

Lögreglan handtók tvo í gær eftir húsleit við Austurbrún í Laugardal í Reykjavík annars vegar og í Kópavogi hins vegar. Alls eru fimm í haldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi.
Skólastjóri í Kópavogi segir foreldra eiga erfitt með að skilja námsmat barna sinna. Íslenskir skólar standi öðrum þó framar hvað ýmsa þætti skólastarfsins varðar.
Tímamót í uppbyggingu miðbæjarins í Kópavogi urðu í morgun þegar bæjarstjórn samþykkti samning við verktaka. Hamraborg mun gjörbreytast en fatlaður íbúi segir að hann verði svo gott sem heimilislaus á meðan framkvæmdum stendur og segir íbúð sína orðna verðlausa.
Náttúruverndarsamtökin Landvernd gagnrýna fyrirhugaðar skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk. Þau telja útivistargildið verðmætasta þátt svæðisins og segja langan veg frá því að lokanir eins og Veitur stefni að geti talist nauðsynlegar.
Framhaldsskólarnir fjölguðu flestir innrituðum nemendum um tíu prósent miðað við fyrri ár til að koma öllum að í haust. Skólameistarar segja það hafa verið ærið verkefni en hafi tekist með því að fjölga í bekkjum og hópum. Innritunarárgangurinn fæddist árið 2009. Þá fæddust 5.026 börn á Íslandi og hafa aldrei fæðst jafn mörg börn á einu ári hérlendis.
Grunur leikur á um að gerð hafi verið tilraun til íkveikju í bifreið í Kópavogi í gærkvöldi eða nótt. Eldur kom þannig upp við afturdekk bifreiðar en vegfarendum tókst að slökkva hann áður en skemmir urðu á bifreiðinni.
Bíll valt á hliðina í umferðinni í Kópavogi á fimmta tímanum eftir hádegi í dag. Ökumaðurinn var einn í bílnum og slasaðist lítillega.
Ég kann að meta það að samtök foreldra í leikskólum Kópavogs eru ánægð með sum atriði í þjónustu við börn og foreldra í Kópavogi, nánar tiltekið að starfsemin er óskert ólíkt sumum nágranasveitarfélögum og að starfsfólki leikskóla líður almennt vel í vinnunni. Þessir tveir jákvæðu þættir sem formaður Samleik hefur orð á í aðsendri grein þann 23. júní eru ekki sjálfgefnir.
Landrými eru takmörkuð gæði. Lykilatriði í stjórnun sveitarfélaga er að ráðstöfun og úthlutun á landi sé stýrt þannig að íbúar njóti þess fjárhagslega – en ekki síst að skapa aðlaðandi og eftirsóknarvert samfélag.
Við Huldubraut í Kópavogi stendur glæsilegt 236 fermetra parhús á tveimur hæðum, reist árið 2013. Á neðri hæðinni er sjarmerandi tveggja herbergja aukaíbúð með sérinngangi.
Samleik – samtökum foreldra leikskólabarna í Kópavogi vilja koma nokkrum hlutum á framfæri. Við í Samleik viljum þakka fyrir greinina sem birtist á Vísi frá Rakeli Ýr, aðstoðarleikskólastjóra í Álfaheiði, þar sem Kópavogsmódelið er útskýrt.
Sorpa og Öryggismiðstöðin vinna nú að því að fjölga öryggismyndavélum við grenndarstöðvar Sorpu í Reykjavík og Kópavogi. Sorpa tók við hreinsun á grenndarstöðvunum af sveitarfélögunum síðustu áramót.
Sigríður Jóhannsdóttir, 56 ára Kópavogsbúi sem leitað hefur verið að frá því um síðustu helgi, fannst heil á húfi skömmu eftir hádegi og var hún færð á slysadeild til aðhlynningar.
Leitinni að Sigríði Jóhannsdóttur, sem hefur verið saknað í viku, verður fram haldið um helgina. Leitarsvæðið hefur verið stækkað og leitarflokkar munu leggja áherslu á Elliðaárdal og austurhluta borgarinnar.
Hörður Svavarsson, leikskólastjóri Aðalþings, lést á krabbameinsdeild Landspítalans 19. júní síðastliðinn eftir skamma sjúkrahúslegu, 65 ára að aldri.
Ekki verður leitað að Sigríði Jóhannsdóttur í dag en hún sást síðast á föstudag. Víðtæk leit hefur farið fram víða á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga.
Umræðan um Kópavogsmódelið hefur gjarnan snúist um hvort fólk sé með eða á móti. Ertu fylgjandi betra starfsumhverfi fyrir starfsfólk leikskólanna og auknum gæðum í leikskólastarfi – eða á móti vegna kostnaðarins?
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út til aðstoðar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu við leitina að Sigríði Jóhannsdóttur.
Listahjónin Brynhildur Karlsdóttir og Matthías Tryggvi Haraldsson hafa sett íbúð fjölskyldunnar á sölu í Kópavogi og setja stefuna á Hvalfjarðarsveit, þar sem þau vilja ala upp dóttur sína í sveitasælunni.
Leitað var að Sigríði Jóhannsdóttur í Elliðaárdal í gær. Ekkert hefur sést til hennar síðan á föstudaginn 13. júní. Viðtæk leit hefur farið fram víða um höfuðborgarsvæðið og hefur lögregla beðið fólk á Kársnesi í Kópavogi, og í næsta nágrenni, að kíkja á myndbandupptökur.
Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar hefur tekið þátt í leitinni að Sigríði Jóhannsdóttur, sem sást síðast á Digranesheiði í Kópavogi síðdegis föstudaginn 13. júní. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bað um að þyrlan kæmi að leitinni í dag og eru tveir lögreglumenn um borð í henni ásamt hefðbundinni áhöfn.
Leitin að Sigríði Jóhannsdóttur, 56, ára, hefur enn engan árangur borið, en síðast er vitað um ferðir Sigríðar á Digranesheiði í Kópavogi síðdegis föstudaginn 13. júní. Lögreglan biður þau sem eru með öryggis- og eftirlitsmyndavélar á því svæði og næsta nágrenni þess að hafa samband svo hún geti kannað hvort þar kunni að sjást til ferða Sigríðar eftir fyrrnefndan tíma.
„Austurvöllur verður mun minna girtur af heldur en hefur verið undanfarin ár,“ segir Björg Jónsdóttir, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavikurborg. Lögregla sér um öryggisgæslu en lokanir i kringum svæðið verða í lágmarki.
Systir mín er helsta fyrirmynd mín í lífinu. Hún glímir við fleiri áskoranir en mörg okkar, m.a. þroskahömlun, málhömlun og einhverfu, en heldur samt ótrauð áfram að gera það sem henni finnst skemmtilegt. Hún æfir þrjár íþróttir í þremur bæjarfélögum, utan Kópavogs.
Almenn ánægja er meðal stjórnenda og starfsfólks leikskóla Kópavogs með innleiðingu Kópavogsmódelsins svonefnda en skoðanir eru mjög skiptar meðal foreldra. Leikskólum hefur nær aldrei verið lokað vegna manneklu eða veikinda frá því módelið var tekið upp fyrir tveimur árum. Verkalýðsfélög segja módelið aðför að jafnrétti kynjanna og sumir foreldrar eru afar gagnrýnir á háa greiðslubyrði og takmarkaða afslætti miðað við nágrannasveitarfélög.
Einhverjir vilja meina að Kópavogur sé dýrasta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu fyrir foreldra ungra barna. Ég er alls ekki sammála því.
Landsréttur hefur staðfest átján ára fangelsisrefsingu móður, sem sakfelld var fyrir að ráða syni sínum bana og að reyna að ráða öðrum syni sínum bana. Landsréttur féllst á það með héraðsdómi að konan væri sakhæf en lögmaður hennar taldi að meta ætti andleg veikindi konunnar henni til refsilækkunar eða refsileysis.
Strætó mun stórauka þjónustu sína en frá og með 17. ágúst 2025 verður umfangsmikil þjónustuaukning í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi aukning er hluti af Samgöngusáttmálanum og rekstraráætlun Strætó og skref í átt að nýju leiðaneti, sem á að taka gildi árið 2031.
Í dag var afhjúpaður bekkur til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur við Salalaug í Kópavogi. Alls verða tuttugu bekkir reistir í sveitarfélaginu en verkefnið hlaut brautargengi í gegnum samráðsverkefnið „Okkar Kópavogur“.
Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, Herra Hnetusmjör, og unnusta hans Sara Linneth Castañeda, sérfræðingur í mannauðsmálum hjá 66°Norður, hafa fest kaup framtíðarheimili þeirra í Hvörfunum í Kópavogi. Sara greindi frá tímamótunum á samfélagsmiðlum á dögunum.