
Evrópusambandið

Mesti samdráttur í sögu evrusvæðisins
Landsframleiðsla evruríkjanna dróst saman um 12,1% á öðrum ársfjórðungi og hefur samdrátturinn aldrei mælst meiri á evrusvæðinu.

Fríverslunarsamningur við Breta fjarlægur draumur
Bretland og Evrópusambandið þurfa að búa sig undir að enginn samningur náist um útgöngu Breta úr sambandinu.

Vilja hefja flug milli Bandaríkjanna og Evrópu á ný
Stjórnendur stærstu flugfélaga heimsins hafa tekið sig saman og ritað bréf til stjórnvalda í Bandaríkjunum og Evrópu.

Björgunarpakki og fjárlög marki tímamót fyrir ESB
Leiðtogar ESB segja fjárlög sambandsins og risa björgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins marka tímamót í sögu Evrópu. 800 milljarða evra björgunaraðgerðir tryggi vonandi enduruppbyggingu álfunnar.

Björgunarpakkinn klassískt dæmi um hlutverk Evrópusambandsins
Samkomulag náðist um 750 milljarða evra björgunarpakka á fundi leiðtoga Evrópusambandsins í Brussel í nótt. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að um sé að ræða klassískt dæmi um störf og hlutverk Evrópusambandsins.

Samkomulag um björgunarpakkann í höfn
Leiðtogum Evrópusambandsins tókst í nótt að ná samkomulagi um 750 milljarða evra björgunarpakka sem ætlað er að endurreisa efnahag álfunnar eftir kórónuveirufaraldurinn.

Enn mikill ágreiningur um útfærslu björgunarpakkans
Leiðtogar Evrópusambandsins takast enn á um hvernig bregðast skuli við afleiðingum kórónuveirufaraldursins í álfunni.

Þolinmæði Macron og Merkel að þrjóta
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir mögulegt að ekki náist samkomulag um gríðarstóran björgunarpakka evrópusambandsríkjanna vegna efnahagsáfalls í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar.

Leiðtogar ESB funda um risavaxinn björgunarpakka
Leiðtogar Evrópusambandsins komu saman í dag til að reyna að ná saman um risavaxinn björgunarpakka til aðildarríkjanna vegna afleiðinga kórónuveirufaraldurins fyrir efnahag ríkjanna.

Deila um fyrirkomulag stuðningssjóðs vegna veirunnar
Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hittast í dag í fyrsta sinn augliti til auglitis frá því kórónuveirufaraldurinn fór að láta á sér kræla í Evrópu.

Leiðtogar heimsins hafi gefist upp á að bæta framtíð komandi kynslóða
Greta Thunberg og aðrir aðgerðasinnar birtu í dag opið bréf til leiðtoga heimsins þar sem kallað er eftir því að þeir fari að líta á loftslagsvandann sem alvöru ógn við mannkynið.

Álit EFTA bendir til að Vegagerðin hafi brotið lög um opinber innkaup
Skilningur kærunefndar útboðsmála á eðli samnings sem Vegagerðin bauð út í fyrra var staðfestur í ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins í dag. Álitið bendir til þess að Vegagerðin hafi brotið lög um opinber innkaup með því að auglýsa útboðið ekki á EES-svæðinu.

Apple þarf ekki að greiða milljarða í skatta á Írlandi
Almenni dómstóll Evrópusambandsins ógilti í dag ákvörðun framkvæmdastjórnar sambandsins sem skikkaði tæknifyrirtækið Apple til að greiða þrettán milljarða evra, jafnvirði um 2.080 milljarða íslenskra króna, í skattaskuld á Írlandi.

Telur ólíklegt að Pólland segi sig úr Evrópusambandinu
Íhaldssamur þjóðernissinni, Andrzej Duda, vann sigur í forsetakosningum í Póllandi í gær með afar naumum meirihluta. Kosningarnar benda til að Pólverjar séu klofnir í tvær álíka stórar fylkingar sem greinir mjög á um framtíð landsins.

800 milljóna styrkur til HÍ og annarra samstarfsskóla
Evrópusambandið mun veita allt að fimm milljónum evra til Aurora-háskólanetsins á næstu þremur árum, sem samsvarar um 800 milljónum íslenskra króna

ESB útnefnir íslenska fyrirtækið CRI sem lykilfrumkvöðul
Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) hefur verið útnefnt sem lykilfrumkvöðul (e. Key Innovator) af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Evrópusambandið opnar landamæri fyrir fjórtán ríkjum
Evrópusambandið tilkynnti í dag að landamæri aðildaríkjanna yrðu opnuð fyrir ferðamönnum á morgun, 1. júlí, frá fjórtán löndum en Bandaríkjamenn verða ekki meðal þeirra sem fá inngöngu í Evrópu.

Kvarta yfir niðurgreiddum sumarnámskeiðum við ESA
Félag atvinnurekenda hefur sent Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, formlega kvörtun vegna niðurgreiðslu stjórnvalda á sumarnámskeiðum í háskólum.

Bandaríkin og Kína ekki á lista ESB yfir „örugg lönd“
Fjórtán ríki eru á lista ESB yfir þau ríki sem teljast örugg og ríkisborgarar þeirra ættu að fá að ferðast yfir ytri landamæri ESB. Bandaríkin, Kína og Brasilía eru ekki á listanum.

Losun frá flugi dróst saman um meira en þriðjung
Meira en þriðjungs samdráttur varð í losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegunda á milli ára eftir fall Wow air. Losun frá flugi jókst svo mikið á tímabilinu á undan að hún er enn svipuð og árið 2015 þrátt fyrir brotthvarf eins stærsta flugrekandans.

Ólíklegt að Bandaríkjamönnum verði hleypt í gegn þegar ytri landamærin opna
Ólíklegt er að Bandaríkjamenn verði á lista Evrópusambandsins yfir þá sem mega ferðast í gegnum ytri landamæri sambandsins frá og með 1. júlí næstkomandi.

Vill að lestarsamgöngur á Íslandi verði skoðaðar
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, vill að lestarsamgöngur á Íslandi verði skoðaðar.

Vonast til að leiðtogaráðið samþykki björgunaraðgerðir í júlí
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði aðgerðapakka sinn vegna kórónuveirufaraldursins í dóm leiðtogaráðsins í dag.

Fjárframlag Þýskalands til Evrópusambandsins eykst um 42 prósent
Fjárhagslegt framlag Þýskalands til Evrópusambandsins mun aukast um 42% prósent, eða 13 milljarða evra sem samsvarar um 1.983 milljarða íslenskra króna, árlega á næstu árum.

Undirbúningur fyrir fríverslunarviðræður EFTA og Bretlands hafinn
Undirbúningur er hafinn fyrir fríverslunarviðræður Íslands, Noregs og Liechtenstein, EFTA ríkjanna, við Bretland. Löndin funduðu í með utanríkisviðskiptaráðuneyti Bretlands í fyrsta sinn í gær og er áætlað að formlegar viðræður hefjist í lok mánaðarins.

Stafrænu ökuskírteinin munu ekki gilda utan landsteinanna
Stafræn ökuskírteini verða jafngild hefðbundnum ökuskírteinum á Íslandi en munu ekki gilda annars staðar en hér á landi.

MS hættir að nota „feta“ í vöruheitum sínum
Mjólkursamsalan ætlar að fara að kröfum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að hætta að nota orðið ,,feta" í ostaframleiðslu sinni. Skipt verður um nafn á ostinum.

ESB segir MS ekki mega kalla vörur sínar „feta“
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur farið fram á það við íslensk stjórnvöld að þau sjái til þess að MS noti ekki heitið „feta“ í framleiðslu sinni á osti. Osturinn sé ekki fetaostur nema framleiddur í Grikklandi, og þá eftir ákveðinni aðferð.

Lýsa áhyggjum af refsiaðgerðum gegn Alþjóðasakamáladómstólnum
Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins segir ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að heimila refsiaðgerðir gegn starfsmönnum Alþjóðsakamáladómstólsins „alvarlegt áhyggjuefni“. Dómstóllinn hefur rannsakað hvort að bandarískir hermenn hafi framið stríðsglæpi í Afganistan.

Leggja til að ytri landamærin verði opnuð 1. júlí
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mælti í dag með því að innri landamæri ESB og Schengen-svæðisins verði opnuð í næstu viku og þau ytri um mánaðamótin.