Fjármálafyrirtæki

Fréttamynd

Þarf meira til en sam­nýtingu inn­viða eigi að minnka kostnað fjármálakerfisins

Þótt að það tækist að stuðla samnýtingu á innviðum íslenskra banka þá myndi það eitt og sér ekki leiða til mikillar lækkunar á kostnaði og myndi sömuleiðis ekki skila þeim „verulega ávinningi“ sem fjármálakerfið og hagkerfið þarf á að halda, að mati stjórnarformanns Arion, og var aðalástæða þess að bankinn vildi láta reyna á sameiningu við Íslandsbanka. Hann segir Ísland enn vera með „hlutfallslega stórt“ og um margt óskilvirkt fjármálakerfi, en það birtist meðal annars í þeim viðbótarkostnaði sem fylgir því að bönkunum er gert að fjármagna sig að stærri hluta með eigið fé en þekkist í öðrum löndum.

Innherji
Fréttamynd

Hvað hefur gerst frá lækkun banka­skatts?

Reglulega kemur upp umræða um áhrif af lækkun hins svokallaða bankaskatts á skuldir fjármálafyrirtækja sem tók gildi árið 2020. Spurt hefur verið hvort að sú lækkun hafi skilað sér til viðskiptavina bankanna og þá að hve miklu leyti.

Umræðan
Fréttamynd

Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mót­spyrna bankanna

Innleiðing reikning í reikning (RÍR) greiðslulausna á Íslandi hefur verið löng og flókin saga, full af tafsömum viðbrögðum og skorti á samkeppnisvilja. RÍR, sem á ensku kallast Account-to-Account (A2A), felur í sér að greiðslur fara beint af bankareikningi greiðanda yfir á reikning móttakanda, án þess að fara í gegnum milliliði eins og kortafyrirtæki.

Skoðun
Fréttamynd

„Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir boðaðar breytingar á lögum, sem fela í sér auknar heimildir lögreglu, ekki ógna stoðum réttarríkisins. Drög að frumvarpi dómsmálaráðherra hafa verið kynnt í samráðsgátt, sem hefur það að markmiði að auka skilvirkni og efla getu yfirvalda til að endurheimta ávinning af glæpum. Meðal þess sem lagt er til er að við rannsókn hafi lögregla heimild til að óska eftir upplýsingum hjá fjármálafyrirtækjum án dómsúrskurðar.

Innlent
Fréttamynd

Vilja komast í bækur bankanna án dóms­úr­skurðar

Drög að frumvarpi dómsmálaráðherra til að auka skilvirkni og efla getu yfirvalda til að endurheimta ávinnings af glæpum hafa verið lögð inn í Samráðsgátt. Meðal þess sem lagt er til er að við rannsókn hafi lögregla heimild til að óska eftir upplýsingum hjá fjármálafyrirtækjum án dómsúrskurðar.

Innlent
Fréttamynd

Arð­greiðslur frá stórum ríkis­félögum um tíu milljörðum yfir á­ætlun fjár­laga

Hlutdeild ríkissjóðs í boðuðum arðgreiðslum stærstu ríkisfyrirtækjanna, einkum Landsbankans og Landsvirkjunar, verður nærri tíu milljörðum króna meiri á þessu ári heldur en hafði verið áætlað í fjárlögum sem voru samþykkt í nóvember í fyrra. Arðgreiðslurnar minnka hins vegar lítillega að umfangi á milli ára en þar munar mestu um minni hagnað hjá Landsvirkjun eftir að hafa skilað metafkomu á árinu 2023.

Innherji
Fréttamynd

Skipti í brúnni hjá Indó

Tryggvi Björn Davíðsson er nýr framkvæmdastjóri sparisjóðsins Indó. Hann er annar stofnenda Indó. Hinn stofnandinn, Haukur Skúlason, lætur af starfi framkvæmdastjóra en mun taka að sér ráðgjafastörf fyrir stjórn fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Góður fyrsti aldar­fjórðungur

Afkoma fyrirtækja er gjarnan mæld í ársfjórðungum. Sumun þykir það heldur títt og að betra væri að horfa til lengri tíma í rekstri. Í efnahagslegu tilliti er ársfjórðungur stuttur tími og því gaman að horfa til þess að nú þegar er liðinn aldarfjórðungur af 21. öldinni. Hvað hefur helst gerst í efnahagslegu tilliti hér á Íslandi á þeim tíma?

Skoðun
Fréttamynd

Sérís­lenskar kvaðir á banka­kerfið eru komnar „út fyrir öll velsæmis­mörk“

Það „blasir við“ að þörf er á meiri hagræðingu á fjármálamarkaði enda eru séríslenskar kvaðir, sem kosta heimili og fyrirtæki árlega yfir fimmtíu milljarða, komnar „út fyrir öll velsæmismörk“ og skaða samkeppnisstöðu íslenskra banka gagnvart erlendum keppinautum, fullyrðir forstjóri Stoða, stærsti einkafjárfestirinn í Arion og Kviku. Hann brýnir jafnframt nýja ríkisstjórn til að setja sérstök lög um nokkur lykilverkefni í virkjunarframkvæmdum til að vinna hratt upp orkuskortinn eftir langvarandi framtaksleysi í þeim efnum, að öðrum kosti muni innistæðulítil kaupamáttaraukning síðustu ára að lokum leiðréttast með gengisfalli og aukinni verðbólgu.

Innherji
Fréttamynd

Bankarnir áður svikið neyt­endur

Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjöl­margar hindranir yrðu á vegi mögu­legs risa­sam­runa á banka­markaði

Mögulegur samruni Íslandsbanka og Arion, sem myndi búa til stærsta banka landsins og skapa mikla samlegð með aukinni stærðarhagkvæmni, yrði í senn flókinn og erfiður út frá samkeppnislegum sjónarmiðum, meðal annars þegar kæmi að stöðu sameinaðs banka á sviði innlánastarfsemi, eignastýringarmarkaðar og útlánum til fyrirtækja. Það var mat Bankasýslunnar árið 2020, sem þá hélt utan um eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka, að af samruna þessara banka gæti ekki orðið nema með sérstökum lögum en á það hefur verið bent að eigi að tryggja virka samkeppni á millibankamarkaði, til dæmis viðskipti með gjaldeyri, þurfi að vera að „lágmarki þrjár burðugar“ innlánstofnanir.

Innherji