Ísrael

Trump segir fólki að yfirgefa Tehran hið snarasta
Íranar halda áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael, eftir að Ísraelar hafa gert umfangsmiklar loftárásir í Íran. Eldflaugunum virðist þó fara sífellt fækkandi og Ísraelar segjast hafa tryggt sér yfirráð í háloftunum yfir Íran. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í kvöld að allir íbúar Tehran, höfuðborgar Íran, ættu að flýja en Bandaríkin hafa verið að flytja umtalsverðan herafla til Mið-Austurlanda.

Gerðu árás á sjónvarpshúsið í miðri útsendingu
Aukin harka hefur færst í loftárásir Ísraela og Írana á víxl í dag. Ísraelsher hefur gert árás á höfuðstöðvar ríkisútvarpsins í Tehran, nokkrum klukkustundum eftir að varnarmálaráðherra Ísrael boðaði „hvarf“ ríkismiðilsins.

Skutu eldflaugum á víxl í alla nótt
Íranir og Ísraelar hafa gert árásir á víxl í alla nótt en átök ríkjanna hafa nú staðið í fjóra daga eftir að Ísraelar létu til skarar skríða gegn Íran og kjarnorkuáætlun landsins.

Sagður hafa bannað Ísraelum að drepa æðstaklerkinn
Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa hafnað áætlun Ísraela um að ráða æðstaklerkinn í Íran af dögum. Sagt er að hann hafi sagt Benjamín Netanyahu forsætisráðherra Ísrael að það væri ekki góð hugmynd.

Tíu drepnir í Ísrael og Írönum ráðlagt að rýma
Loftárásir Ísraela og Írana á víxl héldu áfram í nótt. Björgunarsveitir í Ísrael leita í rústum íbúðarhúss í borginni Bat Yam en minnst tíu eru taldir af, þar af börn, eftir að eldflaug var skotið á húsið. Óttast er að fleiri séu enn undir rústunum.

Minnst þrír latnir í Ísrael og Teheran í ljósum logum
Minnst þrír eru látnir eftir eldflaugaárásir Írans á norðurhluta Ísraels. Ísraelsk yfirvöld segja að flaugar hafi hæft skotmörk í borginni Tamra, og minnst fjórtán hafi slasast. Ísraelar hafa gert árásir í Teheran þar sem fregnir berast af eldsvoða og sprengingum hjá olíubirgðarstöðvum.

Varnarmálaráðherra segir að Tehran muni brenna
Israel Katz varnarmálaráðherra Ísrael sagði í yfirlýsingu í morgun að Tehran, höfuðborg Íran, haldi áfram að brenna ef Ayatollah Ali Khamenei æðsti leiðtogi Íran heldur áfram að skjóta flugskeytum á heimavígstöðvar Ísrael.

Tuttugu börn drepin í árás á íbúðablokk í Tehran
Sextíu eru taldir af, þar af tuttugu börn, eftir að Ísraelsher skaut eldflaug á fjórtán hæða blokk í Tehran í morgun.

Minnst tveir drepnir í hefndarárásum Írana
Íransher hefur brugðist við árásum Ísraelshers á kjarnorkuver Íran með því að láta eldflaugum rigna yfir Ísrael í nótt.

Fregnir af eldsvoða á flugvelli í Teheran
Þykkan reyk leggur nú frá Mehrabad flugvelli í Teheran þar sem eldur virðist loga. Íranskir miðlar segja frá því að sprengja hafi sprungið á flugvellinum.

Segir Íran hafa farið yfir strikið
Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, segir að írönsk yfirvöld hafi farið yfir „rauðu línuna“ með því að gera loftárásir á almenna borgara í Tel Aviv. Ríkisstjórn Írans muni gjalda þess dýrum dómi.

Íranir hefna sín og eldflaugar fljúga í Tel Aviv
Íranir hafa skotið eldflaugum að Ísrael og loftvarnarflautur óma nú í Tel Aviv. Nokkrar eldflaugar hafa hæft byggingar í Tel Aviv en aðrar hafa verið skotnar niður af loftarnarkerfi Ísraela.

Segir klerkastjórninni að semja áður en það „verður of seint“
Ísraelski herinn hefur haldið árásum á Íran áfram í dag með árásum á kjarnorkurannsóknarstöðvar og yfirmenn herafla Íran. Áður en árásirnar hófust í gær notuðu útsendarar Mossad, leyniþjónustu Ísraels, sjálfsprengidróna gegn loftvarnarkerfum í Íran og grófu þannig undan vörnum landsins.

Íranir séu vikum eða mánuðum frá kjarnorkusprengju
Hernaðarsagnfræðingur segir árásir umfangsmiklar loftárásir Ísraela á Íran í nótt ekki koma sér á óvart. Allt bendi til þess að Íranir séu á barmi þess að koma sér upp sér kjarnorkusprengju og Ísraelar líti á það sem tilvistarógn.

Æðstiklerkurinn hótar hefndum og drónaárásir eru hafnar
Æðstiklerkur Írana, Ayjatollah Ali Khameini, lofar því að Ísraelum verði harðlega refsað fyrir hinar umfangsmiklu árásir sem gerðar voru á fjölmörg skotmörk í Íran í nótt.

Ísraelar gera árásir á Íran
Ísraelski herinn hefur gert það sem forsvarsmenn hersins kalla „fyrirbyggjandi árásir“ á skotmörk í Íran. Forsvarsmennirnir segja árásirnar beinast að kjarnorkuvopnaáætlun klerkastjórnar Íran og munu árásir hafa verið gerðar á „tugi skotmarka“ sem eiga að tengjast þeirri áætlun. Þær hafa meðal annars verið gerðar á Tehran, höfuðborg Íran.

Ísraelar sagðir undirbúa árásir á Íran
Embættismenn í Bandaríkjunum og í Evrópu segja útlit fyrir að yfirvöld í Ísrael séu að undirbúa árásir á Íran. Slíkar árásir gætu verið gerðar á næstu dögum og hafa áhyggjur af árásum og svarárásum Írana leitt til þess að Bandaríkjamenn hafa fækkað starfsfólki í Mið-Austurlöndum.

Fækka í sendiráðinu í Bagdad vegna öryggisógnar
Bandaríkjastjórn ætlar að flytja hluta starfsmanna sendiráðsins í Írak úr landi hið snarasta. Allir starfsmenn sem ekki eru taldir nauðsynlegir og fjölskyldur þeirra verða fluttir á brott en þetta mun vera gert af öryggisástæðum.

Greta Thunberg á leið heim til Svíþjóðar
Sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg er á leiðinni heim til Svíþjóðar eftir að Ísraelsher stöðvaði skútuna Madleen og aðgerðasinnana um borð sem hugðust flytja hjálpargögn til Gasa.

Ísland í neðsta og næstneðsta sæti hjá Ísraelum
Framlag Íslands hlaut fæst atkvæði í símakosningu Ísraela á úrslitakvöldi Eurovision í maí. Þá setti ísraelska dómnefndin VÆB-bræður í næstneðsta sæti.

Ísraelsher stöðvaði skútuna og handtók áhöfnina
Ísraelski herinn hefur stöðvað skútuna Madleen, sem sigldi til Gasastrandarinnar með nauðsynjavörur, og handtekið alla tólf um borð, þar á meðal Gretu Thunberg. Freedom Flotilla Coalition, sem standa að baki ferðinni, segja áhöfninni hafa verið rænt af Ísraelsher.

Telja Ísraelsher hafa umkringt bát Thunberg
Tólf aðgerðarsinnar, þar á meðal loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg, ætla sér að sigla til Gasastrandarinnar með nauðsynjavörur og á sama tíma mótmæla hernámi Ísraels á svæðinu. Þau nálgast ströndina óðfluga en hermenn Ísraelshers hafa flogið drónum yfir bátinn. Hermenn hersins nálgast bátinn.

Ísraelsmenn undirbúi árás á skútuna með Gretu Thunberg um borð
Varnarmálaráðherra Ísraels segist hafa skipað ísraelska hernum að hindra skútu með hjálpargögn fyrir Palestínumenn komist að ströndum Gasa. Aðgerðarsinninn ungi Greta Thunberg er meðal þeirra sem eru um borð. Hópurinn segir Ísraelsmenn undirbúa árás á skútuna.

Grófu látin og særð börn upp úr rústum
Minnst 95 eru sagðir látnir í árásum Ísraelshers á Gasa síðasta sólarhringinn. Aðstandendur ísraelskra gísla í haldi Hamas kalla eftir að ísraelsk stjórnvöld hætti hernaðaraðgerðum.

Felldu tillögu um að olíusjóðurinn sniðgengi fyrirtæki á hernumdu svæðunum
Norska þingið felldi í gær tillögu um að norski olíusjóðurinn seldi eignarhluti sína í öllum fyrirtækjum sem stunda viðskipti á hernumdum svæðum Palestínumanna. Fjármálaráðherrann segist þess fullviss að fjáfestingar sjóðsins í brjóti ekki alþjóðalög.

Saka Ísraelsher aftur um að hafa skotið á hóp sem beið eftir hjálpargögnum
Forstjóri Nasser spítalans á Gasa svæðinu segir að tuttugu og fjórir hafi verið drepnir og að þrjátíu og sjö hafi særst eftir að ísraelskir hermenn gerðu árás á hóp fólks sem var að bíða eftir hjálpargögnum í borginni Rafah í morgun.

Um þrjátíu drepin í árás nærri dreifingarmiðstöð hjálpargagna
Allt að þrjátíu voru drepin í árás Ísraelshers nærri dreifingarmiðstöð hjálpargagna í Rafah og tugir voru særð. Þúsundir höfðu safnast saman við dreifingarmiðstöðina þegar skriðdrekum Ísraelshers var ekið að henni og svo hafin skothríð.

Hamas svarar vopnahléstillögunni sem Ísraelar hafa samþykkt
Hamas liðar hafa að hluta til svarað vopnahléstillögu Bandaríkjanna sem lögð var fram fyrr í vikunni. Fulltrúar Ísrael hafa nú þegar samþykkt tillöguna.

Samstarf HSÍ og Rapyd heyrir sögunni til
Handknattleikssamband Íslands og Rapyd hafa komist að samkomulagi um að samstarfi félaganna ljúki þann 1.september næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSÍ, mánuði eftir að leikmenn landsliðsins huldu merki fyrirtækisins á treyjum sínum.

Hamas hafna líklegast vopnahléstillögu Trump
Hamas-samtökin á Gasa-svæðinu eru líkleg til að hafna tillögu að vopnahéi sem Bandaríkjamenn hafa lagt fram.