Reykjavík

Fréttamynd

Krefur Orku náttúrunnar um 125 milljónir króna

Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem Orka náttúrunnar braut gegn með uppsögn árið 2018, krefst 125 milljóna króna í skaða- og miskabætur. Hún hafði áður hafnað boði fyrirtækisins um 13,6 milljónir króna í bætur.

Innlent
Fréttamynd

Reykja­vík ný­frjáls­hyggjunnar

Í síðustu viku komu borgarfulltrúar saman í borgarstjórn til þess að ræða fjárhagsáætlun fyrir næsta ár, 2023. Þarna höfðu kjörnir fulltrúar tækifæri til þess að sýna og segja borgarbúum hvernig þau hygðust vilja reka borgina. Hlutverk Reykjavíkur er að sjá til þess að það sé hér til grunnur fyrir alla.

Skoðun
Fréttamynd

Eru fjár­mál borgarinnar brandari?

„Helgi, sem frambjóðandi skaltu ekki tala um fjármál borgarinnar, það nennir enginn að pæla í þeim“, sagði einn kjósandi við mig skömmu fyrir borgarstjórnarkosningarnar sl. vor. Viðkomandi kom því einnig á framfæri að um leið og stjórnmálamenn á vettvangi borgarmálanna færu að útskýra muninn á A- og B-hluta samstæðu Reykjavíkurborgar, „hefði sú orðræða svipuð áhrif og sterk svefntafla“.

Skoðun
Fréttamynd

Þveröfug þróun hvað jólapóstinn varðar í Ásmundarsal

Pósthúsum og bréfasendingum hefur fækkað undanfarin ár en fyrir þessi jól hefur orðið þveröfug þróun í Ásmundarsal. Þar hefur Pósturinn opnað pósthús sem hluta af árlegri jólasýningu salarins. Jólapósthúsið sendir gesti aftur í tímann með leikmynd og ljósum og þaðan er líka hægt að senda jólakort hvert á land sem er. 

Lífið
Fréttamynd

Með hnífa að hóta dyra­vörðum

Tveir menn voru handteknir í miðbæ Reykjavíkur í nótt eftir að hafa haft í hótunum við dyraverði. Mennirnir voru vopnaðir hnífum og bareflum og vistaðir í fangageymslu lögreglu. 

Innlent
Fréttamynd

Sex hundruð Úkraínu­menn á jóla­balli í Vestur­bænum

Úkraínskt og íslenskt jólaball verður haldið í samfélagshúsi fyrir flóttamenn frá Úkraínu í dag. Von er á um sex hundruð manns í hangikjöt og annan jólamat. Talsmaður samtakanna sem skipuleggur ballið þakkar Íslendingum fyrir velvild í garð flóttamanna.

Jól
Fréttamynd

Af betri borg fyrir börn

„Þessar tillögur bera það með sér að við verndum framlínuþjónustuna, svo sem skóla- og velferðarmál og málefni þeirra sem höllustum fæti standa,“ sagði formaður borgarráðs í kvöldfréttum sjónvarps 30. nóvember um fjárhagsáætlun borgarinnar … og skar svo niður opnun félagsmiðstöðva fyrir unglinga um 16%, ásamt félögum sínum í borgarstjórn? Hvort vanþekking á mikilvægi félagsmiðstöðva eða viðhorf ráði för skal hér ósagt látið.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lenskt jólasveinapöbbarölt að banda­rískri fyrir­mynd: „Þetta er ein af þessum helgum sem þú gleymir aldrei“

Fullorðnir jólaáhugamenn landsins safnast saman næsta laugardag þegar svokallað jólapöbbarölt fer fram í miðbæ Reykjavíkur. Á pöbbaröltinu, eða SantaCon eins og það er iðulega kallað í Bandaríkjunum, er fólk hvatt til að mæta klætt sem jólasveinn. Þar sem Íslendingar státa þrettán mismunandi jólasveinum þá á skipuleggjandi viðburðarins von á mikilli stemningu. 

Jól
Fréttamynd

Börn á skemmti­stað með of fáa dyra­verði

Við eftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt kom í ljós að skemmtistaður í miðbæ Reykjavíkur var með of fáa dyraverði við vinnu. Þá voru börn undir aldri inni á staðnum. Forráðamenn staðarins eiga von á kæru vegna málsins og var tilkynning send á barnavernd vegna barnanna á staðnum. 

Innlent
Fréttamynd

Viðar Er­lings­son tekur við Marel Software Solutions

Viðar Erlingsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Marel Software Solutions.Hann mun bera ábyrgð á framtíðarsýn og stefnu hugbúnaðarlausna Marel á heimsvísu. Í því felst meðal annars að tryggja stöðu félagsins sem lykilsölu- og þjónustuaðila á sviði stafrænna lausna í matvælavinnslu fyrir viðskiptavini fyrirtækisins.

Viðskipti
Fréttamynd

Dæmd fyrir að saka mann um nauðgun í BDSM-hópi á Face­book

Kona var í dag dæmd til að greiða manni 400 þúsund krónur í miskabætur fyrir að hafa sakað hann um að hafa nauðgað vinkonu sinni. Ásökunina birti hún í færslu í Facebook-hóp fyrir meðlimi BDSM-samfélagsins. Ummælin voru dæmd ómerkt. Maðurinn höfðaði einnig mál gegn konunni sem hann er sagður hafa nauðgað en tapaði því máli. 

Innlent
Fréttamynd

Ekkert til í því að nemandi hafi nauðgað litlu frænku sinni

Ráðgjafahópur sem skoðaði meint eineltismál vegna nafna drengja sem rituð voru á spegla Menntaskólans við Hamrahlíð, segir að drengir hafi orðið fyrir einelti og útilokun. Ein gróf saga er sögð ekki eiga neina stoð í raunveruleikanum eftir ítarlega könnun hópsins. 

Innlent
Fréttamynd

Verða á­kærðir fyrir hryðju­verka­brot

Mennirnir tveir sem handteknir voru fyrir tæpum þremur mánuðum síðan, grunaðir um skipulagningu hryðjuverka, verða ákærðir fyrir brot á grein hegningarlaga sem snýr að skipulagningu hryðjuverka. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem ákært verður fyrir slíkt brot á hegningarlögum. 

Innlent
Fréttamynd

Fullviss um að „ógnandi“ nýbygging rísi

Fyrirhuguð nýbygging nærri stjórnarráðinu er talin ógn við öryggi æðstu stjórnar ríkisins. Formaður skipulagsráðs borgarinnar tekur áhyggjurnar alvarlega en hefur þó fulla trú á að byggingin rísi.

Innlent
Fréttamynd

Brynja fær íbúð en óttast einangrun á Ásbrú

Brynja Hrönn Bjarnadóttir, 65 ára öryrki sem fékk 30 prósenta hækkun á leiguverði í hausinn frá leigufélaginu Ölmu, flytur eftir tvær vikur úr Reykjavík á Ásbrú. Hún er þakklát að vera komin með nýja íbúð en kvíðir einangrun á Suðurnesjum enda geti hún ekki ekið bíl sjálf.

Innlent
Fréttamynd

Harmar að loka eigi starfsemi sem sé lífsbjörg fyrir brothætt börn

Áform um að loka ungmennasmiðju Reykjavíkurborgar í núverandi mynd hefur gríðarleg áhrif á viðkvæman hóp barna sem mega síst við hagræðingu á þeirra kostnað. Þetta segir forstöðumaður smiðjunnar. Hún vill að áformin verði endurskoðuð enda sé ungmennasmiðjan lífsbjörg fyrir börn í viðkvæmri stöðu. 

Innlent
Fréttamynd

Borgar­stjórnin fórnar sumar­bú­stað sínum í hítina

Borgarstjórn reynir nú að bregðast við gríðarlegum hallarekstri með ýmsum sparnaðaraðgerðum. Gagnrýnt hefur verið, meðal annars af Hildi Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðismanna í borginni, að tæplega hundrað sparnaðaraðgerðir snúi í engu að starfsmannahaldi og yfirbyggingu í Ráðhúsinu.

Innlent