Vísindi

Fréttamynd

Leynilegu geimfari lent aftur eftir langa geimferð

Geimher Bandaríkjanna lenti um helgina leynilegu geimfari á jörðinni eftir að það hafði verið út í geimi í 908 daga. Það er mettími en áður hafði geimfarið, sem ber heitið X-37B lengst verið 780 daga í geimnum. Þetta var sjötta geimferð X-37B.

Erlent
Fréttamynd

Framúrskarandi vísindakona

Það var gaman að heyra um hina framúrskarandi vísindakonu Unni Þorsteinsdóttursem talin er vera áhrifamesta vísindakona í Evrópu og sú fimmta í heiminum. Vísindaheimurinn hefur lengi verið ansi karllægur og vísindakonur ekki beinlínis átt upp á pallborðið þar.

Skoðun
Fréttamynd

Neander­dals­fjöl­skylda finnst í fyrsta sinn

Vísindamenn hafa í fyrsta sinn fundið fjölskyldu Neanderdalsmanna á einum og sama staðnum. Uppgötvunin veitir meiri upplýsingar en nokkru sinni fyrr um samfélag þessa nána ættingja nútímamannsins.

Erlent
Fréttamynd

Mars­skjálfta­mælir nam stóran loft­steina­á­rekstur

Tvíeyki bandarískra geimkönnunarfara náðu í sameiningu að verða vitni að því þegar stór loftsteinagígur myndaðist á yfirborði Mars í fyrra. Það sem árekturinn leiddi í ljós gætti haft þýðingu fyrir mannaða leiðangra til reikistjörnunnar í framtíðinni.

Erlent
Fréttamynd

Unnur er á­hrifa­mesta vísinda­kona Evrópu

Unnur Þorsteinsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, hefur verið útnefnd áhrifamesta vísindakona Evrópu og sú fimmta áhrifamesta í heiminum.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu

Deildarmyrkvi á sólu verður sjáanlegur frá Íslandi í dag ef veður leyfir. Myrkvinn hefst klukkan 8:59 og nær hámarki tæpri klukkustund síðar, klukkan 9:46.

Innlent
Fréttamynd

Webb endurgerði frægustu mynd Hubble

Hluti Arnarþokunnar sem hlaut nafnið Stöplar sköpunarinnar þegar Hubble-geimsjónaukinn gerði hann frægan fyrir meira en aldarfjórðungi er skarpari en nokkru sinni fyrr á mynd sem James Webb-geimsjónaukinn, arftaki Hubble, náði.

Erlent
Fréttamynd

Tunglið gæti hafa myndast á nokkrum klukku­stundum

Mögulegt er að tunglið hafi myndast mun hraðar en talið hefur verið fram að þessu. Hermun tölvulíkans bendir til þess að það kunni að hafa myndast á aðeins nokkrum klukkustundum eftir árekstur jarðarinnar við aðra frumreikistjörnu.

Erlent
Fréttamynd

Fundu óvænt málm í andrúmslofti glóandi gasrisa

Uppgötvun á málmtegundinni barín í lofthjúpi tveggja fjarlægra fjarreikistjarna kom vísindamönnum í opna skjöldu. Svo þungt frumefni hefur ekki áður fundist í lofthjúpi reikistjörnu og er fundurinn sagður afhjúpa hversu lítið menn vita enn um reikistjörnur í öðrum sólkerfum.

Erlent
Fréttamynd

Vill gefa Reykjavík risaeðlu

Nýr og tiltölulega óvenjulegur eldri borgari mun mögulega bætast við íbúahóp Reykjavíkur á næstunni. Þar er um að ræða um 65 milljóna ára gamla risaeðlu, nánar tiltekið þríhyrnu, sem fimm ára stúlka fann.

Innlent
Fréttamynd

Hlýnun gerði þurrka í sumar tuttugufalt líklegri en ella

Þurrkar í þremur heimsálfum í sumar voru tuttugufalt líklegri til að eiga sér stað en ella vegna hnattrænnar hlýnunar. Stórfljót þornuðu upp, uppskerubrestur varð og skógareldar kviknuðu í þurrkunum í Evrópu, Kína og Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Fyrstu myndirnar af vatnaveröldinni Evrópu í tuttugu ár

Könnunarfarið Júnó er byrjað að senda myndir frá nærflugi sínu hjá ístunglinu Evrópu við Júpíter. Myndirnar eru þær fyrstu af tunglinu frá því að Galíleó flaug þar fram hjá fyrir 22 árum. Talið er að haf fljótandi vatns sé að finna undir ísilögðu yfirborði Evrópu þar sem líf gæti mögulega þrifist.

Erlent
Fréttamynd

NASA og SpaceX vilja lengja líftíma Hubble

Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX hafa gert samkomulag um tilraunaverkefni sem snýr að því að hækka mögulega sporbraut geimsjónaukans Hubble og lengja líftíma hans. Það voru forsvarsmenn SpaceX og Polaris Program sem leituðu til NASA og lögðu til að möguleiki þess að þjónusta Hubble á þennan hátt, og mögulega aðra gervihnetti, yrði rannsakaður.

Erlent