Að bíða eða vopn grípa mót bölsins brimi – kjósum ADHD! Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 7. september 2021 08:00 Ef eitthvað er að marka orð fulltrúa allra stjórnálaflokka sem mættu á opinn fund ADHD samtakanna nýverið þá er mikill samhljómur um að biðlistum eftir greiningu og meðferð vegna ADHD og annara raskana verði að útrýma. Enda finnst engum ásættanlegt að fleiri hundruð börn og fullorðnir einstaklingar bíði í mörg ár eftir lífsnauðsynlegri þjónustu. Sú er raunin í dag og hér er ljóst að þingmenn næstu ára þurfa að lyfta grettistaki. Staðan er grafalvarleg. Samkvæmt nýlegum tölum frá Þroska- og hegðunarstöð [ÞHS] bættust 360 börn við biðlistann í ár, sem þegar taldi 304 börn frá fyrra ári. Biðtíminn nálgast því 2 ár. Hjá ADHD teymi LSH bíða um 700 fullorðið einstaklingar, biðtíminn er um 3 ár og þar sem enginn geðlæknir er lengur í teyminu tekur síðar við enn lengri bið ef íhuga á lyfjameðferð. Síðara dæmið tekur þó eingöngu til ADHD og mann óar hreinlega við að íhuga heildarfjöldan þar sem aðrar raskanir koma til. Hvað ÞHS varðar þá er vert að hafa í huga að stöðin er hluti af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, en hefur lengi verið ætlað að sjá líka um landsbyggðina. Í núverandi stöðu er því líklegt að ætla að börn utan af landi verði látin mæta afgangi. Staðan hjá öðrum stofnunum og einkaaðilum er lítið skárri, það telst eiginlega bara heppni að koma barni að innan ásættanlegs tíma. Ef eingöngu er horft til fullorðinna með ADHD, hefur ítrekað verið nefnt að geðteymi innan heilsugæslunnar geti gripið inn í. Staðreynd málsins er þó að í núverandi mynd er þeim ekki ætlað að meðhöndla ADHD, nema þá sem hluta af stærra vandamáli einstaklings. Í ofanálag eru geðteymin í núverandi mynd ekki fullfjármögnuð. Svo er það rúsínan í pylsuendanum: Þeir tveir geðlæknar sem áður sinntu einu stöðugildi hjá ADHD teymi LSH gáfust upp vegna álags og fluttu sig yfir til fyrrnefndra geðteyma. Vissulega gæti einkageirinn fyllt hér upp í skarðið. En þá verður fjármagn að fylgja. Það er einfaldlega ekki boðlegt að íslenskt velferðarkerfi ætlist til að foreldrar barna og fullorðnir einstaklinga með raskanir á borð við ADHD greiði þann kostnað úr eigin vasa. Að auki má hæglega sýna fram á að skortur á þjónustu og endalausir biðlistar skapa mikinn kostnað fyrir samfélagið allt. Hagrænan og félagslegan kostnað sem hæglega má forðast með snemmtæku inngripi af ýmsum toga. Lausnir sem um leið leggja grunn að mun heilbrigðara samfélagi öllum til góðs. Biðlistar í heilbrigðiskerfinu eru ekki náttúrulögmál heldur afleiðing af vanfjármögnun og skorti á stefnumörkun til lengri tíma. Þess vegna er gott að vita til þess að mögulegir þingmenn næstu ára séu sammála um að uppræta vandann og þurfa einungis að sammælast um bestu leiðir. Um leið syngja í kollinum orð tveggja leikpersóna sem í lok hvers dags segja við hvorn annan „förum“ og hinn svara „já, förum.” En fara hvergi og bíða enn eftir Godot. Ég kýs þó að vera bjartsýnn um framhaldið. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ef eitthvað er að marka orð fulltrúa allra stjórnálaflokka sem mættu á opinn fund ADHD samtakanna nýverið þá er mikill samhljómur um að biðlistum eftir greiningu og meðferð vegna ADHD og annara raskana verði að útrýma. Enda finnst engum ásættanlegt að fleiri hundruð börn og fullorðnir einstaklingar bíði í mörg ár eftir lífsnauðsynlegri þjónustu. Sú er raunin í dag og hér er ljóst að þingmenn næstu ára þurfa að lyfta grettistaki. Staðan er grafalvarleg. Samkvæmt nýlegum tölum frá Þroska- og hegðunarstöð [ÞHS] bættust 360 börn við biðlistann í ár, sem þegar taldi 304 börn frá fyrra ári. Biðtíminn nálgast því 2 ár. Hjá ADHD teymi LSH bíða um 700 fullorðið einstaklingar, biðtíminn er um 3 ár og þar sem enginn geðlæknir er lengur í teyminu tekur síðar við enn lengri bið ef íhuga á lyfjameðferð. Síðara dæmið tekur þó eingöngu til ADHD og mann óar hreinlega við að íhuga heildarfjöldan þar sem aðrar raskanir koma til. Hvað ÞHS varðar þá er vert að hafa í huga að stöðin er hluti af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, en hefur lengi verið ætlað að sjá líka um landsbyggðina. Í núverandi stöðu er því líklegt að ætla að börn utan af landi verði látin mæta afgangi. Staðan hjá öðrum stofnunum og einkaaðilum er lítið skárri, það telst eiginlega bara heppni að koma barni að innan ásættanlegs tíma. Ef eingöngu er horft til fullorðinna með ADHD, hefur ítrekað verið nefnt að geðteymi innan heilsugæslunnar geti gripið inn í. Staðreynd málsins er þó að í núverandi mynd er þeim ekki ætlað að meðhöndla ADHD, nema þá sem hluta af stærra vandamáli einstaklings. Í ofanálag eru geðteymin í núverandi mynd ekki fullfjármögnuð. Svo er það rúsínan í pylsuendanum: Þeir tveir geðlæknar sem áður sinntu einu stöðugildi hjá ADHD teymi LSH gáfust upp vegna álags og fluttu sig yfir til fyrrnefndra geðteyma. Vissulega gæti einkageirinn fyllt hér upp í skarðið. En þá verður fjármagn að fylgja. Það er einfaldlega ekki boðlegt að íslenskt velferðarkerfi ætlist til að foreldrar barna og fullorðnir einstaklinga með raskanir á borð við ADHD greiði þann kostnað úr eigin vasa. Að auki má hæglega sýna fram á að skortur á þjónustu og endalausir biðlistar skapa mikinn kostnað fyrir samfélagið allt. Hagrænan og félagslegan kostnað sem hæglega má forðast með snemmtæku inngripi af ýmsum toga. Lausnir sem um leið leggja grunn að mun heilbrigðara samfélagi öllum til góðs. Biðlistar í heilbrigðiskerfinu eru ekki náttúrulögmál heldur afleiðing af vanfjármögnun og skorti á stefnumörkun til lengri tíma. Þess vegna er gott að vita til þess að mögulegir þingmenn næstu ára séu sammála um að uppræta vandann og þurfa einungis að sammælast um bestu leiðir. Um leið syngja í kollinum orð tveggja leikpersóna sem í lok hvers dags segja við hvorn annan „förum“ og hinn svara „já, förum.” En fara hvergi og bíða enn eftir Godot. Ég kýs þó að vera bjartsýnn um framhaldið. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar