KSÍ

Fréttamynd

Ómögulegt að ætla að hringja og biðja um leyfi

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í dag. Hann kallar eftir skýrum ramma um hverja megi velja í landsliðið í kjölfar þess að stjórn KSÍ tók Kolbein Sigþórsson úr hópi liðsins fyrir yfirstandandi landsliðsverkefni.

Fótbolti
Fréttamynd

Aukaþing KSÍ fer fram 2. október

Knattspyrnusamband Íslands hefur boðað til aukaþings laugardaginn 2. október næst komandi. Þar verður nýr formaður auk nýrrar stjórnar sambandsins kosin.

Fótbolti
Fréttamynd

Á­kvörðun stjórnar KSÍ

Málefni knattspyrnumannsins Kolbeins Sigþórssonar hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga. Upphaf umræðunnar er að rekja til þess að kona sem kveðst hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu landsliðsmannsins á árinu 2017 steig fram. Afleiðingarnar eru þekktar.

Skoðun
Fréttamynd

Slíta öll tengsl við þáttinn í kjölfar umdeildra ummæla

Domino‘s, Thule og Coca Cola hafa slitið samstarfi sínu við íþróttahlaðvarpið The Mike Show í kjölfar gagnrýni á orðræðu þáttastjórnenda. Varða athugasemdirnar meðal annars ummæli sem stjórnendur létu falla um mál KSÍ og ásakanir á hendur landsliðsmönnum. 

Innlent
Fréttamynd

Ætla að sjá til þess að KSÍ taki trúverðug skref til úrbóta

Forstjóri Vodafone, eins styrktaraðila Knattspyrnusambands Íslands, segir það hafa verið afskaplega dapurt að fylgjast með atburðarásinni í kringum sambandið undanfarna daga. Atburðarásin sýni hve mikið mein kynferðislegt áreiti og ofbeldi sé í íslensku samfélagi. Fyrirtækið ætli að leggja sitt á vogarskálarnar og sjá til þess að trúverðug skref til úrbóta verði tekin.

Innlent
Fréttamynd

Íþróttahreyfingin geti gert töluvert betur en vandamálið samfélagslegt

Viðar Halldórsson, félagsfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að íþróttahreyfingin geti gert mun betur þegar kemur að menntun ungs íþróttafólks. Hann vonar að lærdómur verði dreginn af máli KSÍ og þá varar hann við því að allt íþróttafólk sé sett undir hatt ofbeldismenningar.

Sport
Fréttamynd

Kári: Þetta er svolítið öfgafullt

Kári Árnason, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður Víkings frá Reykjavík, segir strembið að koma inn í landsliðsverkefni við þær kringumstæður sem uppi eru. Bæði formaður og stjórn KSÍ hafa sagt af sér í vikunni vegna brota manna í landsliðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Kannast hvorki við að hafa beitt konurnar of­beldi né á­reitt

Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrnumaður, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana sem Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur borið á hann. Hann segist ekki kannast við að hafa áreitt hana eða vinkonu hennar og neitar sök. Hegðun hans hafi hins vegar ekki verið til fyrirmyndar og hann beðið konurnar afsökunar.

Innlent
Fréttamynd

KSÍ-málið í kastljósi heimspressunnar

BBC, einn víðlesnasti fjölmiðill heims, fjallar um KSÍ-málið svokallaða í dag. BBC slær því upp að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sé sorgmædd yfir stöðu mála hjá KSÍ í tengslum við þær ásakanir sem settar hafa verið fram að undanförnu. Aðrir stórir enskumælandi miðlar eru einnig byrjaðir að fjalla um málið.

Innlent
Fréttamynd

Klara Bjartmarz farin í leyfi

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, er farin í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir Óskar Örn Guðbrandsson á samskiptadeild KSÍ í samtali við fréttastofu. Hann vísaði á fulltrúa stjórnar varðandi nánari upplýsingar.

Sport
Fréttamynd

Óska eftir svig­rúmi fyrir knatt­spyrnu­hreyfinguna

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íslenskur toppfótbolti og Knattspyrnusamband Íslands óskar eftir því að knattspyrnuhreyfingin á Íslandi fái svigrúm til þess að framfylgja aðgerðaráætlun sem samþykkt var á fundi stjórnar KSÍ í gær.

Sport
Fréttamynd

Hver er Klara Bjartmarz?

Klara var varaformaður Samtakanna 78 þegar stórir sigrar unnust í þeirri baráttu og hefur leitt og fylgt eftir allri uppbyggingu kvennalandsliðanna í þau 27 ár sem hún hefur starfað hjá KSÍ. Hún hefur barist við ómenningu og karlrembu alla tíð. Hún er feministi, baráttukona fyrir homma, lesbíur og aðra minnihlutahópa og hefur alltaf og mun alltaf beita sér fyrir réttindum og velferð þessara hópa.

Skoðun
Fréttamynd

Óttast að FIFA taki yfir stjórn KSÍ ef Klara stígur til hliðar

Meðlimir stjórnar Knattspyrnusambands Íslands, sem sagði af sér í gær og boðaði til aukaþings þar sem ný stjórn verður kjörin, hefur varist allra frétta af framgangi mála innan sambandsins í dag. Stjórnin óttast að FIFA taki yfir stjórn sambandsins, verði framkvæmdastjóranum vikið úr starfi.

Sport