

Að minnsta kosti þrjár konur til viðbótar telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni og/eða nauðgun af hálfu manns sem meðhöndlar fólk með stoðkerfisvanda.
Þróunarstofa hefur verið rekin innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH), frá árinu 2009 og hefur sinnt heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu.
Forsvarsmenn íþróttafélagsins Stjörnunnar hafa sent bæjaryfirvöldum í Garðabæ erindi þar sem óskað er eftir því að ráðist verði í framkvæmdir við að koma upp vökvunarkerfi á Samsung vellinum.
Hvernig verður lífið á Jörðinni árið 2118? Hækki hitastig jarðar um að meðaltali 2°C frá upphafi iðnbyltingar blasir afar dökk mynd við, samkvæmt skýrslu milliríkjanefndar SÞ um loftslagsbreytingar. Meðalhiti hefur þegar hækkað um 1°C og markmiðið verður að vera að fara ekki yfir 1,5°C.
Móður stúlku í meistarahópi Gróttu í fimleikum datt í hug að sörubakstur væri góð fjáröflun. Hana óraði þó ekki fyrir undirtektunum.
Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar í ár er svo spennandi að topp 10 listinn minn yfir áhugaverð þingmál, er topp 19 listi.
Erna Arnardóttir, ritari stjórnar Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ, óskar eftir því fyrir hönd félagsins í bréfi til bæjaryfirvalda að árlegri þrettándabrennu og flugeldasýningu verði fundinn nýr staður.
Brottfall nema úr framhaldsskólum hérlendis er mikið, en fréttir hafa borist um að eitthvað hafi dregið úr því og í vor útskrifuðust sumir dúxar framhaldsskóla með meðaleinkunnir yfir 9,8. Á sama tíma heyrist að 34% háskólanema hérlendis séu þunglyndir.
Ef eitthvað er að marka botnlausan haug viðtala við alls konar yfirburðafólk í viðskiptum og stjórnmálum þá er nánast ekkert til sem heitir að vakna of snemma eða sofa of lítið.
Félag atvinnurekenda (FA) og SFÚ, Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda, segja veiðigjaldafrumvarp sjávarútvegsráðherra ýta undir tvöfalda verðmyndun í sjávarútvegi og mismuna fyrirtækjum.
Reykjavíkurborg hefur auglýst eftir umsóknum um stofnframlög til kaupa eða byggingar á íbúðum fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum sem fram koma í lögum um almennar íbúðir.
Enginn vill sjá um rekstur jarðganga í gegnum Húsavíkurhöfða. Hvorki Vegagerðin né sveitarfélagið telja göngin á sínum vegum.
Ekki verður tekin afstaða til frávísunarkröfu verjenda fyrr en eftir að málið hefur verið flutt efnislega og lagt í dóm.
Mt. fujitive nefnist íslenskur listamaður sem er gífurlega vinsæll á Spotify. 10 milljónir hafa hlustað á vinsælasta lag hans og yfir milljón manns hlusta á tónlist hans á mánuði. Hann spilar á sínum fyrstu tónleikum hér á landi á Prikinu í kvöld.
Friðrik Sophusson, fyrrverandi ráðherra, er sjötíu og fimm ára í dag og ætlar að fagna því með kvöldverði í Valsfjósinu á Hlíðarenda með nánustu fjölskyldu sinni.
Paul Greengrass er mikill meistari þegar kemur að því að kvikmynda raunverulegar hörmungar. Hann nær þó ekki fyrri hæðum í afgreiðslu sinni á voðaverkunum í Útey árið 2011.
Íslendingar búa við einstakar aðstæður. Við búum á einangraðri eyju í miðju Atlantshafi, langt er í næstu lönd og við höfum ekki hefð fyrir því að senda unga fólkið okkar í stríð
Þeir sem stjórna tískuheiminum eru að stórum hluta gamlir karlar. Frægustu tískuhönnuðirnir eru flestir orðnir háaldraðir þótt þeir beri sig enn vel og fylgist vel með því nýjasta.
Leiðin liggur um votar slóðir á sögusviði aldanna þar sem lífsbaráttan við sjóinn markast af viðureign við náttúruna, lífið og dauðann.
Epli og appelsínur eru hvort tveggja matvörur og hnöttóttar á að líta. Það er líka hið eina sem þær eiga sameiginlegt. Við frekari samanburð yrði frekar fjallað um það sem ólíkt er með þessum vörum.
sasöngvarinn Bjarni Thor Kristinsson syngur á hádegistónleikum í Hannesarholti á sunnudaginn, 21. október, klukkan 12.15.
Um þessar mundir erum við Íslendingar að ráðast í eina stærstu og mikilvægustu framkvæmd er varðar uppbyggingu heilbrigðiskerfis þjóðarinnar.
Gengisveiking íslensku krónunnar og kostnaðarhækkanir hafa brotist fram í verðlagningu íslenskra heildverslana. Innnes, sem er ein af stærstu matvöruheildverslunum landsins, sendi tilkynningu þess efnis til viðskiptavina sinna í síðustu viku.
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hefur náð eftirtektarverðum árangri í spretthlaupi á þessu ári. Gullverðlaunin sem vann í vikunni á Ólympíuleikum ungmenna var góður endapunktur á góðu keppnisári.
Við, konur á Íslandi, njótum þeirra forréttinda að hér á landi býðst okkur reglubundin skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum
Hildur Fjóla Antonsdóttir, doktorsnemi í réttarfélagsfræði við háskólann í Lundi í Svíþjóð, gerði víðtæka rannsókn á árunum 2008-2009, ásamt Þorbjörgu Sigríði Gunnarsdóttur, þar sem þær fylgdu hverju einasta kynferðisbrotamáli eftir hjá lögreglunni.
Samráðshópur var skipaður af innanríkisráðherra árið 2016 til þess að smíða aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins.
Undirbúningur mun nú vera hafinn að innlimun Fjármálaeftirlitsins í Seðlabanka Íslands.
Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sagður hafa verið pyntaður og aflimaður áður en hann var myrtur. Mál hans er umtalað á alþjóðavettvangi og svertir orðspor krónprins Sádi-Araba, sem hefur haft þá ímynd að vera umbótasinni.
Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur.