Reykjavík

Fréttamynd

Íbúar beðnir um að sýna þolinmæði

Búist er við að það taki fjóra til sex daga að klára að moka allar helstu götur í Reykjavík. Snjóruðningstæki byrjuðu að ryðja götur í nótt. Borgarbúar eru minntir á að moka frá ruslatunnum.

Innlent
Fréttamynd

„Staðan er að versna“

Rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur segir að sorphirða í borginni hafi gengið ágætlega síðustu daga. Staðan sé hins vegar að versna og ljóst sé að reikna megi með töfum.

Innlent
Fréttamynd

Stakk af eftir að hafa valdið á­rekstri

Laust fyrir klukkan 22 í gærkvöldi var tilkynnt um árekstur á Reykjanesbraut við álverið í Straumsvík. Þar hafði verið ekið á bifreið sem í voru hjón með tvö börn. Tjónvaldurinn flúði vettvang.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er á allra síðustu stundu“

Fjölmenni lagði leið sína í Kringluna í morgun. Sumir keyptu jólagjafir á síðustu stundu en aðrir voru einfaldlega bara á röltinu. Framkvæmdastjóri segir að um tíu þúsund manns heimsæki Kringluna milli klukkan 10 til 13 á aðfangadag.

Innlent
Fréttamynd

Bjuggust við þrjú hundruð manns í há­degis­mat

Nokkur hundruð manns voru í jólamat hjá Samhjálp nú í hádeginu. Forstöðukona segir að aðsókn hafi aukist á kaffistofuna undanfarið, meðal annars vegna verðlagshækkana. Elísabet Inga kíkti við í morgun þegar jólaundirbúningur stóð sem hæst.

Innlent
Fréttamynd

Bjó til skauta­svell í garðinum

Ólöf Dagný Óskarsdóttir bjó til skautasvell í garðinum sem hún segir tilvalið fyrir jólamyndatökurnar. Hún segist vera mikil stemningsmanneskja og hélt stærðarinnar skötuboð fyrr í kvöld. Ólöf Dagný segir svellið hafa vakið mikla lukku.

Jól
Fréttamynd

„Maður er af­­klæddur í for­­stofunni“

Þorláksmessa og skötulykt leggur yfir landið að venju, mörgum til ama en ekki þeim sem biðu í röð eftir því að fá að bragða á ilmandi skötunni á Lauga-ás. Í síðasta sinn þar sem staðnum verður formlega lokað eftir daginn í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samkomulag um viðbótarfjármagn frábært fyrsta skref

Samningur ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um sérstaka viðbótarfjármögnun vegna þjónustu við fatlað fólk - og skilar sveitarfélögum fimm milljörðum á næsta ári - er frábært fyrsta skref að mati formanns borgarráðs en meira þurfi þó að koma til. Í dag samþykkti innviðaráðherra tillögu jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um úthlutun á sérstöku 700 milljóna króna framlagi vegna sama málaflokks á yfirstandandi ári.

Innlent
Fréttamynd

Fjöl­skyldu­maður hélt vændis­konu í gíslingu og nauðgaði í kjallara í Reykja­vík

Fjölskyldumaður nokkur hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara húss í Reykjavík í apríl í fyrra. Karlmaðurinn braut bein í andliti konu sem hafði selt honum vændisþjónustu í klukkustund. Hann þarf að greiða henni þrjár milljónir króna í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Forseti Íslands minnti á að það væri alltaf von

Árleg vetrarsólstöðuganga Píeta-samtakanna var gengin frá Klettagörðum að Skarfavita í Reykjavík í gærkvöldi. Á dimmasta degi ársins er þeirra ástvina minnst sem féllu fyrir eigin hendi. Fjöldi fólks lagði leið sína í gönguna. Meðal þeirra forseti Íslands.

Lífið
Fréttamynd

„Það vildi enginn vinna með ykkur“

Snjómokstur Reykjavíkurborgar var til umræðu í Kastljósi kvöldsins á RÚV. Mörgum finnst borgin ekki hafa staðið sig í stykkinu við mokstur og söltun gatna. Til viðtals voru Einar Þorsteinsson, starfandi borgarstjóri, og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en athygli vakti þegar Einar sagði engan annan borgarstjórnarflokk hafa viljað vinna með Sjálfstæðisflokki eftir kosningar í vor. 

Innlent
Fréttamynd

„Verk­efnið hefur stækkað gríðar­lega“

Snjómokstur í borginni verður sífellt umfangsmeiri samhliða stækkun borgarinnar. Fimmtíu snjómoksturstæki hafa verið notuð til að ryðja göturnar síðustu daga og hafa þau nú rutt samtals um þúsund kílómetra leið.

Innlent
Fréttamynd

Diljá að­stoðar Dag

Diljá Ragnarsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin aðstoðarmaður Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.

Innlent