varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Segir hryðju­verka­manninum í Vín hafa tekist að leika á kerfið

Innanríkisráðherra Austurríkis segir að manninum sem stóð fyrir árásinni í Vín á mánudag, hafi tekist að leika á kerfið með því að fá fulltrúa austurrískra yfirvalda til að halda að hann hafi horfið frá hugmyndum um róttækni eftir að hann hafði áður gert tilraun til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS.

Ráðin til Gagna­veitu Reykja­víkur

Guðmundur Jóhann Arngrímsson og Regína Björk Jónsdóttir hafa verið ráðin í tækniþjónustu- og afhendingardeild Gagnaveitu Reykjavíkur. 

Frederik­sen og tólf ráð­herrar til við­bótar í sótt­kví

Forsætisráðherra Danmerkur er komin í sóttkví og mun fara í skimun. Þetta gerir forsætisráðherrann eftir að staðfest var að dómsmálaráðherrann Nick Hækkerup, sem hún var í samskiptum við síðasta föstudag, greindist smitaður af kórónuveirunni.

Gular við­varanir víðast hvar vegna vinds

Veðurstofan spáir suðvestan hvassviðri eða stormi á norðan- og austanverðu landinu í dag, en heldur hægari vindi suðvestantil. Víða verður rigning og talsverð sums staðar á norðvestan- og vestanverðu landinu, en styttir upp austantil er líður á daginn.

Sjá meira