Reykjavík

Fréttamynd

Ótrúlegt vetrarríki á Hellu og Selfossi í dag

Vetur konungur hrifsaði aftur til sín völdin á suður- og suðvesturlandi í morgun. Snjóþyngslin eru afar óvenjuleg fyrir þennan árstíma - og létu einna helst finna fyrir sér á Selfossi og Hellu, þar sem gríðarlegir skaflar mynduðust

Innlent
Fréttamynd

Hild­ur: Mál­a­flokk­ur fatl­að­ra skýr­ir að­eins brot af fram­úr­keyrsl­u borg­ar­inn­ar

Rekstrarhalli Reykjavíkurborgar var nærri sexfaldur miðað við fjárhagsáætlun. Halli á A-hluta, sá hluti rekstrar borgarinnar sem fjár­­­magn­aður er með skatt­­tekj­um, var 15,6 milljarðar króna en fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir 2,8 milljarða halla. Á sama tíma fyrir ári nam tapið 3,9 milljörðum króna. Hlutfall skulda á móti tekjum jókst á milli ára úr 116 prósentum í 131 prósent.

Innherji
Fréttamynd

Kennarar í Kvennó og MS boðaðir á starfs­manna­fund

Skólameistarar Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund hafa boðað kennara við skólana á fund, hvorn í sínum skólanum, með stuttum fyrirvara. Á fundunum stendur til að kynna fyrir starfsfólki tillögur og verkefni sem snúa að skólunum í tengslum við vinnu stýrihóps menntamálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Orð­ræða um hvað fatlað fólk er dýrt niður­lægjandi

Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir engan málaflokk jafn útsettan fyrir ömurlegri orðræðu og málaflokk fatlaðra. Hún skilji vel að málaflokkurinn sé stór liður í reikningum sveitarfélaga en óskiljanlegt sé að talað sé um kostnað við málaflokkinn sem sligandi.

Innlent
Fréttamynd

Til hvers eru skjala­söfn?

Það virðist sem ekkert lát sé á aðsókninni að skjalasöfnum þessa dagana. Svo virðist sem hverju sveitarfélaginu á fætur öðru finnist þau vera stofnanir sem megi leggja niður án þess að taka faglega umræðu um tilgang þeirra eða gagnsemi.

Skoðun
Fréttamynd

Magnús Aron dæmdur í sextán ára fangelsi í Barða­vogs­málinu

Magnús Aron Magnússon, 21 árs karlmaður, var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að bana nágranna sínum Gylfa Bergmann Heimissyni utan við heimili beggja í Barðavogi í Reykjavík í júní í fyrra. Níu aðstandendum Gylfa voru dæmdar rúmlega 31,5 milljón króna í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Undirbúningur byggðar á fullt í Nýja Skerjafirði eftir nýja skýrslu

Starfshópur innviðaráðherra telur ekki þörf á að hætta við byggingarhugmyndir í Nýja Skerjafirði vegna áhrifa breytts vindafars á flugvöllinn. Hópurinn leggur til mögulegar mótvægisaðgerðir sem fela meðal annars í sér að takmarka hæð húsa í nýrri byggð. Innviðaráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa tekið ákvörðun um að hafist verði handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning uppbyggingar.

Innlent
Fréttamynd

Bankarnir slógu met í mars eftir lán­töku borgarinnar

Íslenskir viðskiptabankar hafa aldrei lánað jafnmikið til sveitarfélaga í einum mánuði og þeir gerðu í mars síðastliðnum. Útlánavöxtinn má rekja til þess að Reykjavíkurborg hefur í tvígang hætt við fyrirhugað skuldabréfaútboð og þess í stað dregið á lánalínur hjá viðskiptabönkum.

Innherji
Fréttamynd

Leita sem fyrr á öllum unglingum fyrir ball ársins

Unglingar hvaðanæva af landinu eru væntanlegir í höfuðborgina föstudaginn 5. maí þegar blásið verður til balls í Laugardalshöll í tilefni Samfestingsins. Leitað verður á öllum ungmennum sem sækja unglingahátíðina til að tryggja öryggi þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Borgarbúar óánægðir með meirihlutann en Samfylkingin sækir á

Ríflega helmingur borgarbúa telur meirihlutann í borgarstjórn hafa staðið sig illa en fleiri telja hann þó hafa staðið sig betur en flokkarnir í minnihlutanum. Samfylkingin nýtur mests fylgis allra flokka í borginni og Framsókn hefur tapað miklu fylgi frá kosningum samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofuna.

Innlent
Fréttamynd

Ökumaður vespu ekki grunaður um annað en ofsaakstur

Ökumaður á vespu sem meðal annars var stöðvaður af sérsveit ríkislögreglustjóra í Borgartúni í gær sinnti ekki stöðvunarskyldu eftir ofsaakstur. Málið er ekki víðtækara en það að sögn lögreglu en vegfarendum í Borgartúni var brugðið vegna hamagangsins.

Innlent
Fréttamynd

Inn­brots­þjófar á far­alds­fæti í nótt

Innbrotsþjófar voru á ferð víð og dreif um höfuðborgarsvæðið í gærkvöldi og í nótt. Ekki tókst að handtaka alla þá og komust einhverjir á brott með þýfi. Þá var mikið um að lögregla hafi þurft að vísa fólki í annarlegu ástandi úr heimahúsi í nótt. 

Innlent
Fréttamynd

Á­reitti fólk við verslunar­kjarna og stal bíl

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í gær tilkynningu um mann sem var að áreita fólk við verslunarkjarna. Stuttu síðar stal sami maður bíl sem hafði verið skilinn eftir í gangi fyrir utan veitingastað. Lögreglunni tókst að finna bílinn og stöðvuðu för mannsins. Var hann handtekinn og vistaður í fangaklefa, grunaður um nytjastuldur, akstur undir áhrifum, eignaspjöll og akstur án réttinda. 

Innlent
Fréttamynd

Skúr í ljósum logum í Gufu­nesi

Skúr stóð í ljósum logum í Gufunesi í Reykjavík á tólfta tímanum í kvöld. Tveir dælubílar fóru á vettvang en slökkviliðið segir útkallið hafa verið umfangsminna en talið var í upphafi.

Innlent
Fréttamynd

Rán í Breið­holti

Lögreglu barst í dag tilkynning um að þrír einstaklingar hafi verið rændir í Breiðholti. Málið er í rannsókn, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent