
Fjölmiðlar

Fjölmiðlanefnd úrskurðar Mannlífi í vil í deilu við Róbert Wessman
Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sólartúni ehf., fjölmiðlaveitu Mannlífs, hafi verið heimilt að synja beiðni Róberts Wessman um andsvör vegna umfjöllunar á vef Mannlífs í maí á þessu ári.

Blaðamenn DV og Fréttablaðsins brutu ekki siðareglur
Ágúst Borgþór Sverrisson, blaðamaður DV, og Sigurjón Björn Torfason, blaðamaður Fréttablaðsins, brutu ekki siðareglur Blaðamannafélags Íslands með umfjöllun um meint ofbeldi innan Orkuveitu Húsavíkur.

Leikari afhjúpaður fyrir að leika nýja persónu í hverju viðtali
Allt er þegar þrennt er, eins og sannast í máli Hákonar Jóhannessonar leikara sem var „afhjúpaður“ í Íslandi í dag fyrir að setja upp sakleysislegan en fjölbreyttan leikþátt í hvert sinn sem fjölmiðlamaður gerist svo óheppinn að beina að honum hljóðnema.

Höddi Magg til liðs við RÚV
Sparkspekingurinn Hörður Magnússon verður álitsgjafi á RÚV í umfjöllun ríkisútvarpsins um Mjólkurbikarinn, deildarkeppni karla og kvenna í knattspyrnu.

Ekkert eðlilegt við að fjölmiðlar gefi vinnu sína
Viðskiptablaðið hefur takmarkað það magn efnis sem er aðgengilegt lesendum að endurgjaldslausu. Ritstjóri miðilsins segir ekkert eðlilegt við það að fjölmiðlar gefi vinnu sína og um sé að ræða mjög eðlilegt skref.

Óðinn snýr aftur í blaðamennskuna
Óðinn Jónsson, fyrrverandi fréttastjóri RÚV, hefur verið ráðinn blaðamaður hjá ferðamiðlinum Túrista. Óðinn kemur frá samskiptastofunni Aton.JL þar sem hann hefur starfað undanfarin ár sem ráðgjafi.

Íslendingar bera af í Eurovision-glápi
Íslendingar eru sú þjóð sem horfði hlutfallslega mest á Eurovision í ár. Samkvæmt mælingum sem Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafa birt á vef sínum var áhorf á keppnina hér á landi 96,4 prósent, meira en á nokkrum öðrum markaði.

Mariam ráðin markaðsstjóri fjölmiðla hjá Stöð 2 og Vodafone
Mariam Laperashvili hefur verið ráðin markaðsstjóri fjölmiðla hjá Stöð 2 og Vodafone.

Félag fréttamanna og Blaðamannafélag Íslands sameinast
Félagar í Blaðamannafélagi Íslands og félagar í Félagi fréttamanna, stéttarfélagi fréttamanna á Ríkisútvarpinu, hafa samþykkt að sameina félögin undir merkjum Blaðamannafélags Íslands.

„Landabruggarinn“ Gísli Einarsson segist ekki auglýsa viskí
Gísli Einarsson, ritstjóri Landans, segir að umfjöllun hans um Reyka-viskí sé ekki áfengisauglýsing heldur sé um að ræða nýsköpun og áhugavert umfjöllunarefni sem slíkt.

Eva Laufey ráðin markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir hefur verið ráðin sem markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups.

Hlutlausir blaðamenn sem gefa ekkert upp um eigin stjórnmálaskoðanir
Yngstu fréttamönnum landsins, sem fjalla nú um sínar fjórðu kosningar á ferlinum, er umhugað um skipulagsmál og flugvöllinn í Vatnsmýri. Þeir segja aðgengi að stjórnmálafólki furðugott en gefa ekkert upp um eigin stjórnmálaskoðanir.

Kosningavakan í ár verður á Stöð 2 Vísi
Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar verður á kosningavaktinni alla helgina þegar úrslitin ráðast í baráttunni um sveitarstjórnir landsins. Í ár verður kosningavaka fréttastofunnar á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi sem er opin öllum.

Lögreglumenn börðu syrgjendur í útför blaðakonu
Ísraelskir lögreglumenn börðu syrgjendur með kylfum í útför blaðakonu al-Jazeera sem var skotin til bana á Vesturbakkanum á miðvikudag. Kistuberar misstu kistu hennar stuttlega vegna atgangsins.

Aukinn hagnaður Sýnar milli ára
Hagnaður Sýnar á fyrsta ársfjórðungi ársins nam 207 milljónum krónum samanborið við 231 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra. Tekjur félagsins á ársfjórðungnum námu 5,7 milljörðum krónum og jukust um tæplega 700 milljónir á milli ára.

N4 slaufar kosningaumfjöllun eftir að Kattaframboð neitar að borga fyrir þátttöku
Til stóð að akureyrska sjónvarpsstöðin N4 yrði með sérstakan kosningaþátt eða þætti en babb kom í bátinn þegar Snorri Ásmundsson og Kattaframboðið gerðu athugasemd við að borga þyrfti fyrir þátttöku. Nú hefur alfarið verið fallið frá þeim fyrirætlunum stöðvarinnar að vera með kosningaumfjöllunina.

Hvað ræður þínu atkvæði?
Kosningapróf fjölmiðla fyrir sveitarstjórnarkosningarnar afhjúpa það sem margt fatlað fólk hefur lengi vitað: að lítill áhugi er fyrir mannréttindum fatlaðs fólks meðal kjósenda, hins opinbera og fjölmiðla.

Þetta segja erlendir blaðamenn um íslenska atriðið í ár
Íslenska atriðið er komið upp í tólfta sæti í veðbönkum en aðeins tíu lönd komast upp úr fyrra undankvöldinu. Við tókum púlsinn á erlendum blaðamönnum í höllinni og fengum að heyra hvað þeim finnst um lagið Með hækkandi sól.

Ekki vanhæfur þrátt fyrir „óviðeigandi“ ummæli
Þrátt fyrir að tvenn ummæli staðgengils lögreglustjórans á Norðurlandi eystra í garð fjölmiðlafólks séu talin óheppileg og óviðeigandi er hann ekki vanhæfur til að fara með rannsókn á meintu broti gegn friðhelgi Páls Steingrímssonar skipstjóra.

Þórður Snær segist ekki lengur geta setið undir óhróðri Páls
Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans og Arnar Þór Ingólfsson ætla að stefna Páli Vilhjálmssyni bloggara og framhaldsskólakennara fyrir meiðyrði.

Saka Facebook um að valda usla í Ástralíu til að hafa áhrif á löggjöf
Á meðan ástralska þingið fjallaði í fyrra um nýtt lagafrumvarp sem myndi krefja tæknirisa á borð við Facebook og Google um að greiða fjölmiðlum fyrir notkun á efni þeirra lokaði Facebook fyrir aðgang að áströlskum fjölmiðlum og tók niður síður ástralskra spítala, stofnana og góðgerðarfélaga.

Vísa forsíðufrétt Fréttablaðsins á bug
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir að forsíðufrétt Fréttablaðsins um að ráðuneytið hafi ekki fylgt reglum við ráðgjafakaup í tengslum við sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka eigi ekki við rök að styðjast.

Auglýsingadeild RÚV grimm á auglýsingamarkaði
Auglýsingadeild Ríkissjónvarpsins seldi auglýsingar fyrir rúma tvo milljarða í fyrra sem er um 25 prósenta vöxtur milli ára.

Kylie Minogue snýr aftur í Nágranna
Kylie Minogue mun snúa aftur í Nágranna eftir meira en þrjátíu ára fjarveru áður en framleiðslu þáttanna verður hætt í sumar. Jason Donovan, sem lék unnusta Kylie í þáttunum, snýr einnig til baka.

Gera samning um frekari framleiðslu og segja skilið við Sambandið
101 Productions og Sýn tilkynntu í dag um nýjan samning um þróun á íslensku sjónvarpsefni. Í samningnum felst einnig að Sýn taki alfarið yfir rekstur símafyrirtækisins 101 Sambandsins sem félögin hafa átt samstarf um undanfarin ár.

Sautján blaðamenn hlutu gullmerki Blaðamannafélags Íslands
Sautján blaðamenn gullmerki Blaðamannafélags Íslands í gær. Þeir sem hljóta gullmerkið hafa helgað líf sitt blaðamennsku, hafa starfað við það í fjörutíu ár eða helgað sig hagsmunum blaðamannastéttarinnar.

Arnar biðst afsökunar eftir Vikuna með Gísla Marteini
„Þó ég sé vel vanur að koma fram í sjónvarpi þá er ég ekki vanur umræðu á opinberum vettvangi um málefni er varðar kynþáttamisrétti og svör mín gætu hafa komið þannig út eins og ég væri ekki alveg í takt við raunveruleikann.“

Kröfu Þóru um vanhæfi lögreglunnar á Norðurlandi eystra hafnað
Kröfu Þóru Arnórsdóttur fréttamanns Ríkisútvarpsins um að embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yrði úrskurðað vanhæft til að rannsaka meint brot blaðamanna á friðhelgi einkalífs skipstjórans Páls Steingrímssonar hefur verið hafnað.

Leifur Hauksson er látinn
Útvarpsmaðurinn Leifur Hauksson er látinn, sjötugur að aldri, eftir veikindi.

Afsakaðu Gísli Marteinn!
Í sjónvarpsþætti sínum Vikan með Gísla Marteini nú á föstudagskvöldið fór þáttastjórnandi að venju yfir fréttir vikunnar á sinn hátt. Sagði hann meðal annars frá bílslysi sem Ómar oddviti okkar Miðflokksmanna í Reykjavík lenti í.