Landspítalinn

Lögreglan harmar tafir á rannsókn: Hafa þurft að leita út fyrir landsteinana eftir sérfræðiþekkingu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu harmar þann drátt sem hefur orðið á rannsókn í máli Nóa Hrafns Karlssonar, drengs sem lést vegna læknamistaka.

Notaði Google Translate til að segjast ætla að sprengja spítalann
Lögregla var kölluð út um klukkan fimm síðdegis í gær.

Fimm starfsmenn Landspítalans með stöðu sakbornings í máli Nóa Hrafns
Hjónin Karl Olgeirsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir hafa beðið í þrjú ár eftir svörum frá ríkinu vegna læknamistaka sem ollu því að sonur þeirra lést fimm dögum eftir fæðingu.

Meira um lokanir á bráðalegudeildum í sumar
Landspítalinn þarf að loka allt að hundrað og fjörutíu legurýmum í sumar en um er að ræða hefðbundnar sumarlokanir og lokanir vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum.

Landspítalinn braut ekki persónuverndarlög með HIV-spurningalista
Sjúklingurinn fékk ekki ávísað lyfinu.

Segir nýsamþykkta heilbrigðisstefnu marka tímamót
Ný heilbrigðisstefna var samþykkt á Alþingi í dag og er hún sú fyrsta sinna tegundar hér á landi. Heilbrigðisráðherra segir þetta mikil tímamót enda verið kallað eftir slíkri stefnu um árabil.

Kyrrðarjóga gegn kulnun
Hlúðu að sjálfum þér þegar þú hjúkrar öðrum er yfirskrift ráðstefnu þrjúhundruð svæfingar- og gjörgæsluhjúkrunarfræðinga sem nú stendur yfir í Hörpu. Aðstoðardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítala segir gríðarlegt álag fylgja starfinu og jóga og hugleiðsla sé afar áhrifaríkar leiðir til að fást við það. Þátttakendum á ráðstefnunni er boðið að kynnast jóga og áhrifum þess.

Þrír greindir með nær alónæmar bakteríur á Landspítalanum
Ein mesta ógn við lýðheilsu í heiminum.

Biðlistar enn mjög langir og biðtími óásættanlegur
Biðtími sjúklinga eftir liðskiptaaðgerðum hefur styst með þriggja ára átaki heilbrigðisyfirvalda en er enn langt umfram viðmið samkvæmt skýrslu landlæknisembættisins um árangur átaksins. Aðgerðum hefur fjölgað en eftirspurnin eftir þeim hefur einnig aukist umtalsvert.

Aðeins einstaklingsherbergi og innigarðar í nýjum meðferðarkjarna Landspítala
Nýr meðferðarkjarni við Landsspítalann sem verið er að byggja mun gjörbylta allri aðstöðu fyrir sjúklinga og starfsfólk að sögn forstjóra spítalans. Þar verða aðeins einsmannsherbergi og engir sjúkrahússgangar. Hönnunarstjóri segir mikilvægt að byrja strax að huga að nýjum Landspítala.

Landspítalinn greiddi 16% meira í yfirvinnu vegna manneklu
Mannekla í hópi hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum á síðasta ári olli því að laun og launatengd gjöld á spítalanum hækkuðu meira en launavísitala að sögn forstjóra spítalans. Þá réð hækkun á gengi því að lyfseðilsskyld lyf hækkuðu um tæpan fjórðung milli ára. Ársvelta spítalans hækkaði um ríflega sex milljarða króna milli 2017 og 2018.

Sjúkrahús allra landsmanna
Ársfundur Landspítalans verður haldinn í dag.

Segir Landspítalann hafa tekið við slæmu búi eftir einkarekstur
Pétur H. Hannesson, yfirlæknir á röntgendeild Landspítala, segir það af og frá að ástæður þess að biðtími eftir þjónustu við krabbameinsleit hafi lengst séu þær að þjónustan hafi flust til Landspítala.

Sjúkrahótelið við Hringbraut tekið í notkun
Sjúkrahótelið við Landspítalann á Hringbraut var tekið í notkun í gær og gistu fyrstu fjórir gestirnir á hótelinu í nótt, þrír sjúklingar og einn aðstandandi.

Röntgenlæknar fluttir inn frá Svíþjóð til að stytta biðlistana
Landspítali hefur fengið hjálp frá sænskum röntgenlæknum við myndgreiningar á brjóstakrabbameinum til að stytta biðlista spítalans. Nokkur skortur er á röntgenlæknum hér á landi.

Spara tíu milljónir
Landspítali varði um 4,6 milljónum króna í auglýsingar á samfélagsmiðlum í fyrra. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar á þingi.

Helga Jónsdóttir heiðursvísindamaður Landspítala
Helga er prófessor í hjúkrunarfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður hjúkrunar langveikra fullorðinna í samtengdri stöðu á Landspítala.

„Ekki vitað um dæmi „devils breath“-eitrunar hér á landi
Grunur leikur á um að rúmenska mafían hafi byrlað íslenskum feðgum ólyfjan á Tenerife fyrir nokkrum vikum og rænt þá um hábjartan dag.

Heilbrigðisráðherra bíður úttektar áður en ákvörðun verður tekin um nýtt biðlistaátak
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig fækka megi á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Hún kveðst bíða niðurstöðu úttektar frá Landlækni vegna biðlistaátaks. Um ellefu hundruð biðu eftir liðskiptaaðgerðum í október en Svandís segist ekki sannfærð um að þeir sem þurfi mest á aðgerð að halda komist alltaf fyrstir að.

Segir sjúkraliða ekki hafa sömu rödd innan Landspítalans
Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir að félagsmenn hafi ekki sömu rödd innan Landspítalans og hjúkrunarfræðingar og ljósmæður, sem séu aðilar að Hjúkrunarráði spítalans sem standi vörð um hagsmuni þeirra.

Gefast upp vegna álags
Nýliðun meðal sjúkraliða hefur ekki gengið í takt við spár. Formaður Sjúkraliðafélagsins segir stéttina vera að gefast upp vegna vinnuálags á sama tíma og eftirspurn fer vaxandi.

Heilbrigðisráðherra væntir lausna á mönnunarvanda í komandi kjarasamningum
Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að bæta starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og finna lausnir í komandi kjarasamningum. Þá þurfi að leita leiða til að fá fólk aftur til starfa á spítalana. Fjórum legurýmum var lokað á krabbameinsdeild Landspítalans í dag vegna mönnunarvanda að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands.

Alvarlegur skortur á sjúkraliðum á Landspítala og hjúkrunarheimilum
Alvarlegur skortur er á sjúkraliðum á heilbrigðisstofnunum sem veldur miklu álagi á þá sem starfa í faginu að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Kulnun hjá stéttinni hefur farið vaxandi og fjölmörg dæmi um að fólk hafi fallið úr vinnu.

Gera þurfi víðtækar breytingar til að fá hjúkrunarfræðinga aftur í störfin
Aldrei hefur verið jafn mikill skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum og síðustu misseri að sögn formanns hjúkrunarráðs spítalans. Hátt í þúsund hjúkrunarfræðingar starfa ekki í faginu og ef takast á að fá það fólk aftur þurfi að gera úrbætur á ýmsum sviðum.

Sjö af hverjum tíu aðgerðum frestað á gjörgæsludeild Landspítalans
Deildarstjóri segir að álag á starfsfólk sé gríðarlegt og geri það útsett fyrir kulnun. Þetta veldur líka andlegri og líkamlegri vanlíðan hjá sjúklingum og lengri tíma tekur að útskrifa þá af spítalanum.

Sjúklingar og starfsfólk á gjörgæslu Landspítalans líða fyrir undirmönnun
Deildarstjóri gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut segir alvarlegan skort á hjúkrunarfræðingum á deildinni. Ef nýta ætti öll rúm sem eru til staðar þyrfti að ráða í tíu til tólf stöðugildi. Hann segir mikið álag á starfsfólk nú þegar og of algengt að fresta þurfi aðgerðum.

Gjörgæslan gæti tekið mun fleiri
Skortur á starfsfólki er ástæða fyrir plássleysi gjörgæsludeildar Landspítalans, segir deildarstjóri gjörgæslu við Hringbraut. Fresta þurfti tíu aðgerðum á spítalanum fyrstu þrjá mánuði ársins vegna plássleysisins.

Vill að þjónusta sjálfstætt starfandi lækna verði nýtt til að eyða biðlistum
Annar varaformanna velferðarnefndar telur að ríkið eigi frekar að greiða fyrir einkarekna þjónustu hér á landi til að eyða biðlistum í aðgerðir en að senda fólk til Svíþjóðar. Þar sem aukafjárveitingar til ríkisspítala hafi ekki stytt biðlistanna sé þetta eina leiðin.

Undirbúa Sóllilju fyrir aðgerð í þriðja skiptið
Sjö mánaða gömul stúlka þarf að bíða eftir aðgerð á Landspítalanum vegna plássleysis á gjörgæsludeild. Ásgeir Yngvi Ásgeirsson, faðir stúlkunnar, segir ömurlegt að þurfa að undirbúa dóttur sína undir aðgerð í þriðja skiptið.

Samningsaðilar hafi skort á hjúkrunarfræðingum í huga
Hjúkrunarráð Landspítala sendi í gær frá sér áskorun þar sem skorað er á samningsaðila í komandi kjaraviðræðum hjúkrunarfræðinga að hafa skort á hjúkrunarfræðingum á spítalanum að leiðarljósi.