Hinsegin

Demi Lovato er kynsegin
Söngvarinn Demi Lovato er kynsegin og greinir frá því á Twitter.

Þar sem ástin er kæfð
Á Íslandi má oft sjá regnbogafána á ótrúlegustu stöðum. Oft eru þeir litlir og virðast kannski óþarfir, en jafnvel krítaður regnbogafáni á töflunni á kaffihúsi vermir mörgu hinsegin fólki um hjartað og gefur til kynna að um öruggara rými sé að ræða.

Regnbogafánanum flaggað fyrir utan Höfða
Regnbogafáninn hefur verið dreginn að húni fyrir utan Höfða í tilefni af alþjóðlegum degi gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar voru veitt þar í dag.

Mismunun gagnvart hinsegin fólki aukist á tímum heimsfaraldurs
Einn af hornsteinum heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun er að takast á við ójöfnuð.

Alexandra Briem næsti forseti borgarstjórnar
Alexandra Briem mun taka við embætti forseta borgarstjórnar Reykjavíkur þriðjudaginn 18. maí næstkomandi af Pawel Bartozek sem hefur gegnt embættinu frá árinu 2019. Alexandra verður fyrsta trans konan til þess að gegna embættinu.

Trans konur dæmdar í fimm ára fangelsi fyrir „tilraun til samkynhneigðar“
Dómstóll í Kamerún hefur dæmt tvær trans konur í fimm ára fangelsi fyrir „tilraun til samkynhneigðar“ og önnur brot. Konurnar voru upphaflega handteknar vegna klæðaburðar á veitingastað.

Bandarísk sendiráð mega aftur draga regnbogafánann að hún
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað sendiráðum og -skrifstofum um allan heim að draga regnbogafánann að hún til að styðja samfélag hinsegin fólks.

Fordæmir „atvinnupólitíkusa“ og heitir því að verða lausnamiðuð
Fyrrverandi Ólympíuíþróttakonan og raunveruleikastjarnan Caitlyn Jenner hefur tilkynnt framboð sitt til ríkisstjóra Kaliforníu. Boðað var til kosninga þegar nógu margar undirskriftir lágu fyrir til að kjósa um framtíð núverandi ríkisstjóra.

Refsað með rauðu spjaldi fyrir að bera regnbogalitina í Færeyjum
Ekki má nota fótboltann til að sýna hinsegin fólki stuðning í Færeyjum. Knattspyrnusambandið þar í landi hefur fyrirskipað að þeir sem beri regnbogaliti, til dæmis á fyrirliðaböndum, verði reknir af velli.

Segist ekki upplifa fordóma í sundi: Fólk horfi en það sé saklaus forvitni
„Ég er búin að fara í margar sundlaugar á Íslandi og ég hef ekki upplifað neina fordóma,“ sagði Veiga Grétarsdóttir í Bítinu á Bylgunni í morgun. „Ég hef alveg upplifað að fólk horfir, það er ekki það, en ekki fordóma.“

„Við getum ekki verið að skilyrða mannréttindi við drastísk inngrip í líkama fólks“
Transfólk sækir sundlaugar sjaldnar en það vildi og raunar íþróttaiðkun almennt, segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn. Hún segir það upplifa að það sé óvelkomið. Um sé að ræða lýðheilsuvandamál.

Banna meðferð fyrir transbörn
Ríkisþing Arkansas í Bandaríkjunum ógilti neitunarvald ríkisstjórans og samþykkti bann við læknismeðferð fyrir transbörn í ríkinu. Með lögunum verður læknum bannað að veita transbörnum yngri en átján ára hormónameðferð eða skera þau upp.

Nýir tímar kalla á nýjar reglur
Á nýliðnum fundi Samtakana 78 var samþykkt tillaga um að skora á heilbrigðisyfirvöld, heilbrigðisráðherra, Blóðbankann og ráðgjafanefnd um fagleg málefni blóðbankaþjónustu um að endurskoða þá reglu að karlmönnum sem haft hafa mök við aðra karlmenn (MSM) sé ekki leyfilegt að gefa blóð.

Nýstárlegri starfsemi í gömlu húsi ætlað að koma Norðfirði á kortið
Fyrsta alþjóðalega gestavinnustofan hérlendis fyrir hinsegin listamenn verður opnuð í Neskaupstað um páskana í næstelsta húsi bæjarins. Stofnendur vonast til að verkefnið komi Norðfirði á kortið fyrir menningarlega sérstöðu.

Rekstrinum kippt undan Pink Iceland sem hefur opnað CBD verslun
Í tíu ár hefur Pink Iceland látið drauma ferðafólks rætast sem kemur til Íslands til að gifta sig. Brúðkaupin eru orðin fleiri en sex hundruð, hvert öðru litríkara og ævintýralegra og hægt væri að gera heilan raunveruleikaþátt út frá ótrúlegum sögum brúðkaupsskipuleggjanda.

Mummi reynir að koma vitinu fyrir páfa
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ritað hans heilagleika, Frans páfa í Vatíkaninu, opið bréf þar sem hann fer vinsamlegast fram á að hann dragi til baka ákvörðun um að samband samkynhneigðra para njóti ekki blessunar kaþólsku kirkjunnar.

Bann við hjónaböndum samkynja para stangast á við stjórnarskrá
Dómstóll í Japan hefur dæmt að það stangist á við stjórnarskrá landsins að hjónabönd samkynja para hafi enn ekki verið heimiluð af hálfu hins opinbera.

Prestar í uppreisn gegn Páfagarði
Samtök kaþólskra presta sem hafa lengi verið þyrnir í síðu vatíkansins, hafa lýst því yfir að meðlimir þeirra muni blessa samvist samkynja para, þvert á skipun forsvarsmanna kirkjunnar sem opinberuð var í gær.

Saga af bestu manneskju í heimi
Ég ætla að segja þér frá bestu manneskju í heimi. Hún er góðmennskan uppmáluð og fer aldrei í manngreinarálit. Hún er ávallt með opinn faðm og hjartalag hennar er einstaklega fallegt. Þetta er mesta fyrirmyndarmanneskja sem heimurinn hefur séð. Hún gerir ekki upp á milli fólks, og elskar alla. Alla nema þig.

Vatíkanið bannar blessun samvistar samkynja para
Vatíkanið gaf í dag út ákvörðun, sem Frans páfi, samþykkti, um að kaþólskir prestar megi ekki blessa samvist samkynja para. Það sé ekki í samræmi við ætlanir guðs og ekki sé hægt að blessa syndsamlega hegðun.

Þorbjörg áfram formaður Samtakanna '78
Þorbjörg Þorvaldsdóttir var í dag kjörinn formaður Samtakanna '78 í þriðja sinn. Þorbjörg tók við formennsku árið 2019 af Maríu Helgu Guðmundsdóttur sem hafði verið formaður frá árinu 2016.

Skipuleggjendur sumarhátíða eru bjartsýnir á þróun mála
Ef bólusetningar ganga jafn vel hérlendis og vonir standa til, eru skipuleggjendur bjartsýnir á að geta blásið til sumarhátíða. Þeir segjast þó hafa lært að gera ráð fyrir öllum mögulegum útkomum og eru við öllu búnir.

Buðu þeim hjálp sem óttast að koma út úr skápnum
Danska knattspyrnustjarnan Pernille Harder og kærasta hennar, sænska landsliðskonan Magdalena Eriksson, nýttu Valentínusardaginn í að bjóða fram stuðning til þeirra sem eiga erfitt með að opinbera kynhneigð sína.

Banna transstúlkum og -konum að taka þátt í keppnisíþróttum
Öldungadeild Mississippi samþykkti á fimmtudag að banna transstúlkum og -konum að taka þátt í keppnisíþróttum í framhalds- og háskólum. Bannið var samþykkt með 34 atkvæðum gegn níu.

Samkynhneigðir menn sem flúðu ofsóknir ákærðir fyrir hryðjuverk
Yfirvöld í Téténíu hafa hrundið af stað rannsókn vegna meintra hryðjuverka tveggja samkynhneigðra manna sem flúðu lýðveldið í fyrra en voru handteknir í Moskvu í síðustu viku og sendir aftur til baka.

Fyrsti samkynhneigði ráðherra Bandaríkjanna sem þingið staðfestir
Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag tilnefningu Pete Buttigieg í embætti samgönguráðherra í ríkisstjórn Joes Biden.

Mun fleiri „konur“ en „karlar“ breytt skráningu í kynsegin/annað
Fjórtán hafa fengið kynskráningu sinni breytt hjá Þjóðskrá Íslands eftir að opnað var fyrir þann möguleika að velja „kynsegin/annað“ eftir áramót.

Fellir úr gildi bann við transfólki í Bandaríkjaher
Trans fólk fær nú aftur að gegna herþjónustu í Bandaríkjunum eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti felldi úr gildi bann sem Donald Trump tilkynnti sumarið 2017. Hvíta húsið greindi frá þessu í dag og sagði styrkleika þjóðarinnar felast í fjölbreytileikanum.

JoJo Siwa kemur út úr skápnum
Samfélagsmiðlastjarnan og söngkonan JoJo Siwa segist himinlifandi eftir að hafa tilkynnt að hún skilgreini sig hinsegin. Siwa, sem er sautján ára gömul, hafði gefið þetta í skyn á samfélagsmiðlum undanfarna daga en staðfesti það svo í löngu myndbandi sem hún birti í gær.

Kynhlutlaus fornöfn: „Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök“
„Ég hef upplifað óöryggi hjá fólki við að nota nýju fornöfnin. Besta leiðin til að ræða við fólk um þessi orð að mínu mati er að draga úr hræðslunni. Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök,“ segir Tótla I. Sæmundsdóttir fræðslustýra Samtakanna '78 í viðtali við Makamál.