Birtist í Fréttablaðinu

Háar greiðslur vegna svikabréfs
„Það voru mikil mistök að svara þessu bréfi. Ég hélt að þetta væri beiðni um virðisaukaskattsnúmer vegna viðskipta minna við fyrirtæki í Þýskalandi. Ég las ekki smáa letrið.“

Ráðherra hafi ekki sýnt fram á fjármögnun varaflugvalla
Varaformaður samgöngunefndar og þingmenn segja brýnt að byggja upp varaflugvallakerfið en neyðarástand varð í gær þegar þremur flugvélum var beint frá Keflavíkurflugvelli til Akureyrar vegna óhapps.

Drengurinn frá höfuðborg súkkulaðisins
Christian Pulisic, leikmaður Chelsea, skoraði hina fullkomnu þrennu um helgina þegar liðið vann Burnley. Pulisic hefur átt erfitt uppdráttar frá því hann kom til Lundúna en sér nú fram á bjartari tíma.

Jólabarn allt árið
Elín Marta Ásgeirsdóttir er eitt mesta jólabarn á Íslandi. Hún hlustar á jólatónlist í marga mánuði og telur niður dagana til jóla. Það var auðvitað hún sem stofnaði Facebook-hópinn Jólabörn.

Samhengislaus súrrealismi Panama-skjalanna
Kvikmyndin The Laundromat hefur undanfarið verið sýnd á kvikmyndahátíðum víða um heim en er nú loksins kominn á Netflix þar sem hún er best geymd.

Djúpköfun ofan í myrkur sálarinnar
Sýningar á þýsku kvikmyndinni Der goldene Handschuh, eða Gyllti hanskinn, eru hafnar í Bíó Paradís undir þeim formerkjum að hér sé án efa komin "ógeðslegasta mynd sem þú munt sjá á árinu!“

Loftslagsmálin til umræðu á þingi Norðurlandaráðsins
Þing Norðurlandaráðs, hið 71. í röðinni, fer fram í Stokkhólmi í vikunni en þar koma saman þingmenn og ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum. Loftslagsmál, sjálfbærni og þátttaka ungs fólks í mótun markmiða eru áberandi á dagskránni. Ísland fer með formennsku í ráðinu á næsta ári.

Aðferðir Arion aðfinnsluverðar
Á grundvelli vettvangsathugunar hjá Arion banka hefur Fjármálaeftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að úrbóta sé þörf við virðismat útlána bankans. Þetta kemur fram í gagnsæistilkynningu á vef eftirlitsins.

Skítblankur á túristavertíð
Fyrir tveimur árum brotlenti rithöfundurinn Þórarinn Leifsson á Íslandi, fráskilinn og svo blankur að hann fór á ferðaþjónustuvertíð. Við Gullfoss rumskaði svo rithöfundurinn og í nýrri bók gerir hann upp heilt ár af Gullhringjum.

Æxli endir á þróun
„Til að skilja uppruna krabbameinsins erum við að skoða heilbrigðan vef og hvernig stökkbreytingar safnast upp í honum áður en krabbameinið breytir öllu umhverfinu,“ segir Sigurgeir Ólafsson, doktorsnemi í erfðafræði við Cambridge-háskóla.

Tekinn með kókaín á Spáni
Íslenskur karlmaður var handtekinn á flugvellinum í Barcelona á Spáni með mikið magn af kókaíni. Maðurinn var á leiðinni til Íslands. Lagt hefur verið hald á mikið kókaín á þessu ári og er verðið lágt.

Tengsl fótboltans og bókmenntanna sterk
Nýlega var stofnaður íslenskur stuðningsmannaklúbbur Athletic Bilbao. Formaðurinn segir að menningin muni spila stóra rullu, líkt og hjá liðinu sjálfu. Hann hefur fulla trú á að liðið geti á ný aftur keppt viðp risa spænskrar knattspyrnu.

Kanna þurfi lögmæti kirkjusamnings
Undirnefnd sem fjárlaganefnd skipaði vegna nýs samnings ríkisins við Þjóðkirkjuna telur að óska þurfi eftir ítarlegum upplýsingum frá fjármálaráðuneyti um samninginn. Ríkisendurskoðun meti hvort samningurinn er í samræmi við lög um opinber fjármál.

Nasistar bíða færis
Þetta er tilraun til að skoða manneskjuna, segir rithöfundurinn Sjón um nýja skáldsögu sína sem fjallar um nýnasista í Vesturbænum í Reykjavík á sjöunda áratugnum.

Heiður að vera valinn
Evrópska keilusambandið valdi Arnar Davíð Jónsson til þess að keppa í úrslitunum á heimstúrnum í keilu sem fara fram í Kúveit í byrjun nóvember.

Bókin oft það eina að hverfa til
Þingeyingnum Kristínu Sigurðardóttur er bókmenntaáhugi í blóð borinn. Hún er metnaðarfullur lesandi sem heldur lestrardagbækur yfir það sem hún les og gefur hverri bók umsögn og stjörnur. Sjálf á hún sögu í smíðum.

Draumurinn að verða heimavinnandi húsfaðir
Björgvin Páll Gústavsson segir frá erfiðri barnæsku og glímu við kvíða og vanlíðan á fullorðinsárum í nýrri bók, Án filters. Í einlægu viðtali segir hann frá því hvers vegna hann ákvað að gera upp líf sitt og hvert hann stefnir. Honum finnst föðurhlutverkið mjög mikilvægt og í lok ferils síns á hann sér þann draum að verða heimavinnandi húsfaðir.

Vilja samstarf um jarðvarma
Fulltrúar hollenska fjármálaráðuneytisins í jarðhitamálum eru nú á Íslandi til að ræða samstarf í jarðvarmamálum. Framkvæmdastjóri Iceland Geothermal segir þá geta fært gróðurhúsabændum mikið.

Þrír ákærðir fyrir brot í starfi árlega frá 2016
Ellefu lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi á fjórum árum. Fyrsti sýknudómurinn féll í síðustu viku. Átta hafa verið sakfelldir. Langflestum málum var vísað frá. Þyngsti dómurinn er 15 mánaða fangelsi.

Kæra á hendur Sveini Andra felld niður
Kæra Skúla Gunnars Sigfússonar, sem kenndur er við Subway, og viðskiptafélaga hans á hendur Sveini Andra Sveinssyni hæstaréttarlögmanni hefur verið felld niður af héraðssaksóknara.

Ísland ekki lengur á toppi lista um jafnrétti og öryggi kvenna
Á nýjum alþjóðlegum lista yfir jafnrétti og öryggi kvenna fellur Ísland úr fyrsta sæti niður í það fimmta. Áhrifin eru mest í atvinnuþátttöku og kynjaskiptingu á þjóðþinginu. Þá fellur öryggi skarplega. Sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu segir of snemmt að fullyrða að bakslag hafi komið í jafnréttisbaráttuna.

Réttað yfir fyrrverandi IRA-liða vegna morða
Réttað verður yfir fyrrverandi IRA-liða vegna sprengjuárásar á tvo hermenn árið 1972. Eftir friðarsamkomulagið 1998 var 200 IRA-liðum heitið friðhelgi. Mál Downeys og útganga Bretlands úr ESB er vatn á myllu öfgahópa í landinu.

Landsbókasafn gleymir engum
Rétturinn til að gleymast á við um stórar leitarvélar eins og Google, en ekki Landsbókasafnið.

Óttast að tengsl rofni við sölu
Akureyrarstofa safnar nú hugmyndum um notkun á Sigurhæðum, húsi Matthíasar Jochumssonar, en mikil reiði blossaði upp eftir að bæjarstjórn tilkynnti að til stæði að selja húsið.

Síðustu tækifærin til að komast í EM-hópinn
Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því sænska undir stjórn Kristjáns Andréssonar í fyrri æfingaleik liðanna af tveimur í dag. Strákarnir okkar héldu til Svíþjóðar í gær og mæta heimamönnum í Kristianstad klukkan 17.00 að íslenskum tíma í kvöld en á sunnudaginn fer leikurinn fram í Karlskrona.

Sorgin sýndi mér hvað ég elska heitt
Eyjapæjan Svava Kristín Grétarsdóttir er nýr gestur í stofum landsmanna. Hún segir mótlæti í lífsins ólgusjó vera mun meiri skóla en fegurðarsamkeppnir.

Refsilaust tuð fær tvær mínútur
Þjálfarar í handbolta leyfa sér að segja ótrúlegustu hluti um dómara leiksins. Steininn tók úr þegar annar þjálfari ÍBV hraunaði yfir dómara en slapp við leikbann. Kurr innan handboltahreyfingarinnar í kjölfar dóms aganefndar HSÍ sem er sjálfstæð nefnd.

Landsbankinn hagnaðist um 3,2 milljarða
Landsbankinn hagnaðist um 3,2 milljarða á þriðja fjórðungi ársins, en á sama tíma í fyrra var hagnaður bankans 3,8 milljarðar

Hyggjast fljúga til Íslands í vor
Kínverska flugfélagið Juneyao Air hyggst hefja flug frá Shanghaí til Íslands næsta vor. Ríkisflugfélagið Air China er einnig að skoða möguleika á flugi á milli Peking og Keflavíkur í gegnum Kaupmannahöfn.

Háar fjárhæðir árlega frá ríkinu vegna ORRA
Gríðarlegur kostnaður fer í viðhald og rekstur bókhaldskerfis ríkisins. Kerfið er í eigu Oracle og Advania. Fyrirtækin fá hundruð milljóna árlega frá ríkinu vegna kerfisins. Fjármála- og efnahagsráðherra telur rétt að skoða málið.