Íran

Bein útsending: Mannréttindaráð fundar um Íran að beiðni Íslands og Þýskalands
Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í Genf heldur í dag sérstakan aukafund um ástand mannréttindamála í Íran. Fundurinn er haldinn að beiðni Íslands og Þýskalands og er honum ætlað að knýja á um að Sameinuðu þjóðirnar hefji markvissa gagnaöflun varðandi framgöngu yfirvalda í Íran gegn friðsömum mótmælendum.

Leikmenn Íran sungu ekki með þjóðsöngnum
Leikmenn Íran sungu ekki með þegar þjóðsöngur landsins var spilaður fyrir leik þeirra gegn Englandi á heimsmeistaramótinu í Katar.

Íranskar kvikmyndastjörnur fangelsaðar
Tvær Íranskar kvikmyndaleikkonur hafa verið handteknar í heimalandi sínu sakaðar um undirróðurstarfsemi gegn íranska ríkinu og fyrir að styðja við mótmælaölduna sem riðið hefur yfir landið síðustu mánuði.

Fyrsti mótmælandinn dæmdur til dauða í Íran
Fyrsti mótmælandinn hefur nú verið dæmdur til dauða í Íran vegna mótmæla sem hafa geisað þar í landi. Mótmælandinn er sakaður um að hafa kveikt í byggingu stjórnvalda.

Óttast blóðugar hefndaraðgerðir yfirvalda
Írönsk íþróttakona sem stundar bogfimi hefur nú bæst í hóp íþróttakvenna sem mótmæla harkalegum framgangi íranskra stjórnvalda í kjölfar andláts hinnar 22 ára Mahsa Amini. Ekkert lát virðist vera á mótmælunum þar í landi og eiga sumir yfir höfði sér dauðadóm vegna þátttöku í mótmælunum.

Sannfæringin eða lífið?
Það er alltaf best að standa með sannfæringu sinni þótt það sé erfiðara en að sigla með straumnum. Ef þú gerir það áttu bæði betra með að sofa á nóttunni og horfa í spegilinn.

Ein þekktasta leikkona Íran sviptir sig slæðunni og ögrar stjórnvöldum
Ein þekktasta leikkona Íran hefur hætt frelsi sínu og lífi með því að birta mynd af sér á Instagram, þar sem hún ber ekki höfuðslæðu en heldur á áróðursskilti þar sem segir „Kona. Líf. Frelsi.“

Verðlaun afhend fulltrúa íranskra kvenna ásamt fleirum
Í dag voru hin ýmsu verðlaun veitt til framúrskarandi kvenna í Hörpu á Heimsþingi kvenleiðtoga. Þingið var haldið hér á landi í sjöunda sinn en hundruð kvenleiðtoga komu saman.

Tugir gætu átt yfir höfði sér dauðadóm vegna þátttöku í mótmælunum
Opið bréf sem undirritað var af miklum meirihluta þingheims í Íran hvetur dómarastétt landsins til þess að beita mótmælendur meiri hörku og sýna enga vægð.

Gangast loks við því að útvega Rússum dróna
Utanríkisráðherra Írans viðurkenndi í fyrsta skipti í dag að ríkisstjórn hans hefði útvegað Rússum dróna sem hafa verið notaðir í sprengjuárásir í Úkraínu. Hann fullyrðir að drónarnir hafi verið afhentir áður en innrás Rússa í Úkraínu hófst.

Hyggjast halda opin réttarhöld yfir þúsundum mótmælenda
Dómstólar í Íran hyggjast halda opin réttarhöld yfir allt að þúsund einstaklingum sem voru handteknir í mótmælum í Tehran og fleiri en þúsund mótmælendum sem voru handteknir annars staðar í landinu.

Styðjum konur í Íran
Í síðustu viku var efnt til sérstakrar umræðu á Alþingi um stöðuna í Íran. Þar voru áhyggjur og hugmyndir viðraðar um stöðu kvenna í Íran, og tók undirrituð þátt í þeim umræðum. Fregnir af hrottalegum aðstæðum í Íran berast um allan heim.

Fannst látin í lendingarbúnaði flugvélar
Starfsmenn Lufthansa fundu lík í lendingarbúnaðsrými flugvélar flugfélagsins eftir lendingu í Frankfurt. Flugvélin hafði verið að fljúga frá Teheran, höfuðborg Íran.

Skutu á mótmælendur við leiði Amini
Vitni segja öryggissveitir í Íran hafa skotið á syrgjendur sem komið höfðu saman við gröf Masha Jina Amini í dag. Þar hafði fólk komið saman vegna þess að fjörutíu dagar eru liðnir síðan hún dó í haldi lögreglunnar.

Spænski stuðningsmaðurinn sem hvarf talinn vera í fangelsi í Íran
Santiago Sánchez, spænski stuðningsmaðurinn, sem ætlaði að ganga frá Spáni til Katar þar sem heimsmeistaramótið í knattspyrnu fer fram eftir rúmlega mánuð er talinn vera í fangelsi í Íran.

Lést nokkrum mánuðum eftir fyrsta baðið í sextíu ár
Amou Haji, oftast þekktur sem skítugasti maður heims, er látinn, 94 ára að aldri. Skömmu fyrir andlátið hafði Haji þvegið sér í fyrsta sinn í yfir sextíu ár. Hann lést í heimaþorpi sínu Dejgah í vesturhluta Íran.

Blindur á öðru auga og máttlaus í hendi eftir árásina
Rithöfundurinn Salman Rushdie missti sjón á öðru auga og allan mátt í annarri hendinni eftir hnífaárás. Ráðist var á rithöfundinn á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í ágúst.

Segir Rússa hafa í hyggju að eyðileggja 400 kílómetra áveitu
Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa hafa í hyggju að eyðileggja vatnsaflsvirkjun og stíflu í austurhluta Kherson-héraðs, þar sem Úkraínumenn hafa sótt hart gegn innrásarhernum.

Segja öryggissveitir hafa barið unglingsstúlku til bana
Kennarar við skóla í norðvestanverðu Íran fullyrða að öryggissveitarmenn hafi barið fimmtán ára gamla stúlku til bana þegar þeir gerðu rassíu þar. Stúlkan var ein nokkurra nemenda sem fengu að kenna á því þegar þeir neituðu að syngja lofsöng um æðstaklerk landsins.

Kvenkyns utanríkisráðherrar funda vegna Íran
Fimmtán kvenkyns utanríkisráðherrar ríkja um allan heim munu funda í dag vegna stöðu kvenna og mannréttinda í Íran. Utanríkisráðherra Íslands er sagður taka þátt í fundinum.

Orðin að þjóðhetju eftir heimkomuna
Elnaz Rekabi sneri aftur til Íran snemma í morgun eftir að hafa keppt á Asíumótinu í klifri. Rekabi notaðist ekki við slæðu þegar hún keppti og óttuðust margir um líf hennar um tíma.

Leggja allt í sölurnar til að aðstoða mótmælendur
Sumir læknar í Íran setja sjálfa sig í hættu á hverjum einasta degi til að aðstoða mótmælendur sem koma á bráðamóttökur þar í landi. Búið er að koma fyrir leynilögreglumönnum á spítölum til þess að handtaka þá sem hafa slasast í mótmælum.

Rekabi hafi mögulega verið þvinguð til þess að skrifa tilkynninguna
Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem hún virðist útskýra af hverju hún bar ekki höfuðklút á meðan hún keppti á Asíumótinu í klifri í Suður-Kóreu á dögunum. Hún hafi beðist afsökunar á því að valda fólki áhyggjum en fjölskyldu hennar hafði ekki tekist að ná sambandi við hana síðan í gær.

Senda dróna og eldflaugar til Rússa
Ráðamenn í Íran hafa samþykkt að selja Rússum mikið magn eldflauga og dróna. Þau vopn munu Rússar væntanlega nota til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu en þær árásir Rússa beinast að mestu gegn borgaralegum skotmörkum og hafa verið fordæmdar sem stríðsglæpir.

Finnst ekki tveimur dögum eftir að hafa keppt án slæðu
Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi er nú horfin, tveimur dögum eftir að hafa keppt á klifurmóti í Suður-Kóreu án þess að nota slæðu. Fjölskylda hennar hefur ekki náð sambandi við hana síðan í gær.

Fordæma drónaárásir Rússa á óbreytta borgara
Hvíta húsið fordæmdi í dag sjálfsprengidrónaárásir Rússa á borgaraleg skotmörk í borgum og bæjum Úkraínu. Talskona Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að Bandaríkjamenn myndu standa áfram við bakið á Úkraínumönnum og að Rússar myndu gjalda fyrir stríðsglæpi þeirra í Úkraínu.

Fjögur látin eftir eldsvoða í fangelsi á svörtum lista
Eldur braust út í Evin fangelsinu í Tehran í Íran í gærkvöldi, fjórir eru sagðir látnir og 61 slasaður eftir eldsvoðann. Yfirvöld segja reykeitrun hafa valdið dauða þeirra sem létust. Fangelsið hýsir meðal annars pólitíska fanga og hefur verið sett á svarta lista vegna mannréttindabrota.

Börn og konur séu illa stödd á mótmælum í Íran
Mótmæli hafa geisað í Íran í um það bil mánuð vegna dauða ungu konunnar, Mahsa Amini en hún lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Ný skýrsla Amnesty International er sögð varpa ljósi á dauðsföll barna á meðan mótmælunum hefur staðið. Mannréttindasamtökin saki öryggissveitir um að hafa beitt sér sérstaklega gegn ungu fólki. Þá eru öryggissveitir sagðar beita mótmælendur og þá sérstaklega konur, mikilli hörku.

Fjölskylda Amini fær líflátshótanir
Hótunum hefur rignt yfir fjölskyldu Möhsu Amini, 22 ára gamallar konu sem lést í haldi siðgæðislögreglu Íran. Fjölskyldan segir að klerkastjórnin beiti hana þrýstingi að ræða ekki við mannréttindasamtök eða koma nálægt mótmælunum sem brutust út vegna dauða Amini.

Neita því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára mótmælanda
Írönsk yfirvöld hafna því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára gamla stúlku á mótmælum sem brutust út í kjölfar dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglu. Þau halda því fram að stúlkan hafi svipt sig lífi með því að kasta sér fram af húsþaki.