Ísrael

Fréttamynd

Segja stutt í sam­komu­lag en sprengjum rignir enn

Forsætisráðherra Ísraels segir að Ísrael og Hamas nálgist samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Bandaríkjaforseti er bjartsýnn og segir Ísraela hafa samþykkt að draga herinn af hluta Gasa til að greiða fyrir fangaskiptum en Ísraelsmenn hafa þó ekki hlýtt ósk hans um að hætta að sprengja. Stríðandi fylkingar ganga að samningaborðinu á mánudag.

Erlent
Fréttamynd

Loft­á­rásir í kjöl­far á­kalls Trumps

Þrjár loftárásir voru gerðar á Gasaborg í kjölfar ákalls Bandaríkjaforseta um að Ísraelar eigi að hætta árásum sínum. Ísraelsk yfirvöld undirbúa sig fyrir fyrsta hluta friðaráforma forsetans.

Erlent
Fréttamynd

Skipar Ísraelum að hætta að sprengja

„Ísrael verður að hætta að sprengja Gasa,“ skrifar Donald Trump Bandaríkjaforseti á samfélagsmiðla, „svo að við getum komið öllum gíslum út hratt og örugglega!“

Erlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Siglt á­leiðis til Gasa

Þó 470 aðgerðasinnar úr Frelsisflotanum svokallaða hafi verið teknir í varðhald í Ísrael og bíða þess að vera vísað úr landi, er annar en smærri floti á leiðinni til Gasa. Skipið Conscience er í þeim flota en þar um borð er tónlistar- og baráttukonan Magga Stína.

Erlent
Fréttamynd

Hamas liðar vilja ekki afvopnast

Heimildarmaður sem þekkir til innan Hamas segir kröfur um að samtökin afvopnist eina af ástæðum þess að ekki hafi verið gengið til samninga um stöðvun átaka á Gasa.

Erlent
Fréttamynd

Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjó­herinn hóf hand­tökur

Íslenskur ríkisborgari sem er á leið til Gasastrandarinnar með Frelsisflotanum svokallaða segir að það hafi farið um hópinn um borð í skipinu Samviskunni í gærkvöldi þegar hann fylgdist með myndbandi af ísraelska sjóhernum handtaka skipverja í fremstu skipum flotans. Handtökurnar hafi þau áhrif að gera hópinn enn einbeittari í ætlunarverki sínu, sem er að rjúfa herkví og koma hjálpargögnum til Gasabúa.

Innlent
Fréttamynd

Stímir ó­hrædd í gin ísraelska sjó­hersins

Margrét Kristín Blöndal og félagar hennar um borð í skipinu Conscience halda ótrauð áfram í átt að Gasaströndinni. Ísraelski sjóherinn réðst um borð í fleiri skipa flotans á alþjóðlegu hafsvæði og handtók fjölda farþega. Fregnir hafa borist af því að ísraelski sjóherinn sprauti farþega með öflugum vatnsgusum og sleppi leiftursprengjum úr drónum um borð.

Innlent
Fréttamynd

Frelsisflotinn um­kringdur og far­þegar fluttir til Ísraels

Að minnsta kosti tuttugu ísraelskir hermenn hafa ruðst um borð í eitt skipa Frelsisflotans svokallaða sem var á leið til Gasasvæðisins með aðgerðasinna, blaðamenn, heilbrigðisstarfsmenn og neyðarbirgðir um borð. Um er að ræða annað skip en það sem aðgerðasinninn íslenski Margrét Kristín Blöndal siglir með.

Erlent
Fréttamynd

Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa

„Ég get ekki sagt að ég þekki mig sem sömu manneskju og áður.“ Þetta segir Margrét Kristín Blöndal eða Magga Stína eins og við þekkjum hana flest þegar hún reynir að útskýra fyrir fréttamanni hvernig linnulausar loftárásir Ísraelshers á Gasa síðustu tvö ár hafa breytt henni og hvers vegna hún sem móðir og amma hættir að láta mótmælagöngur duga og leggur upp í leiðangur á átakasvæði.

Innlent
Fréttamynd

Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum

Tónlistarkonan og aðgerðasinninn Margrét Kristín Blöndal er nú á leið til Gasa á skipinu Conscience, sem verður hluti af „Frelsisflotanum“ svokallaða. Skipið lagði úr höfn á Ítalíu um klukkan 14 í gær, með um 100 aðgerðasinna, blaðamenn og heilbrigðisstarfsmenn innanborðs.

Innlent
Fréttamynd

Lykillinn að krafta­verki að Birgir var frá Ís­landi

Birgir Þórarinsson fyrrverandi alþingismaður er mærður í hástert í ísraelskum fjölmiðlum fyrir aðkomu sína að lausn ísraelskrar fræðikonu sem tekin var í gíslingu af herliðum í Írak árið 2023 en sleppt fyrr í mánuðinum. Birgir segist telja það hafa skipt sköpum að hann hafi verið frá Íslandi og segist upplifa sem svo að lausn konunnar án hervalds og án lausnargjalds hafi verið kraftaverk. Hann vonar að Ísland muni í framtíðinni láta gott af sér leiða á alþjóðavettvangi þegar kemur að gíslatökumálum.

Erlent
Fréttamynd

Til­lögum Trumps lýst sem upp­gjöf

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gefið leiðtogum Hamas-samtakanna þrjá til fjóra daga til að samþykkja tillögur Bandaríkjamanna um að binda enda á átökin á Gasaströndinni. Samþykki þeir ekki tillögurnar muni það hafa „mjög sorglegar“ afleiðingar.

Erlent
Fréttamynd

Danir taka ekki af­stöðu gegn Ísrael

Danir munu ekki greiða atkvæði með því að Ísrael verði vikið úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Aðilar Samtaka evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) greiða atkvæði um þátttöku Ísraels á fundi í nóvember.

Lífið
Fréttamynd

Ísraelar sam­þykkja friðar­á­ætlun Trumps

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hafa sammældust um tuttugu punkta áætlun sem binda á enda á stríðið á Gasa á fundi þeirra í dag. Í áætluninni er krafist að Gasa verði svæði sem ógni ekki nágrönnunum sínum og að framkvæmd verði fanga- og gíslaskipti. Samþykki Hamas ekki áætlunina segist Netanjahú ætla að „ljúka því sem þeir hófu.“

Erlent
Fréttamynd

Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna

Dómari vísaði í gær máli rapparans írska Liam Óg Ó hAnnaidh, betur þekkts sem Mo Chara, frá. Hann myndar ásamt þeim Móglaí Bap og DJ Próvaí rappsveitina Kneecap sem hefur vakið mikla athygli fyrir afdráttarlausan stuðning sinn við frelsi Palestínu og endurnýjun lífdaga írska tungumálsins.

Lífið
Fréttamynd

Yfir­gáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína

Fulltrúar fjölda ríkja á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna stóðu upp og yfirgáfu sal allsherjarþingsins í New York þegar Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hóf ræðu sína um klukkan 13 að íslenskum tíma í dag.

Erlent
Fréttamynd

Segist ekki munu leyfa Ísrael að inn­lima Vesturbakkann

„Ég mun ekki leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann. Nei, ég mun ekki leyfa það. Það mun ekki gerast,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í Hvíta húsinu í gær. „Það er komið nóg. Það er kominn tími til að stoppa.“

Erlent
Fréttamynd

Hélt ræðu gráti nær

Utanríkisráðherra var gráti nær þegar hún hélt ræðu á viðburði á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrr í dag. Hún tók til máls á eftir sendiherra Palestínu sem sagði sögu af palestínsku barni.

Innlent
Fréttamynd

Sér­fræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael

Sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum biðla til Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, og Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, að vísa fótboltaliðum Ísraels tafarlaust úr keppni á þeirra vegum. Það sé nauðsynlegt viðbragð við þjóðarmorði Ísraela á Palestínumönnum.

Fótbolti