Brasilía

Fréttamynd

Rann­sakar Musk vegna fals­frétta í Brasilíu

Hæstaréttardómari í Brasilíu skipaði fyrir um að Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins X, sætti rannsókn fyrir að dreifa falsfréttum og að hindra framgang réttvísinnar. Musk segist ekki ætla að virða tilskipanir brasilískra dómstóla um að loka á nettröll.

Erlent
Fréttamynd

Robin­ho loks hand­tekinn í heima­landinu

Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Robinho var upprunalega dæmdur í fangelsi fyrir nauðgun á Ítalíu árið 2020. Síðan þá hefur hann haldið sig heima fyrir í Brasilíu en hefur nú loks verið handtekinn og mun eyða næstu níu árum í fangelsi.

Fótbolti
Fréttamynd

Richarlison: Þetta bjargaði lífi mínu

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Richarlison hjá Tottenham er afar þakklátur fyrir sálfræðimeðferðina sem hann fékk sjálfur á sínum tíma og er því mjög ánægður með að brasilíska landsliðið sé nú komið með sálfræðing til starfa hjá sér.

Fótbolti
Fréttamynd

Á­kærður fyrir að falsa bólusetningarvottorð

Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, var ákærður í morgun. Hann og sextán aðrir eru sakaðir um að hafa falsað opinber gögn svo þeir virtust hafa fengið bólusetningu gegn Covid-19. Þetta er í fyrsta sinn sem Bolsonaro er ákærður en hann stendur mögulega frammi fyrir fleiri ákærum á næstunni.

Erlent
Fréttamynd

Lýst eftir Pétri Jökli á vef­síðu Interpol

Lýst er eftir íslenskum karlmanni á vefsíðu Interpol að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin er tilkomin vegna tilraunar til innflutnings á tæplega 100 kílóum af kókaíni frá Brasilíu til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Brasilísk bomba ber­brjósta við Grindavíkurskilti

Brasilísk brjóstafyrirsæta segist hafa þurft á aðhlynningu að halda á íslensku sjúkrahúsi eftir að hafa berað brjóstin við Grindavíkurskilti á Suðurnesjum. Hún segist elska Ísland og geta hugsað sér að búa hér á landi.

Lífið
Fréttamynd

Gætir jafn­vægis milli vinnu og tíma með strákunum í Brasilíu

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus við Há­skóla Ís­lands, dvelur yfir vetrarmánuðina á suðrænum slóðum í Rio de Janeiro. Hann segist vinna mikið í Brasilíu en dvöl hans ytra snýst ekki aðeins um vinnu heldur leyfir hann sér líka að slaka á og njóta í góðum félagsskap.

Lífið
Fréttamynd

Sverrir Þór dæmdur í sex ára og níu mánaða fangelsi í Brasilíu

Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi Tönn hefur verið dæmdur í sex ára og níu mánaða fangelsi í Brasilíu fyrir fíkniefnabrot. Dómur féll í Ríó de Janeiro þann 23. nóvember síðastliðinn en Sverrir Þór var dæmdur fyrir að hafa í vörslu sinni 150 grömm af maríjúana og 3,6 grömm af kókaíni ætluð til sölu og dreifingar. 

Innlent
Fréttamynd

Knattspyrnugoðsögn fallin frá

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Mário Zagallo lést í gær, 92 ára gamall. Hann hampaði fjórum heimsmeistaratitlum sem leikmaður og síðar þjálfari Brasilíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Gil de Ferran er látinn

Gil de Ferran, brasilískur ökuþór og sigurvegari Indianapolis 500 kappakstursins lést úr hjartaáfalli í gær. Hann var 56 ára að aldri.

Sport
Fréttamynd

Filipe Luís kveður eftir 20 ára feril

Filipe Luís hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir farsælan og langan feril. Þekktastur er hann fyrir hlutverk sitt sem vinstri bakvörður í gullaldarliði Atlético Madrid, en hann hampaði einnig titlum með Chelsea, Flamengo og brasilíska landsliðinu. 

Fótbolti
Fréttamynd

Hitametin falla í Brasilíu

Hitamet var slegið í Brasilíu á sunnudaginn var þegar hitamælar í bænum Araçuaí í suð-austurhluta landsins sýndu 44.8 gráður á selsíuskvarðanum.

Erlent
Fréttamynd

Reyndu að ræna ný­fæddri dóttur Neymar

Brasilíumaðurinn Neymar spilar ekki fótbolta næstu mánuðina vegna hnémeiðsla en jákvæðu fréttirnar voru þær að hann var að verða pabbi í annað skiptið. Það munaði aftur á móti litlu að það færi illa í gær.

Fótbolti