóri sýninga Aldís Snorradóttir hefur verið ráðin í stöðu verkefnastjóra sýninga í deild sýninga og miðlunar í Listasafni Reykjavíkur. 7.1.2021 14:32
Fjöldi yfirmanna hjá Danske Bank sleppur við ákæru Fjöldi yfirmanna hjá Danske Banka getur nú andað léttar eftir að tilkynnt var að þeir hafi sloppið undan ákæru í tengslum við rannsókn á peningaþvættishneykslinu í Eistlandi. DR segir frá því að mál sex fyrrverandi stjórnarmanna bankans hafi verið felld niður. 7.1.2021 14:29
74 nemendur í Hveragerði í sóttkví eftir smit í skólanum Alls eru 74 nemendur og átta starfsmenn Grunnskólans í Hveragerði nú komnir í sóttkví eftir að kennari við skólann greindist með Covid-19 í gær. 7.1.2021 12:29
Fjögur ráðin á skrifstofu skóla-, íþrótta- og æskulýðsmála Donata H. Bukowska, Ingvi Hrannar Ómarsson, Óskar H. Níelsson og Örvar Ólafsson hafa verið ráðin til starfa hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti á skrifstofu skóla-, íþrótta- og æskulýðsmála. 7.1.2021 11:24
Ólafur tekur við af Sigurbirni Ólafur Samúelsson öldrunarlæknir hefur tekið við starfi framkvæmdarstjóra lækningasviðs á Eir, Skjóli og Hömrum. 7.1.2021 11:18
Ellefu greindust innanlands Ellefu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví, en fjórir ekki. Ekki hafa svo margir greinst innanlands á sama degi síðan 22. desember, þegar tólf greindust. 7.1.2021 10:49
Maðurinn sem Obama tilnefndi í Hæstarétt verður dómsmálaráðherra Bidens Dómarinn Merrick Garland, sem Barack Obama tilnefndi sem hæstaréttardómara árið 2016 en þingmenn Repúblikana neituðu að staðfesta í embætti, verður dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Joes Biden. 7.1.2021 09:04
Tveir skjálftar um þrír að stærð í nótt Tveir skjálftar um þrír að stærð urðu vestan við Krýsuvík á Reykjanesskaga í nótt. 7.1.2021 07:51
Nýtt Covid-greiningartæki verði loks klárt í febrúar Nýtt greiningartæki Landspítala, sem á meðal annars að nýtast við greiningar á Covid-19, hefur enn ekki verið tekið í notkun. Tækið var keypt síðasta sumar og stóðu þá vonir til að það yrði tekið í gagnið í nóvember, en nú standa hins vegar vonir til að það verði í febrúar. 7.1.2021 07:36
Frost allt að fimmtán stig á landinu og illviðri í kortunum Veðurstofan spáir suðlægri eða breytilegri átt í dag, víða fimm til þrettán metrum á sekúndu og léttskýjuðu. Þykknar upp vestantil á landinu eftir hádegi og frost þrjú til fimmtán stig þar sem kaldast verður inn til landsins. 7.1.2021 07:16