Hringja í skjólstæðinga í auknum mæli til að draga úr smithættu Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) hefur tilkynnt breytt fyrirkomulag á þjónustu heilsugæslunnar á Akureyri og verður í auknum mæli hringt í skjólstæðinga og athugað hvort mögulegt sé að leysa erindin í gegnum síma. 4.11.2020 14:23
Anna nýr þjóðgarðsvörður á norðurhálendi Anna Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin þjóðgarðsvörður á norðurhálendi Vatnajökulsþjóðgarðs með aðsetur á Mývatni. 4.11.2020 13:53
Fellibylurinn Eta herjar á íbúa í Mið-Ameríku Fellibylurinn Eta gekk á land í Níkaragva í gær þar sem gríðarlegt úrhelli og miklir vindar hafa herjað á íbúa. 4.11.2020 13:24
Segir hryðjuverkamanninum í Vín hafa tekist að leika á kerfið Innanríkisráðherra Austurríkis segir að manninum sem stóð fyrir árásinni í Vín á mánudag, hafi tekist að leika á kerfið með því að fá fulltrúa austurrískra yfirvalda til að halda að hann hafi horfið frá hugmyndum um róttækni eftir að hann hafði áður gert tilraun til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. 4.11.2020 12:09
Alls greindust 29 með kórónuveiruna innanlands í gær Alls greindust 29 með kórónuveiruna innanlands í gær. Um 72 prósent þeirra sem greindust voru í sóttkví. 4.11.2020 10:51
Ráðin til Gagnaveitu Reykjavíkur Guðmundur Jóhann Arngrímsson og Regína Björk Jónsdóttir hafa verið ráðin í tækniþjónustu- og afhendingardeild Gagnaveitu Reykjavíkur. 4.11.2020 10:23
Útgöngubann að nóttu tekur gildi á Ítalíu á morgun Fólki alls staðar á Ítalíu verður meinað að yfirgefa heimili sín milli klukkan 22 á kvöldin og til klukkan fimm á morgnana næstu vikurnar. 4.11.2020 10:17
Frederiksen og tólf ráðherrar til viðbótar í sóttkví Forsætisráðherra Danmerkur er komin í sóttkví og mun fara í skimun. Þetta gerir forsætisráðherrann eftir að staðfest var að dómsmálaráðherrann Nick Hækkerup, sem hún var í samskiptum við síðasta föstudag, greindist smitaður af kórónuveirunni. 4.11.2020 09:51
Bandaríkin formlega gengin úr Parísarsamkomulaginu Bandaríkin eru formlega gengin úr Parísarsamkomulaginu frá og með deginum í dag. Samkomulagið er frá árinu 2015 og kveður á um skuldbindingar ríkja til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 4.11.2020 08:43
Gular viðvaranir víðast hvar vegna vinds Veðurstofan spáir suðvestan hvassviðri eða stormi á norðan- og austanverðu landinu í dag, en heldur hægari vindi suðvestantil. Víða verður rigning og talsverð sums staðar á norðvestan- og vestanverðu landinu, en styttir upp austantil er líður á daginn. 4.11.2020 07:23
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent