
Birtist í Fréttablaðinu

Vöxtur og verðmæti
Utanríkisráðherra hafði orð á því í ræðustól Alþingis fyrir nokkrum vikum að til þess að viðhalda óbreyttum vexti í hagkerfinu þyrftu Íslendingar að auka verðmæti útflutnings í næstu framtíð um einn milljarð á viku.

Nýting herbergja ekki verri í sjö ár
Herbergjanýting á hótelum á höfuðborgarsvæðinu í apríl nam tæpum 66 prósentum og hefur hún ekki mælst minni í apríl síðan 2011.

Í fangelsi vegna ferða til Rakka
Tæplega fertugur Dani, Tommy Mørck, var í rétti í Árósum dæmdur í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dvalið á átakasvæði í Sýrlandi án leyfis.

Þurfti ekki að baka fyrir samkynja par
Kristnum bakara í Colorado í Bandaríkjunum var heimilt að neita brúðkaupstertupöntun samkynja pars á grundvelli kynhneigðar þeirra.

Almenna leigufélagið fær að reka gistiheimili
Samkeppniseftirlitið aðhefst ekkert vegna kaupa Almenna leigufélagsins.

Ræða þurfi lífeyrismál út frá kynjajafnrétti
Íslendingar þurfa að fara að fjalla um lífeyrismál út frá jafnrétti kynjanna, segir forstjóri Tryggingastofnunar. Ekki hafi verið fjallað nægilega mikið um þá hlið.


Gosdrykkjastríð milli strákanna okkar
„Við gleðjumst bara yfir því þegar menn ná góðum samningi við styrktaraðila, og því ekkert fúlir yfir því.“

Líklegt að tala látinna hækki eftir versta gosið í rúma öld
Tugir fórust í mannskæðasta eldgosi undanfarinna hundrað ára í Gvatemala. Hundruð hafa slasast og margra er saknað. Forsetinn lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og neyðarástandi í nágrenni við eldfjallið.

Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar
Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki.

Drottning Vestfjarða í söluferli
Hin sögufræga eyja Vigur er kominn í söluferli. Bóndinn ætlar að bregða búi en hann hefur búið þar í rúm 40 ár. Súðavíkurhreppur gæti átt forkaupsrétt en sveitarstjórinn þar segir eyjuna fallegasta stað Vestfjarða og er af nægu að taka.

Hátíð í bæ
Skömmu áður en Listahátíð í Reykjavík var formlega sett í Hafnarhúsinu síðastliðinn laugardag léku voldugar risaeðlur lausum hala í miðbænum og vöktu að sjálfsögðu óskipta athygli áhorfenda.

Reglurnar verði líkari reglum á Norðurlöndum
Framkvæmdastjóri SI lítur yfirlýsingu norrænna ráðherra um að Norðurlöndin eigi að verða samþættasti byggingamarkaður í heimi jákvæðum augum. Formaður Sjálfsbjargar vill fá á hreint hver útgangspunktur vinnunnar eigi að vera.

Ölmusa útgerðarinnar
Það var engin tilviljun sem réði því að ríkisstjórnin afréð að koma ekki með frumvarpið um lækkun veiðigjalda fyrr en eftir byggðakosningarnar.

Breytingar á fyrirspurnum þingmanna ekki til umræðu
Munnlegum fyrirspurnum þingmanna til ráðherra hefur farið fækkandi meðan skriflegar færast í aukana. Fleiri möguleikar standa þingmönnum til boða. Mikilvægt verkfæri í eftirliti þingsins með stjórnvöldum.

Óendurgoldin ást
Þegar sólin loksins skín lifnar allt við. Líka mannsandinn.

Ísland, reiðin og fámennið
Andrúmsloftið er að breytast.

Reyndi að tengjast voninni hjá þeim sem komust af
Tónskáldið Biggi Hilmars var ráðinn af bresku sjónvarpsstöðinni Channel 4 til að semja tónlist fyrir heimildarmynd um brunann í Grenfell fjölbýlishúsinu í London. Alls létust 72 í brunanum.

Eldhúsdagur á Alþingi
Almennar stjórnmálaumræður, eða eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi klukkan hálfátta í kvöld og verða venju samkvæmt sendar út í útvarpi og í sjónvarpi.

Sporðaköst fara aftur í vinnslu eftir 20 ára hlé
Tuttugu ár eru liðin frá því að síðasta þáttaröð af Sporðaköstum fór í loftið. Eggert Skúlason vill fanga breytingarnar sem orðið hafa í ám og vötnum á þeim tíma sem liðinn er.

Lögreglumaður fær mildari dóm
Landsréttur hefur mildað dóm yfir lögreglumanni sem gekk of hart fram gegn gæsluvarðhaldsfanga sem til stóð að leiða fyrir dómara.

Rauði krossinn býst við 200 tonna aukningu í ár
Fatasöfnun Rauða krossins bárust um 3.200 tonn af fatnaði í fyrra. Í dag hefst átakið fatasöfnun að vorlagi og verður fatasöfnunarpokum dreift á öll heimili. Mikilvægur þáttur í umhverfisvernd að skila gömlum fatnaði á réttan stað.

Viðræður halda áfram í Reykjavík en erfið fæðing í Kópavogi
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og VG ætla að hittast klukkan níu í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti til að halda viðræðum um meirihluta áfram.

Arabíska númer tvö í Svíþjóð
Arabíska er nú orðin næstalgengasta móðurmálið í Svíþjóð.

Sjúklingur í lífshættu segist hafa gleymst
Hjartveikur maður hefur kvartað til Landlæknis eftir að hafa gleymst á gangi hjartagáttar Landspítalans í síðustu viku. Sat afskiptur með hjartaverk í fimm tíma. Tveimur dögum eftir að hann leitaði fyrst á deildina fór hann í þræðingu. Slagæð reyndist nær alveg lokuð.

Zúistum fækkar um 37 prósent
Meðlimum trúfélags zúista á Ísland fækkaði um 37 prósent á tveimur árum.

Engu svarað um gæsluvarðhald
Engin svör fengust við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar.

Ótrúleg orka sem streymir í mig og til áhorfenda
Tónlistarkonan Gaelynn Lea kemur fram á Listahátíð á mánudagskvöld ásamt gítarleikaranum Al Church. Hún segist aldrei hafa ætlað sér að verða tónlistarkona en að það veiti henni tilfinningu sem er engu lík.

Það verður áhugi á Tryggva í 2. umferð
Fréttablaðið fékk sérfræðing ESPN, Jonathan Givony, til að rýna í möguleika Tryggva Hlinasonar í nýliðavali NBA-deildarinnar. Hann segir að miðherjinn gæti verið valinn seint í 2. umferð en hann vanti enn reynslu fyrir stærsta sviðið.

Verðum að vera afar snöggir og skarpir í hugsun í leik okkar
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir að liðið þurfi að læra marga hluti hratt á næstu dögum. Liðið mæti öflugri andstæðingnum og á stærra sviði en áður.