Björgunarsveitir

Fréttamynd

„Hann var bók­staf­lega að deyja í höndunum á okkur“

Hreinn Heiðar Jóhannsson komst í fréttirnar á síðasta ári fyrir að hafa komið tveimur manneskjum til bjargar á einum sólarhring. Hann heldur áfram að bjarga mannslífum en fyrr á þessu ári kom hann að manni sem reyndist vera vinur hans, alvarlega slösuðum eftir vélsleðaslys á Langjökli.

Lífið
Fréttamynd

Tvær ferðamannarútur fuku út af veginum

Tvær litlar ferðamannarútur, með tuttugu farþega innanborðs, fuku af Útnesvegi utarlega á Snæfellsnesi í kvöld. Björgunarsveitir höfðu nóg að gera í kuldanum í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Svaka­legur tími í að snúa ferða­mönnum við

Björgunarsveitarkona sem sinnti gosgæslu í kvöld segir svakalegan tíma hafa farið í að spjalla við ferðamenn og snúa þeim við sem hyggjast ætla að gosi. Þá sé töluverður fjöldi sem stöðvi bíl sinn á Reykjanesbrautinni.

Innlent
Fréttamynd

Fannst kaldur og hrakinn á gossvæðinu

Þyrla Landhelgisgæslunnar auk björgunarsveita var kölluð út fyrr í kvöld til leitar að manni á gossvæðinu sem gaf flugvél sem þar átti leið hjá neyðarmerki. Maðurinn fannst fyrir stundu, kaldur og hrakinn. 

Innlent
Fréttamynd

Gosið hafi lítil á­hrif á björgunar­sveitir í bili

Eldgosið við Sundhnúksgíga hefur lítil áhrif á störf björgunarsveita á landinu enn sem komið er. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir tímann þurfa að leiða í ljós hvort ræsa þurfi út sveitir alls staðar að til þess að gæta galvaskra göngumanna.

Innlent
Fréttamynd

Nokkrum göngu­mönnum snúið við í morgun

Hlynur Stefánsson björgunarsveitarmaður, sem staðið hefur vaktina við eldgosið á Reykjanesskaga, segir vinnu björgunarsveitar hafa gengið vel. Fólk hafi farið að fyrirmælum um að vera ekki á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Smábátur lenti í vand­ræðum við Álfta­nes

Skipverji smábáts, sem var skammt undan Álftanesi, gaf út hjálparbeiðni í gærkvöldi vegna vélarvandræða. Vél bátsins hafði ofhitnað við áreynslu, og taldi skipverji ekki óhætt að halda áfram fyrir eigin vélarafli.

Innlent
Fréttamynd

Eldar í ósamþykktu í­búðar­hús­næði og á­lag á rannsóknardeildinni

Hver eldurinn kviknaði á fætur öðrum í ósamþykktu íbúðarhúsnæði, sem leiddi til þess að fleiri en einn týndi lífi. Svo margir voru drepnir á árinu að miðlæg rannsóknardeild lögreglu hafði í sumar þrjú manndrápsmál til rannsóknar í einu. Hér verður farið yfir helstu verkefni viðbragðsaðila á árinu, sem er að líða. 

Innlent
Fréttamynd

Flóð­gáttirnar opnast þegar loksins er rætt um á­föllin

Undanfarna þrjá áratugi hefur Óttar Sveinsson skrifað ótrúlegar sögur fólks úr íslenskum veruleika - frásagnir af mögnuðum björgunarafrekum og baráttu upp á líf og dauða. Fyrsta Útkallsbókin kom út árið 1994. Nú er sú þrítugasta komin út: Útkall – Mayday – erum að sökkva. Tvær bækur standa upp úr enda sögurnar með endæmum dramatískar.

Innlent
Fréttamynd

Rútuslys á Holta­vörðu­heiði

Hópslysaáætlun viðbragðsaðila hefur verið virkjuð vegna rútuslyss á Holtavörðuheiði. Af myndum af vettvangi að dæma hefur rútan oltið út af veginum. Ekkert liggur fyrir að svo stöddu um líðan farþega rútunnar.

Innlent
Fréttamynd

Ekki sjálf­sögð krafa að fara inn á hættu­svæði

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að hleypa afmörkuðum hópi Grindvíkinga inn í bæinn í dag. Búið er að hafa samband við alla þá sem mega fara að sækja verðmæti. „Vakin er athygli á því að það er ekki sjálfsögð krafa að fara inn á hættusvæði sem hefur verið rýmt af öryggisástæðum.“

Innlent
Fréttamynd

Ekki líkam­lega erfið verk­efni en reyna mjög á and­lega

Aðgerðarstjóri björgunarsveitarinnar Suðurnes segir verkefnin í Grindavík síðustu daga hafa reynt mikið á björgunarsveitafólk. Verkefnin séu ekki erfið líkamlega en reyni mikið á andlegu hliðina. Hann á von á að ástandið verði viðvarandi næstu mánuðina.

Innlent
Fréttamynd

Gleymdi hvað hann ætlaði að sækja vegna hryllingsins sem blasti við

Baldvin Einar Einarsson, íbúi í Grindavík, segir hús sitt í norðurhluta bæjarins ónýtt. Óvissan sé algjör en hann búi nú hjá þriggja manna fjölskyldu sonar síns í fjörutíu fermetra íbúð. Hann flutti til Grindavíkur fyrir fjórum árum til að vera nærri foreldrum sínum sem nú eru fallnir frá.

Innlent
Fréttamynd

„Það er alveg glatað að þurfa að yfir­gefa bæinn sinn“

Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður í Grindavík, segir að ekkert kalt vatn sé í Grindavík í dag. Þar er heitt vatn og rafmagn en ekkert kalt vatn. Hann segir mikilvægt fyrir fólk að komast í veraldlega hluti á heimilum sínum, þó það róist ekki endilega við það.

Innlent
Fréttamynd

Fóru fram af hengju á snjóþotum

Tveir sem voru að renna sér á snjóþotum í Seljalandsdal fyrir ofan Ísafjörð við botn Skutulsfjarðar, fóru fram af hengju og eru taldir hafa fótbrotnað. Björgunarsveitir frá Ísafirði og Hnífsdal voru kallaðar út á þriðja tímanum í dag vegna slyssins.

Innlent
Fréttamynd

Neyðarsendir fór í gang við flutninga

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar, björgunarsveitarmenn og lögregluþjónar voru með mikinn viðbúnað í dag þegar neyðarboð barst frá eins hreyfils flugvél í Fljótavík. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út og Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð virkjuð.

Innlent