Heilbrigðismál

Læknir hafi vanrækt skyldur sínar gagnvart konu sem lést nokkrum klukkutímum eftir útskrift
Niðurstaða rannsóknar embættis landlækni á andláti Eygló Svövu Kristjánsdóttur er sögð leiða í ljós að læknir á bráðamóttöku Landspítalans hafi vanrækt skyldur sínar gagnvart henni þegar komið var með Eygló á bráðamóttökuna í mars. Hún lést nokkrum klukkutímum eftir að hún var útskrifuð af bráðamóttökunni.

Hjartasjúklingi aftur dæmdir tugir milljóna í héraði
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða hjartasjúklingi 27,5 milljónir í bætur vegna galla í leiðslu bjargráðs sem græddur var í hann. Ríkið hafði áður verið dæmt til að greiða manninum sambærilega upphæð en Landsréttur ómerkti þann dóm og sendi aftur í hérað, þar sem dómur var kveðinn upp í gær.

Byrjað að steypa upp meðferðarkjarna Landspítala eftir áramót
Byrjað verður að steypa upp meðferðarkjarna nýja Landspítalans fljótlega upp úr áramótum. Þetta verður stærsta bygging nýja Landspítalans eða sjötíu þúsund fermetrar og fara um sextíu þúsund rúmmetrar af steypu í húsið.

Undirrituðu samning vegna uppsteypu nýja Landspítalans
Stjórnvöld og Eykt skrifuðu í dag undir samning um uppsteypu á nýju þjóðarsjúkrahúsi. Stefnt að þvi að uppsteypan hefjist fljótlega eftir áramót. Meðferðarkjarninn, sem verður um 70 þúsund fermetrar að stærð, er stærsta byggingin í uppbyggingu við nýjan Landspítala við Hringbraut.

„Læknirinn okkar er bráðamóttakan og það er ansi dýr læknir“
„Honum var eins og mörgum í okkar hóp, ekki hugað langt líf, en hefur svo sannarlega afsannað það um langt skeið. Hins vegar höfum við oft dansað á línunni,“ segir Sigríður K. Hrafnkelsdóttir verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu.

Krummi glímir við krónískt eyrnasuð: „Ég fór rakleitt á botninn í algjört myrkur og vonleysi“
Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, betur þekktur sem Krummi, opnar sig um veikindi sem hann hefur verið að glíma við síðustu mánuði í opinskárri færslu á Instagram.

Heimila notkun á bóluefni Pfizer á Íslandi
Lyfjastofnun hefur veitt bóluefni Pfizer og BioNTech gegn kórónuveirunni skilyrt markaðsleyfi hér á landi. Nú verður hægt að hefja bólusetningar hér á landi með bóluefninu þegar það verður tiltækt.

Átta milljarða samningur um heimahjúkrun undirritaður
Átta milljarða samningur um heimahjúkrun í Reykjavík var undirritaður í dag og er hann meðal annars til þess fallinn að fækka sjúkrahúsinnlögnum meðal aldraðra. Ekki er hægt að útskrifa 89 manns vegna skorts á hjúkrunarrýmum.

Gögn frá Facebook: Höfuðborgarbúar meira á ferðinni í desember
Með auknum umsvifum og hreyfingu fólks aukast líkur á dreifingu SARS-CoV-2, segja vísindamennirnir sem standa að baki spálíkaninu um líklega þróun Covid-19 faraldursins á Íslandi.

Bóluefnin sem Íslendingar hafa samið um kosta 640 milljónir
Belgískur ráðherra hljóp á sig í dag og birti viðkvæmar trúnaðarupplýsingar á Twitter; hvað Evrópusambandið hefur skuldbundið sig til að greiða fyrir þau bóluefni gegn Covid-19 sem það hyggst kaupa.

Ríkið sýknað af skaðabótakröfu vegna afleiðinga svínaflensusprautu
Íslenska ríkið var í gær sýknað af skaðabótakröfu vegna drómasýki sem stefnandi taldi sig hafa fengið í kjölfar bólusetningar með lyfinu Pandemrix gegn svínaflensunni árið 2009. Einkenni fóru að gera vart við sig í kjölfar sprautunnar og var það niðurstaða sérfræðings í taugalækningum að hann hefði fengið drómasýki og slekjuköst í kjölfar bólusetningarinnar.

„Það eru margir sem þurfa að fá smá viðbótar ljós í hversdaginn“
Í kvöld klukkan 19:30 fer fram árlegt aðventukvöld Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda. Þetta árið fer viðburðurinn fram í streymi á Facebook-síðu Ljóssins og bjóða þau alla landsmenn velkomna.

Íbúar Hrafnistu þakklátir að heimilin séu varin yfir jólin
Íbúar Hrafnistu eru almennt þakklátir fyrir að þeir verði varðir yfir hátíðirnar. Þetta segir forstjóri Hrafnistu eftir að yfirvöld mældu gegn því að íbúar hjúkrunarheimila dvelji hjá ættingjum yfir hátíðirnar.

„Það er bara búið að henda manni í ruslið“
Ragnheiður K. Jóhannesdóttir Thoroddsen hefur glímt við endómetríósu frá því hún byrjaði á blæðingum á unglingsaldri.

Eftir höfðinu dansa limirnir
Ég þekki það vel hvernig það er að kljást við höfuðið. Það er líklega glíma sem við þekkjum flest. Enda sammannlegt að vera með höfuð þótt við séum vissulega misgóð í að halda höfði. Í höfðinu hreiðra líka um sig tilfinningarnar gleðin sem við þekkjum svo vel: þráin og spennan en líka reiðin, sorgin og efinn.

Samantekt „Styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra“
Á heimsvísu er gert ráð fyrir verulegri fjölgun fólks með heilabilun ef helstu spár ganga eftir. Samkvæmt WHO eru nú þegar um 48 milljón manns í heiminum með heilabilunarsjúkdóm og ár hvert bætast við um 8 milljón nýrra tilfella.

Burtu með biðlistana
Í síðastliðinni viku framkvæmdi Klíníkin við Ármúla 17 liðskiptiaðgerðir á fólki á aldrinum 23-86 ára. Ef að Klíníkin gæti haldið þessum afköstum 48 vikur á ári, yrðu þar framkvæmdar 816 aðgerðir á ári.

„Ég fann ekki fyrir neinum stuðningi“
Ásdís Arna Gottskálksdóttir eignaðist langveikan dreng, Björgvin Arnar, árið 2007. Hann var sjö mánaða greindur með hjartagalla en rétt greining fékkst ekki fyrr en hann var sex ára. Greiningin var fjölskyldunni mikið áfall.

Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum
Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands.

Segir frumvarp um kynrænt sjálfræði ómanneskjulegt og fornaldarlegt öfgamál
Þingmenn Miðflokksins mótmæltu frumvarpi um kynrænt sjálfræði í pontu Alþingis undir kvöld. Frumvarpinu er ætlað að banna ónauðsynlegar aðgerðir á kynfærum barna og Miðflokksmenn eru sagðir standa einir gegn því á Alþingi.

Aukin hætta á þunglyndi og áfallastreitu hjá þeim sem hafa greinst með Covid-19
Frumniðurstöður rannsóknarinnar Líðan þjóðar á tímum Covid-19 sýna að þeir einstaklingar sem hafa greinst með sjúkdóminn eru eftir veikindi sín í aukinni áhættu á að sýna einkenni þunglyndis og áfallastreitu. Þetta á sérstaklega við um þau sem urðu alvarlega veik af sjúkdómnum.

Langvarandi Covid-19 mögulega ónæmiskerfið að ráðast á líkamann
Vísindamenn telja mögulegt að „ringluð“ mótefni í líkamanum kunni að skýra hvers vegna sumir sem hafa læknast af Covid-19 þjást enn af ýmsum óútskýrðum aukaverkunum.

Bólusetning á Íslandi hefst öðru hvoru megin við áramót
Ekki er útilokað að bólusetning gegn covid-19 hefjist hér á landi fyrir áramót að sögn heilbrigðisráðherra. Fyrstu skammtar bóluefnisins fari í umferð einhvern daginn í kringum áramótin. Hún segir að forgangsröðun verði ekki endilega með þeim hætti að fyrsti forgangshópurinn verði allur bólusettur fyrst og svo verði byrjað að bólusetja þann næsta.

Segir ríkisstjórnina keyra í gegn stefnu um málefni trans fólks án umræðu í samfélaginu
„Ef fólk getur sjálft skilgreint kyn sitt fyrirvaralaust, hvað þýðir það þá t.d. um þátttöku fyrrverandi karla í íþróttum kvenna, aðgang að salernum, búningsklefum, kvennafangelsum o.s.frv.? Þessum spurningum sem mikið eru ræddar víða annars staðar var ósvarað þegar ríkisstjórn Íslands dreif málið í gegn.“

„Alvarlegt hvernig farið er með Landspítalann“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir alvarlegt að gerð sé aðhaldskrafa á heilbrigðisstofnanir nú á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru. Formaður fjárlaganefndar segir að krónutölur þurfi að skoða í stærra samhengi hvað varðar aðhaldskröfur á Landspítalann. Hann vill að því verði hætt að setja almennar aðhaldskröfur og vill að tekin verði upp ný aðferðafræði í staðinn.

Bíður eftir útsölum til að kaupa gleraugu á dætur sínar
„Dætur mínar geta ekki verið án gleraugna, þær verða að vera með þau til að geta lifað eðlilegu lífi.“ Þetta segir Ása Ingiþórsdóttir sem berst nú fyrir því að gleraugu barna verði að fullu niðurgreidd af ríkinu. Hún segir grófa mismunun felast í því að heyrnartæki barna séu niðurgreidd en gleraugu ekki.

Tillaga um gjaldfrjálsar tíðarvörur felld á Alþingi
Breytingartillaga Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns utan flokka, við frumvarp til fjárlaga um að gera tíðarvörur aðgengilegar án endurgjalds fyrir tiltekna hópa var í dag felld á Alþingi með einu atkvæði. Þingmenn Vinstri grænna, fyrrverandi samflokksmenn Andrésar, greiddu atkvæði gegn tillögunni.

Hafa ítrekað bent á að sóttvarnir séu ekki í lagi
Formaður hjálparsamtakanna Solaris segir það ekki koma á óvart að klasasmit hafi komið upp í búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Samtökin hafi ítrekað bent á að sóttvörnum sé ábótavant í úrræðunum.

Mun færri ávísanir á sýklalyf en fjölgun í ávísunum þunglyndislyfja
Ávísunum á sýklalyf hefur fækkað um 24% samkvæmt könnun Landlæknisembættisins á heilsu og líðan landsmanna í Covid-19 faraldrinum. Þetta má þakka persónulegum sóttvörnum sem hafa dregið úr öðrum sýkingum.

Geðheilbrigðismálin ekki jaðarsett verkefni heilbrigðiskerfisins
Heilbrigðisráðherra mun taka mið af þeim ábendingum sem komu fram á geðheilbrigðisþingi í morgun frá sérfræðingum jafnt sem notendum geðheilbrigðisþjónustu við smíði nýrrar geðheilbrigðisstefnu til 2030. Hún segir brýnasta ákallið á sviði geðheilbrigðismála vera betri samþættingu ólíkra kerfa samfélagsins. Geðheilbrigðismálin séu ekki jaðarsett verkefni heilbrigðiskerfisins.