
Kólumbía

Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki
Svo virðist sem ekkert verði úr hótunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að setja 25 prósenta refsitoll á allar vörur frá Kólumbíu.

Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu
Gustavo Petro, forseti Kólumbíu, lýsti í dag yfir neyðarástandi í norðvesturhluta landsins, vegna umfangsmikilla átaka þar milli uppreisnarhópa. Þetta er í fyrsta sinn í rúman áratug sem forseti landsins beitir þessu úrræði og þykir það undirstrika alvarleika stöðunnar í Catatumbo-héraði, sem liggur við landamæri Venesúela.

Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“
Rakel María Hjaltadóttir, hlaupari og förðunarfræðingur, er stödd í fríi í Cartagena í Kólumbíu, ásamt kærasta sínum Guðmundi Lúther Hallgrímssyni, stafræns markaðsstjóra hjá Bláa Lóninu. Parið var á leið inn á eitt hættulegasta svæði borgarinnar í gærmorgun þegar hópur manna á mótorhjólum skipaði þeim að snúa við.

Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna
Kólumbíski kókaínbraskarinn Fabio Ochoa Vasquez, sem var einn af stofnendum Medellínhringsins, er frjáls ferða sinna eftir að hafa setið í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl í tuttugu ár.

Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja
Kólumbísk yfirvöld hafa í samstarfi við aðila í 62 ríkjum lagt hald á 225 tonn af kókaíni á aðeins sex vikum. Um er að ræða metmagn í einni aðgerð.

Faðirinn hafi ætlað að skilja hann eftir á flugvellinum
Kona sem sótti um að verða fósturforeldri sextán ára pilts sem vísað var úr landi í dag segir að brösuglega hafi gengið að fá að kveðja hann í úrræði ríkislögreglustjóra fyrir brottför piltsins. Hún óttast að ekkert bíði hans í Kólumbíu.

Fimm börn á leið til Kólumbíu sem séu öll í forsjá foreldra
Embætti ríkislögreglustjóra vísar því á bug að 16 ára drengur sem flytja á til Kólumbíu í dag með föður sínum sé ekki í hans forsjá. Alls á í dag að vísa átta einstaklingum úr landi frá Kólumbíu sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd.

Vísað úr landi með föður sem hafi afsalað sér forsjá
Sextán ára dreng frá Kólumbíu verður vísað úr landi ásamt föður sínum klukkan 13 í dag. Faðir drengsins afsalaði sér forsjá drengsins til barnaverndar Hafnarfjarðar fyrr í þessum mánuði. Faðir drengsins hefur auk þess verið kærður til lögreglu fyrir ofbeldi gegn drengnum.

Yung Filly ákærður fyrir nauðgun og líkamsárás
Breski tónlistarmaðurinn og útvarpsmaðurinn Yung Filly hefur verið ákærður fyrir nauðgun og líkamsárás. Filly var áður þáttastjórnandi hjá breska ríkisútvarpinu, BBC. Milljónir fylgja honum á samfélagsmiðlum. Filly var handtekinn í Ástralíu eftir að kona sakaði hann um að hafa ráðist á sig á hótelherbergi í Perth.

Ekki séð eiginkonuna síðan tveimur vikum eftir giftingu
Kona á fertugsaldri hefur höfðað mál á hendur annarri konu níu árum yngri þess efnis að henni verði veittur lögskilnaður. Hún segir konuna hafa gift sér til málamynda til að geta dvalið í Evrópu án vandræða.

Fundu um 40 kíló af kókaíni í bananasendingu
Um 40 kíló af kókaíni fundust í bananasendingum til franskrar verslunarkeðju í vikunni. Efnin fundust í þremur ólíkum verslunum. Lögreglan rannsakar nú hver viðtakandinn var.

Kólumbíski þjálfarinn ósáttur við Shakiru tónleika í hálfleik
Nestor Lorenzo, þjálfari Kólumbíu, bættist í hóp þeirra þjálfara sem hafa gagnrýnt skipulag og umgjörð Suðurameríkukeppninnar sem fer fram í Bandaríkjunum og klárast með úrslitaleik seint í kvöld.

Bananarisi ábyrgur fyrir morðum kólumbískrar dauðasveitar
Fjölþjóðaávaxtafyrirtækið Chiquita þarf að greiða fjölskyldum fólks sem var myrt af vopnaðri sveit manna í Kólumbíu tugi milljóna dollara eftir að bandarískur dómstóll dæmdi það bótaskylt fyrir að hafa fjármagnað sveitina.

WOM í Kólumbíu sækir um greiðsluskjól
Fjarskiptafélagið WOM í Kólumbíu lagði fram beiðni um greiðsluskjól í gær svo að hefja megi endurfjármögnun félagsins en Novator er stærsti hluthafi þess. Björgólfur Thor Björgólfsson, aðaleigandi Novator, hefur fundað með ráðherra fjarskipta í Kólumbíu vegna málsins. WOM í Síle sótti nýverið um greiðslustöðvun í Bandaríkjunum en um er að ræða sjálfstæð fyrirtæki og er endurskipulagning WOM í Kólumbíu „óskyld því ferli“, að sögn Novator.

Síðasta verk Nóbelsverðlaunahafans gefið út gegn hans eigin óskum
Síðasta skáldsaga kolumbíska Nóbelsverðlaunahafans, Gabriel García Márquez, Until August, sem mætti útleggja sem Þangað til í ágúst, verður gefin út að honum látnum og gegn óskum hans.

Mannýgir flóðhestar Escobars valda usla
Afkomendur fjögurra flóðhesta sem voru í eigu fíkniefnabarónsins Pablo heitins Escobar hafa verið að valda usla í Kolumbíu undanfarið. Þeir eru sagðir mannýgir.

Aurskriða varð minnst 34 að bana
Að minnsta kosti 34 létust og tugir slösuðust þegar aurskriða féll á fjölförnum þjóðvegi í Kólumbíu í gær.

Shakira semur um skattalagabrotin
Kólumbíska poppstjarnan Shakira hefur gert dómssátt við saksóknara um meint skattalagabrot hennar á Spáni, en réttarhöld í málinu voru í þann mund að hefjast.

Luis Díaz skoraði tvö mörk fyrir framan pabba sinn grátandi í stúkunni
Liverpool-maðurinn Luis Díaz var á skotskónum þegar Kólumbía vann 2-1 sigur á Brasilíu í undankeppni HM í nótt.

Vilja gelda afkomendur flóðhesta Escobars
Yfirvöld í Kólumbíu eru byrjuð að gelda flóðhesta, sem eru afkomendur dýra sem fíkniefnabarónninn Pablo Escobar flutti til landsins á árum áður. Vonast er til þess að hægt verði að gelda um fjörutíu flóðhesta á ári.

Föður Díaz sleppt úr haldi mannræningja
Föður Luis Díaz, Kólumbíumannsins hjá Liverpool, hefur verið sleppt úr haldi mannræningja.

Krefjast sönnunar þess að faðir Díaz sé á lífi
Fjölskylda Luis Díaz, Kólumbíumannsins hjá Liverpool, hefur krafið mannræningja föður hans um sönnun að hann sé á lífi.

Vilja tryggingu um öryggi áður en þeir sleppa föður Diaz
Kólumbísku skæruliðasamtökin sem rændu foreldrum knattspyrnumannsins Luis Diaz, og eru enn með föður hans í haldi, fara fram á það að þeir fái tryggingu um það þeir verði öruggir þegar þeir sleppa föður leikmannsins úr haldi.

Diaz ákveði sjálfur hvort hann geti spilað eftir að föður hans var rænt
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að kólumbíski kantmaðurinn Luis Diaz fái sjálfur að ákveða hvort hann treysti sér til að spila í ensku úrvalsdeildinni um helgina eftir að föður hans var rænt í heimalandi þeirra.

Segjast ætla að sleppa föður Luis Diaz
Faðir Liverpool leikmannsins Luis Diaz er vonandi á heimleið sem fyrst. Honum var rænt af skæruliðasamtökum sem segjast nú ætla að sleppa honum.

Leitin að föður Luis Díaz enn án árangurs
Leitin að föður Liverpool leikmannsins Luis Díaz hefur enn ekki borið árangur en Luis Manuel Díaz var rænt um helgina.

Herinn og lögreglan leitar að föður Liverpool stjörnunnar
Leikmenn Liverpool tileinkuðu liðsfélaga sínum Luis Diaz sigurinn á Nottingham Forest á Anfield í gær en Kólumbíumaðurinn gat skiljanlega ekki tekið þátt í leiknum.

Foreldrum Luis Diaz rænt í Kólumbíu
Foreldrum kólumbíska knattspyrnumannsins Luis Diaz, leikmanns Liverpool, var rænt í heimalandi sínu eftir að hafa verið stöðvuð af byssumönnum á mótorhjólum.

Forseti félagsins skotinn til bana eftir tapleik
Edgar Paez, forseti kólumbíska fótboltafélagsins Tigres FC, var skotinn til bana um helgina.

Meintir morðingjar frambjóðandans frá Kólumbíu
Sex menn sem voru handteknir vegna morðsins á Fernando Villavicencio, forsetaframbjóðanda í Ekvador, í gær eru kólumbískir ríkisborgarar. Innanríkisráðherra landsins segir að mennirnir tengist skipulagðri glæpastarfsemi.