

Lektor í íslenskum bókmenntum segir lengi hafa verið vitað að það var eitthvað meira en bara æskulýðsandi á bak við ást séra Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, á drengjum. Von er á yfirlýsingu frá KFUM vegna málsins.
Stúlka sem var í níu mánuði í meðferð á spítala vegna átröskunar segir sorglegt að hugsa til þess að hún hafi verið í lífshættu af því hún var að reyna að halda sér í formi fyrir fótboltann. Átröskunartilfellum hjá börnum fjölgaði í kórónuveirufaraldrinum.
Undanfarið hefur verið umræða í samfélaginu um að foreldrar ,,nenni” ekki lengur að vera foreldrar, hafi engin takmörk á skjánotkun, taki ekki nógu mikinn þátt í tómstundum barna sinna, virði ekki útivistartíma eða takmörk samfélagsmiðla, setji ekki mörk, mæti ekki á foreldrafundi í skólum o.s.frv. o.s.frv.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vill sjá breytingar á lyfjalögum þannig að börn geti ekki lengur keypt lyf.
Rúmum sex árum eftir að hafa fengið höfuðhögg á fótboltaæfingu glímir Valgerður Laufey Guðmundsdóttir enn við afleiðingarnar. Reglulega koma dagar þar sem hún á erfitt með að fara upp úr rúminu vegna höfuðverkja.
Foreldrar fá skimun fyrir fæðingarþunglyndi og ungbarnaeftirlit (foreldrar ættleiddra barna fá enga skimun og það er ekkert ungbarnaeftirlit, en það er mikil þörf fyrir að grípa þessar fjölskyldur þar sem ættleiðingarþunglyndi er 40% algengara en fæðingarþunglyndi)
Formaður Lyfjafræðingafélagsins kallar eftir því að reglur um lyfjakaup verði skýrðar þar sem lyfjafræðingar geti í raun ekki neitað börnum um að kaupa lyf eins og reglurnar eru núna.
Lögregla hefur tekið skýrslur af tveimur drengjum, fæddum árin 2011 og 2012, í tengslum við tvær aðskildar stíflueyðisárásir á skólalóð Breiðagerðisskóla í Reykjavík. Sá sem er fæddur árið 2012 er viðriðinn báðar árásir.
Nokkur umræða hefur verið í þjóðfélaginu undanfarin misseri þar sem fram hafa komið rangfærslur sem lúta að því að Persónuvernd hafi, með niðurstöðum sínum, sett tækninotkun og framþróun í skólastarfi í upplausn. Persónuvernd er ekki hafin yfir málefnalega gagnrýni en gildishlaðnar alhæfingar og að skjóta sendiboðann hefur sjaldan reynst vel.
Stíflueyðir sem ungmenni köstuðu í andlit tólf ára stúlku á skólalóð Breiðagerðisskóla í Reykjavík hefur verið tekinn úr sölu í verslunum Hagkaups. Framkvæmdastjóri Foreldrahúss segir foreldra verða að fylgjast með því sem börn þeirra horfa á á samfélagsmiðlum. Fólkinu sem kom stúlkunni til bjargar var verulega brugðið.
Unnur Freyja Víðisdóttir, sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd, segir að atvik þar sem stíflueyðisdufti var skvett í andlit grunnskólastúlku vera áminningu til foreldra um að fylgjast með netnotkun barnanna sinna. Þau beri ábyrgð á börnunum sínum.
Stúlka, sem varð fyrir árás pilta sem hentu stíflueyðisdufti í andlit hennar á mánudagskvöld, dvaldi lengi fram eftir nóttu á bráðadeild þar sem reynt var að bjarga sjón hennar og tryggja að skaði yrði ekki í öndunarfærum. Ekki er enn ljóst hvort stúlkan muni hljóta varanlegan skaða af.
Við lifum í stafrænum heimi þar sem hátt hlutfall grunnskólabarna eiga sinn eigin farsíma og eru þar af leiðandi með allar heimsins upplýsingar í vasanum. Nýlegir atburðir hafa undirstrikað hversu mikilvægt það er að við foreldrar fylgjumst vel með netnotkun barnanna okkar.
Tískubloggarinn Anna Bergmann og Atli Bjarnason eiga von á sínu öðru barni saman en fyrir á Atli tvö börn úr fyrri samböndum. Saman á parið soninn Mána sem fæddist í janúar á síðasta ári.
Forstjóri Lyfjastofnunar vill að sett verði aldurstakmörk þegar kemur að lyfjakaupum en í dag mega börn kaupa lyf í apótekum.
Tólf ára stúlka var flutt á bráðamóttöku Landspítalans í gærkvöldi eftir að strákar köstuðu ætandi efnum í andlit hennar. Stúlkan er með brunasár á andliti og þykir mildi að ekki fór verr. Rannsóknarlögreglumaður segir börn í sífellt meira mæli elta hegðun sem þau sjá á netinu.
Ræður borgarfulltrúa á borgarstjórnarfundi í dag voru tilfinningaþrungnar en til umræðu var skýrsla vöggustofunefndar sem og tillaga að yfirlýsingu borgarstjórnar. Á ræðum og flutningi borgarfulltrúa mátti heyra að þeim þætti innihald skýrslunnar afar þungbært.
Barnavernd hafa borist tilkynningar í tengslum við íþróttaiðkun barna. Flestar snúast um að verið sé að leggja of mikið álag á börnin.
Vegna umræðunnar síðustu daga um ábyrgð foreldra og líðan barna. Það er virkilega gott að þessi umræða á sér stað og ég vona að það taki sem flestir þátt í henni.
Gabríel Brim er trans maður sem eignaðist barn. Hann segir það hafa komið skemmtilega á óvart hversu vel fæðingin og meðgangan hafi gengið, og hversu vel tekið var á móti honum í heilbrigðiskerfinu. Hann segir foreldrahlutverkið hafa breytt honum og hann vilji ekkert frekar en að vera dóttur sinni góð fyrirmynd.
Vinirnir og tónlistarmennirnir Þórdís Imsland og Sigurjón Örn Böðvarsson eignuðust tvö börn með tæplega tveggja ára millibili. Óðinn Örn tveggja ára og Stellu Katrínu sem fæddist fyrr í sumar.
Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum.
Formaður Kennarasambands Íslands segir það enga töfralausn að banna símanotkun barna í grunnskólum. Félagskvíði sé til að mynda vandamál meðal stúlkna allt niður í þriðja bekk og það komi ekki til vegna síma.
Skýrslan um vöggustofurnar er hrollvekjandi lesning. Þar er gerð úttekt á illri meðferð rúmlega þúsund ungbarna á árunum 1949 til 1973 en raunar voru vöggustofur starfræktar til ársins 1979. Börn á vöggustofum voru aðskilin frá foreldrum sínum, mánuðum og árum saman, án þess að nokkrir aðrir kæmu í þeirra stað.
Hundurinn Trausti er einn vinsælasti starfskraftur Fossvogsskóla í Reykjavík. Hann er í fjörutíu prósent starfi í námsveri skólans og mætir alla miðvikudaga og föstudaga. Trausti er þriggja ára golden retriever og hlustar á krakkana lesa eða gengur um og býður fram aðstoð sína.
Tveir sálfræðingar Sálstofunnar hafa svarað yfirlýsingum Þorgríms Þráinssonar um líðan íslenskra barna í grein. Þeir fagna umræðunni en staldra þó við ákveðin atriði hjá Þorgrími. Það sé einföldun að flokka alla vanlíðan undir sama hatt og að það eigi ekki að gera foreldra að sökudólgum heldur líta á uppeldi barna sem samfélagsverkefni.
„Það var náttúrulega hræðilega flókið og erfitt að skilja hana eftir á spítalanum en ég er samt svo þakklát fyrir þennan tíma,“ segir Sigrún Kristínar Valsdóttir, stjórnarkona í Gleymmérei Styrktarfélagi, en hún og Lárus Örn Láruson misstu dóttur sína Ylfu Sigrúnar Lárusdóttur eftir 38 vikna meðgöngu í desember 2021.
Þann 11. október sl. birtist grein í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni “Árið er 2025”. Þar fjallar greinarhöfundur, Þorgrímur Þráinsson, um það hvernig hann sér fyrir sér að líf og líðan barna og unglinga gæti orðið verði ekki gripið til aðgerða. Grein þessari var svo fylgt eftir með viðtali við greinarhöfund í Bítinu á Bylgjunni daginn eftir þar sem m.a. kom fram að hann telji neyðarástand vera í landinu sem kalli á aðgerðir, foreldrar séu að bregðast og að kennarar og skóli geti ekki meira.
Tólf ára stúlka segir að sér hafi brugðið þegar hópur unglingsstráka kastaði í hana heilum eggjabakka á meðan hún beið eftir Strætó.
Edda Björgvinsdóttir er verndari nýs verkefnis á vegum Sorgarmiðstöðvar fyrir börn. Hún segir áríðandi að tryggja börnum góð úrræði í sorg sinni. Hún segir sorgina fylgja sér og að hana vanti enn orð til að ná utan um hana.