Landspítalinn

Fréttamynd

Til greina kemur að færri en tuttugu megi koma saman

Aldrei hafa fleiri legið inni á spítala vegna kórónuveirunnar hér á landi og nú eða sextíu og einn. Sóttvarnalæknir vill herða sóttvarnaaðgerðir og segir til greina koma að fækka þeim sem geta komið saman en í dag mega tuttugu gera það.

Innlent
Fréttamynd

117 smitaðir vegna Landakots

Hundrað og sautján hafa greinst með kórónuveiruna sem tengjast hópsýkingunni á Landakoti. Um 60 sjúklinga er að ræða og 57 starfsmenn.

Innlent
Fréttamynd

Sá látni var sjúklingur á Landakoti

Sá sem lést af völdum Covid-19 á síðasta sólarhring var sjúklingur á Landakoti. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­fólk í sótt­kví B á Landa­koti byrjað að veikjast

Starfsmenn á Landakoti unnu á fleiri en einni deild þegar hópsýkingin kom upp í síðustu viku, ólíkt því sem var í vor þegar fólki var óheimilt að fara á milli deilda vegna sýkingavarna. Þetta herma heimildir fréttastofu. Starfsmenn telja eðlilegt að spítalinn fari í rótargreiningu á hópsýkingunni.

Innlent
Fréttamynd

Segja engan fót fyrir ágreiningi um athugun á hópsýkingu

Landspítali og Embætti landlæknis segja Landspítala skoða hópsýkinguna á Landakoti með smitrakningu og njóti í því verkefni fulltingis smitrakningarteymis almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Af niðurstöðu þeirrar vinnu verði lærdómur dreginn.

Innlent
Fréttamynd

Hátt í níutíu smit tengjast Landakoti

Hátt í níutíu manns hafa nú smitast frá því hópsýking á Landakoti hófst. Sóttvarnalæknir segir tíu hafa bæst í hóp smitaðra í gær og að ekki sé búið að ná utan um sýkinguna.

Innlent
Fréttamynd

Búa sig undir tvær erfiðar vikur

79 smit hafa nú verið rakin til hópsýkingar Covid-19 á Landakoti. Starfsmenn Landspítala búa sig nú undir erfiðar tvær vikur hið minnsta, að sögn forstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Einn í öndunarvél og fjórir á gjörgæslu

Einn er nú í öndunarvél með Covid-19 og fjórir á gjörgæslu á Landspítalanum. Enginn þeirra tíu Covid-sjúklinga sem fluttir voru af Landakoti yfir á Landspítalann séu á gjörgæslu.

Innlent
Fréttamynd

Býst við fleiri smitum á Landakoti

Tuttugu og sex starfsmenn og sjúklingar á Landskotsspítala hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni og býst sóttvarnalæknir við að þeim gæti fjölgað eitthvað á næstu dögum. Hópsmitið sýni hversu lítið þarf til að veiran komist inn í viðkvæma hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir.

Innlent
Fréttamynd

Hópsmit á Landakoti

Hópsmit er komið upp á Landakoti og hafa nú alls sextán sjúklingar og sex starfsmenn greinst með veiruna. Landakoti hefur nú verið lokað.

Innlent